Segir ekki hafa verið samið við Jón Gerald 20. febrúar 2006 20:45 Lögregla segir að Jón Gerald Sullenberger hafi játað við yfirheyrslur að hafa tekið þátt í að gera tilhæfulausa reikninga vegna bílakaupa Baugs-fjölskyldunnar. Lögregla ákvað samt að kæra Jón Gerald ekki en neitar að hafa gert við hann samning þess efnis. Aðalmeðferð í Baugsmálinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ný gögn voru lögð fram strax við upphaf þeirra, það gerði Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, og við það tafðist málið um tíu mínútur. Þá fyrst gátu vitnaleiðslur hafist. Fyrri hluta dags voru sakborningar yfirheyrðir, fyrstur Jón Ásgeir Jóhannesson, þá Tryggvi Jónsson, þar á eftir Jóhannes Jónsson kenndur við Bónus og svo Kristín Jóhannesdóttir. Endurskoðendurnir tveir sem ákærðir eru í málinu voru yfirheyrðir þar á eftir. Yfirheyrslum yfir hinum ákærðu í Baugsmálinu er þar með lokið en á morgun ætlar ákæruvaldið að leiða fram sín vitni, þeirra á meðal Jón Gerald Sullenberger. Eins og menn muna kastaði Hæstiréttur út 32 af ákæruliðunum 40 í Baugsmálinu og því er aðeins réttað í átta ákæruliðum nú. Fjórir ákæruliðir snúast um ársreikninga, bókhald, kostnaðarreikninga og meint ólögleg lán Baugs til stjórnenda sinna en hinir fjórir um bílainnflutning Baugsfjölskyldunnar og meinta falsaða reikninga og tollasvik. Seinni partinn í dag mættu síðan fulltrúar yfirvalda, Jón H.B. Snorrason, saksóknari hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, og Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, spurði hann ítrekað út í hvers vegna Jón Gerald Sullenberger hefði ekki verið ákærður í málinu. Hann vitnaði í yfirheyrslur yfir Jóni sem játaði á sínum tíma að hafa falsað reikninga fyrir Baugsfeðga. Reikningarnir hafi verið efnislega rangir og tilhæfulausir. „Hvers vegna var Jón Gerald ekki ákærður?" endurtók lögmaðurinn í sífellu. Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, sat því næst fyrir svörum. Lögmenn sakborninga gerðu harða hríð að Arnari og höfðu athugasemdir við vinnubrögð lögreglunnar í mörgum liðum. Þeir sögðu ekki stein standa yfir steini. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
Lögregla segir að Jón Gerald Sullenberger hafi játað við yfirheyrslur að hafa tekið þátt í að gera tilhæfulausa reikninga vegna bílakaupa Baugs-fjölskyldunnar. Lögregla ákvað samt að kæra Jón Gerald ekki en neitar að hafa gert við hann samning þess efnis. Aðalmeðferð í Baugsmálinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ný gögn voru lögð fram strax við upphaf þeirra, það gerði Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, og við það tafðist málið um tíu mínútur. Þá fyrst gátu vitnaleiðslur hafist. Fyrri hluta dags voru sakborningar yfirheyrðir, fyrstur Jón Ásgeir Jóhannesson, þá Tryggvi Jónsson, þar á eftir Jóhannes Jónsson kenndur við Bónus og svo Kristín Jóhannesdóttir. Endurskoðendurnir tveir sem ákærðir eru í málinu voru yfirheyrðir þar á eftir. Yfirheyrslum yfir hinum ákærðu í Baugsmálinu er þar með lokið en á morgun ætlar ákæruvaldið að leiða fram sín vitni, þeirra á meðal Jón Gerald Sullenberger. Eins og menn muna kastaði Hæstiréttur út 32 af ákæruliðunum 40 í Baugsmálinu og því er aðeins réttað í átta ákæruliðum nú. Fjórir ákæruliðir snúast um ársreikninga, bókhald, kostnaðarreikninga og meint ólögleg lán Baugs til stjórnenda sinna en hinir fjórir um bílainnflutning Baugsfjölskyldunnar og meinta falsaða reikninga og tollasvik. Seinni partinn í dag mættu síðan fulltrúar yfirvalda, Jón H.B. Snorrason, saksóknari hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, og Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, spurði hann ítrekað út í hvers vegna Jón Gerald Sullenberger hefði ekki verið ákærður í málinu. Hann vitnaði í yfirheyrslur yfir Jóni sem játaði á sínum tíma að hafa falsað reikninga fyrir Baugsfeðga. Reikningarnir hafi verið efnislega rangir og tilhæfulausir. „Hvers vegna var Jón Gerald ekki ákærður?" endurtók lögmaðurinn í sífellu. Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, sat því næst fyrir svörum. Lögmenn sakborninga gerðu harða hríð að Arnari og höfðu athugasemdir við vinnubrögð lögreglunnar í mörgum liðum. Þeir sögðu ekki stein standa yfir steini.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira