Úrvalsdeildarlið Arsenal hefur sýnt gríska framherjanum Georgios Samaras hjá Hereenveen í Hollandi. Forráðamenn félagsins vilja þó ekki kannast við að hann verði seldur fyrr en í sumar í fyrsta lagi, en hafa staðfest að Arsenal sé aðeins eitt af mörgum liðum sem sýnt hafa áhuga sinn á framherjanum efnilega, sem er aðeins tvítugur.
