Úrvalsdeildarlið Fulham féll úr keppni í enska bikarnum í dag þegar liðið lá á heimavelli fyrir neðrideildarliði Leyton Orient 2-1. Fulham fékk tækifæri til að jafna leikinn úr vítaspyrnu í síðari hálfleik, en markvörður Orient var hetja liðsins og varði spyrnuna og tryggði sínum mönnum ótrúlegan sigur. Heiðar Helguson var ekki í liði Fulham í dag.
Fulham úr leik

Mest lesið


„Það var engin taktík“
Fótbolti




Raggi Nat á Nesið
Körfubolti




Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum
Íslenski boltinn