Thierry Henry ætlar að vera áfram hjá Arsenal 7. janúar 2006 03:00 Yfirlýsing Thierry Henry í kvöld er klárlega bestu fréttir sem stuðningsmenn Arsenal hafa fengið í ár. NordicPhotos/GettyImages Franski knattspyrnusnillingurinn Thierry Henry hefur nú bundið enda á vangaveltur um framtíð hans hjá Arsenal, því í kvöld lýsti hann því yfir í viðtali við The Sun að hann ætlaði að vera áfram hjá félaginu í það minnsta út næsta keppnistímabil. Þetta eru mjög góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Arsenal, sem óttuðust mjög að hann fetaði í fótspor Patrick Vieira og reyndi fyrir sér á meginlandinu. "Staðreyndin er sú að ég elska þetta félag og hef nú ákveðið að vera áfram hjá Arsenal. Ég vil koma því áleiðis til aðdáenda félagsins og fólksins sem alltaf styður mig, að mig langar að vera hér áfram og fara með liðinu á nýja leikvanginn. Ég mun ræða við knattspyrnustjórann og stjórnina og við hljótum að ná að semja um framhaldið, því ég vil vera áfram," sagði Henry og bætti við að orðrómurinn um að hann hefði verið í viðræðum við Barcelona væri út í hött. "Sannleikurinn er sá að ég hef aldrei rætt við einn eða neinn frá öðrum félögum og ég vona að þetta verði til að slökkva í kjaftasögunum," sagði hann, en neitaði ekki að það hefði verið freistandi að feta í fótspor landa síns Patrick Vieira. "Ég er nú bara 28 ára ennþá, en stuðningsmenn Arsenal áttu stóran þátt í ákvörðun minni. Þeir bauluðu ekki á mig eða snerust gegn mér þó allt þetta slúður væri í gangi og hafa alltaf komið ótrúlega vel fram við mig," sagði Henry. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Fleiri fréttir Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Í beinni: Frakkland - Wales | Búnar að jafna sig á rútuslysinu? Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Sjá meira
Franski knattspyrnusnillingurinn Thierry Henry hefur nú bundið enda á vangaveltur um framtíð hans hjá Arsenal, því í kvöld lýsti hann því yfir í viðtali við The Sun að hann ætlaði að vera áfram hjá félaginu í það minnsta út næsta keppnistímabil. Þetta eru mjög góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Arsenal, sem óttuðust mjög að hann fetaði í fótspor Patrick Vieira og reyndi fyrir sér á meginlandinu. "Staðreyndin er sú að ég elska þetta félag og hef nú ákveðið að vera áfram hjá Arsenal. Ég vil koma því áleiðis til aðdáenda félagsins og fólksins sem alltaf styður mig, að mig langar að vera hér áfram og fara með liðinu á nýja leikvanginn. Ég mun ræða við knattspyrnustjórann og stjórnina og við hljótum að ná að semja um framhaldið, því ég vil vera áfram," sagði Henry og bætti við að orðrómurinn um að hann hefði verið í viðræðum við Barcelona væri út í hött. "Sannleikurinn er sá að ég hef aldrei rætt við einn eða neinn frá öðrum félögum og ég vona að þetta verði til að slökkva í kjaftasögunum," sagði hann, en neitaði ekki að það hefði verið freistandi að feta í fótspor landa síns Patrick Vieira. "Ég er nú bara 28 ára ennþá, en stuðningsmenn Arsenal áttu stóran þátt í ákvörðun minni. Þeir bauluðu ekki á mig eða snerust gegn mér þó allt þetta slúður væri í gangi og hafa alltaf komið ótrúlega vel fram við mig," sagði Henry.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Fleiri fréttir Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Í beinni: Frakkland - Wales | Búnar að jafna sig á rútuslysinu? Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Sjá meira