Í kvöld verður sannkallaður risaslagur í ensku úrvalsdeildinni þegar Arsenal tekur á móti Manchester United á Highbury. Litlir kærleikar hafa verið á milli þessara stórliða í gegn um árin, en Arsenal mun í kvöld freista þess að vinna United í deildinni í fyrsta sinn síðan 2003, en Arsenal hefur aðeins unnið tvo af tíu síðustu leikjum liðanna.

