Meinleg málsvörn borgarstjóra Dagur B. Eggertsson skrifar 30. nóvember 2006 05:00 Eftir snarpa fimm tíma rimmu í borgarstjórn var samningur um sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun samþykktur. Það var sérkennilegur andi í salnum. Yngri deildin í meirihlutanum gaf lítinn kost á augnsambandi undir umræðunum, brosti vandræðalega, beit á jaxlinn og greiddi atkvæði. Borgarstjóri var skilinn einn eftir í andsvörum. Eina ræða Gísla Marteins var tveggja mínútna svar, flutt til að koma því á framfæri að engu skipti þótt borgarstjóri slægi úr og í um einkavæðingu Landsvirkjunar, Gísli sjálfur og Geir Haarde væru báðir þeirrar skoðunar að einkavæðing skyldi verða! Málsvörn borgarstjóra var orðin býsna flóttaleg. Hann leitaði hvarvetna skjóls til að skauta fram hjá kjarnanum: það sem skorti við samningsborðið var pólitískt afl til að knýja fram ásættanlega niðurstöðu fyrir Reykvíkinga. Okkur lá ekkert á að selja og áttum ekki að verðlauna ríkið fyrir óbilgirnina. Borgarstjóri gat heldur engu svarað um ástæður þess að hann gekk á bak skriflegu loforði til borgarráðs frá júlí sl. um að kynna þar meginlínur í samningum þegar fyrir „liggi atriði sem taka þarf afstöðu til“. Hápunktur umræðunnar var þó þegar upplýst var að borgarstjóri hefði orðið tvísaga í málinu. Í Fréttablaðinu 4. nóvember kannaðist hann ekki við að minnisblað með verðmati upp á 91,2 milljarða væri til. Viku síðar byggði hann þó á sama minnisblaði í svörum til borgarráðs. Í borgarstjórn bar borgarstjóri fram þær skýringar að hann hefði ekki kynnt sér minnisblaðið með útreikningunum fyrr en eftir að þetta verðmat kom til umfjöllunar í fjölmiðlum. Með öðrum orðum: borgarstjóri kynnti sér ekki lykilgögn um samningsmarkmið borgarinnar fyrr en fimm dögum eftir að hann skrifaði undir samning um sölu Landsvirkjunar. Hvernig ætli færi fyrir nýjum forstjóra sem færi á bak við stjórn við gerð risasamninga og verði hendur sínar í umræðunni með því að undirstrika að hann hefði ekki kynnt sér lykilgögn áður en hann skrifaði undir? Niðurstaðan endurspeglar vanhæfni borgarstjóra: illa var haldið á hagsmunum Reykjavíkurborgar, verðið var of lágt og greiðsluformið vont. Það sem eftir situr er vondur samningur og sú tilfinning að enginn fulltrúi meirihlutans hefði gengið að honum ef þeirra eigin peningar hefðu verið undir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eftir snarpa fimm tíma rimmu í borgarstjórn var samningur um sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun samþykktur. Það var sérkennilegur andi í salnum. Yngri deildin í meirihlutanum gaf lítinn kost á augnsambandi undir umræðunum, brosti vandræðalega, beit á jaxlinn og greiddi atkvæði. Borgarstjóri var skilinn einn eftir í andsvörum. Eina ræða Gísla Marteins var tveggja mínútna svar, flutt til að koma því á framfæri að engu skipti þótt borgarstjóri slægi úr og í um einkavæðingu Landsvirkjunar, Gísli sjálfur og Geir Haarde væru báðir þeirrar skoðunar að einkavæðing skyldi verða! Málsvörn borgarstjóra var orðin býsna flóttaleg. Hann leitaði hvarvetna skjóls til að skauta fram hjá kjarnanum: það sem skorti við samningsborðið var pólitískt afl til að knýja fram ásættanlega niðurstöðu fyrir Reykvíkinga. Okkur lá ekkert á að selja og áttum ekki að verðlauna ríkið fyrir óbilgirnina. Borgarstjóri gat heldur engu svarað um ástæður þess að hann gekk á bak skriflegu loforði til borgarráðs frá júlí sl. um að kynna þar meginlínur í samningum þegar fyrir „liggi atriði sem taka þarf afstöðu til“. Hápunktur umræðunnar var þó þegar upplýst var að borgarstjóri hefði orðið tvísaga í málinu. Í Fréttablaðinu 4. nóvember kannaðist hann ekki við að minnisblað með verðmati upp á 91,2 milljarða væri til. Viku síðar byggði hann þó á sama minnisblaði í svörum til borgarráðs. Í borgarstjórn bar borgarstjóri fram þær skýringar að hann hefði ekki kynnt sér minnisblaðið með útreikningunum fyrr en eftir að þetta verðmat kom til umfjöllunar í fjölmiðlum. Með öðrum orðum: borgarstjóri kynnti sér ekki lykilgögn um samningsmarkmið borgarinnar fyrr en fimm dögum eftir að hann skrifaði undir samning um sölu Landsvirkjunar. Hvernig ætli færi fyrir nýjum forstjóra sem færi á bak við stjórn við gerð risasamninga og verði hendur sínar í umræðunni með því að undirstrika að hann hefði ekki kynnt sér lykilgögn áður en hann skrifaði undir? Niðurstaðan endurspeglar vanhæfni borgarstjóra: illa var haldið á hagsmunum Reykjavíkurborgar, verðið var of lágt og greiðsluformið vont. Það sem eftir situr er vondur samningur og sú tilfinning að enginn fulltrúi meirihlutans hefði gengið að honum ef þeirra eigin peningar hefðu verið undir.
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar