Meinleg málsvörn borgarstjóra Dagur B. Eggertsson skrifar 30. nóvember 2006 05:00 Eftir snarpa fimm tíma rimmu í borgarstjórn var samningur um sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun samþykktur. Það var sérkennilegur andi í salnum. Yngri deildin í meirihlutanum gaf lítinn kost á augnsambandi undir umræðunum, brosti vandræðalega, beit á jaxlinn og greiddi atkvæði. Borgarstjóri var skilinn einn eftir í andsvörum. Eina ræða Gísla Marteins var tveggja mínútna svar, flutt til að koma því á framfæri að engu skipti þótt borgarstjóri slægi úr og í um einkavæðingu Landsvirkjunar, Gísli sjálfur og Geir Haarde væru báðir þeirrar skoðunar að einkavæðing skyldi verða! Málsvörn borgarstjóra var orðin býsna flóttaleg. Hann leitaði hvarvetna skjóls til að skauta fram hjá kjarnanum: það sem skorti við samningsborðið var pólitískt afl til að knýja fram ásættanlega niðurstöðu fyrir Reykvíkinga. Okkur lá ekkert á að selja og áttum ekki að verðlauna ríkið fyrir óbilgirnina. Borgarstjóri gat heldur engu svarað um ástæður þess að hann gekk á bak skriflegu loforði til borgarráðs frá júlí sl. um að kynna þar meginlínur í samningum þegar fyrir „liggi atriði sem taka þarf afstöðu til“. Hápunktur umræðunnar var þó þegar upplýst var að borgarstjóri hefði orðið tvísaga í málinu. Í Fréttablaðinu 4. nóvember kannaðist hann ekki við að minnisblað með verðmati upp á 91,2 milljarða væri til. Viku síðar byggði hann þó á sama minnisblaði í svörum til borgarráðs. Í borgarstjórn bar borgarstjóri fram þær skýringar að hann hefði ekki kynnt sér minnisblaðið með útreikningunum fyrr en eftir að þetta verðmat kom til umfjöllunar í fjölmiðlum. Með öðrum orðum: borgarstjóri kynnti sér ekki lykilgögn um samningsmarkmið borgarinnar fyrr en fimm dögum eftir að hann skrifaði undir samning um sölu Landsvirkjunar. Hvernig ætli færi fyrir nýjum forstjóra sem færi á bak við stjórn við gerð risasamninga og verði hendur sínar í umræðunni með því að undirstrika að hann hefði ekki kynnt sér lykilgögn áður en hann skrifaði undir? Niðurstaðan endurspeglar vanhæfni borgarstjóra: illa var haldið á hagsmunum Reykjavíkurborgar, verðið var of lágt og greiðsluformið vont. Það sem eftir situr er vondur samningur og sú tilfinning að enginn fulltrúi meirihlutans hefði gengið að honum ef þeirra eigin peningar hefðu verið undir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Eftir snarpa fimm tíma rimmu í borgarstjórn var samningur um sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun samþykktur. Það var sérkennilegur andi í salnum. Yngri deildin í meirihlutanum gaf lítinn kost á augnsambandi undir umræðunum, brosti vandræðalega, beit á jaxlinn og greiddi atkvæði. Borgarstjóri var skilinn einn eftir í andsvörum. Eina ræða Gísla Marteins var tveggja mínútna svar, flutt til að koma því á framfæri að engu skipti þótt borgarstjóri slægi úr og í um einkavæðingu Landsvirkjunar, Gísli sjálfur og Geir Haarde væru báðir þeirrar skoðunar að einkavæðing skyldi verða! Málsvörn borgarstjóra var orðin býsna flóttaleg. Hann leitaði hvarvetna skjóls til að skauta fram hjá kjarnanum: það sem skorti við samningsborðið var pólitískt afl til að knýja fram ásættanlega niðurstöðu fyrir Reykvíkinga. Okkur lá ekkert á að selja og áttum ekki að verðlauna ríkið fyrir óbilgirnina. Borgarstjóri gat heldur engu svarað um ástæður þess að hann gekk á bak skriflegu loforði til borgarráðs frá júlí sl. um að kynna þar meginlínur í samningum þegar fyrir „liggi atriði sem taka þarf afstöðu til“. Hápunktur umræðunnar var þó þegar upplýst var að borgarstjóri hefði orðið tvísaga í málinu. Í Fréttablaðinu 4. nóvember kannaðist hann ekki við að minnisblað með verðmati upp á 91,2 milljarða væri til. Viku síðar byggði hann þó á sama minnisblaði í svörum til borgarráðs. Í borgarstjórn bar borgarstjóri fram þær skýringar að hann hefði ekki kynnt sér minnisblaðið með útreikningunum fyrr en eftir að þetta verðmat kom til umfjöllunar í fjölmiðlum. Með öðrum orðum: borgarstjóri kynnti sér ekki lykilgögn um samningsmarkmið borgarinnar fyrr en fimm dögum eftir að hann skrifaði undir samning um sölu Landsvirkjunar. Hvernig ætli færi fyrir nýjum forstjóra sem færi á bak við stjórn við gerð risasamninga og verði hendur sínar í umræðunni með því að undirstrika að hann hefði ekki kynnt sér lykilgögn áður en hann skrifaði undir? Niðurstaðan endurspeglar vanhæfni borgarstjóra: illa var haldið á hagsmunum Reykjavíkurborgar, verðið var of lágt og greiðsluformið vont. Það sem eftir situr er vondur samningur og sú tilfinning að enginn fulltrúi meirihlutans hefði gengið að honum ef þeirra eigin peningar hefðu verið undir.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun