Óttast að Tamiflu geti valdið geðsýki 28. nóvember 2006 06:15 Birgðir inflúensulyfja sem keyptar hafa verið hingað til lands vegna hættu á heimsfaraldri, til að mynda fuglaflensu, eru nær einungis Tamiflu. Tilkynnt hefur verið um alvarlegar geðrænar aukaverkanir hjá á annað hundrað börnum sem fengið hafa inflúensu-lyfið Tamiflu og eru þær hugsanlega afleiðingar af notkun þess. Tugþúsundir skammta af lyfinu hafa verið keyptir hingað til lands til að bregðast við heimsfaraldri inflúensu, til að mynda fugla-flensu. „Þetta hefur komið til skoðunar áður, en engar tilkynningar hafa borist frá ábyrgum yfirvöldum enn um að þarna sé raunveruleg tenging," segir Haraldur Briem, sóttvarnalæknir hjá Landlæknisembættinu. Hann bætir við að samkvæmt síðustu upplýsingum sem hann hafi fengið hafi þessara hugsanlegu aukaverkana gætt í Japan. Þar í landi sé lyfið mikið notað handa börnum. Hjá Landlæknisembættinu eru nú til 89 þúsund skammtar af Tamiflu, sem eiga að nægja þriðjungi þjóðarinnar ef heimsfaraldur breiðist út. „Við höfum ekki einungis keypt Tamiflu, heldur einnig lyf sem heitir Relenza til þess að hafa ekki öll eggin í einni körfu," segir Haraldur. „Við erum að kaupa um fjögur þúsund skammta af því á þessu ári og væntanlega um sextán þúsund á því næsta. Vitaskuld á alltaf að skoða upplýsingar eins og þessar af fullri alvöru, en ég hef enga staðfestingu á því að Tamiflu valdi geðrænum truflunum hjá börnum. Þetta er eitthvað sem menn hafa tekið eftir en svo getur verið að það sé mikið um geðrænar truflanir almennt. Þá þarf að athuga hvort þetta sé einungis tengt lyfinu eða hvort þetta sé eitthvað sem hægt er að búast við að gerist." Haraldur segir enn fremur að heilbrigðisyfirvöld muni fylgjast náið með þróun mála. Fullvíst sé að Tamiflu valdi ekki aukaverkunum af þessu tagi hjá fullorðnu fólki. Framleiðandi lyfsins hefur í samráði við bandarísku lyfjastofnunina FDA sent tilkynningu til lækna í Bandaríkjunum þar sem greint er frá 120 tilvikum geðrænna aukaverkana hjá börnum sem fengið hafa Tamiflu, að því er fram kemur á vefsíðu Lyfjastofnunar. Þessar upplýsingar eru einnig til skoðunar hjá heilbrigðisyfirvöldum í Evrópu. Innlent Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Tilkynnt hefur verið um alvarlegar geðrænar aukaverkanir hjá á annað hundrað börnum sem fengið hafa inflúensu-lyfið Tamiflu og eru þær hugsanlega afleiðingar af notkun þess. Tugþúsundir skammta af lyfinu hafa verið keyptir hingað til lands til að bregðast við heimsfaraldri inflúensu, til að mynda fugla-flensu. „Þetta hefur komið til skoðunar áður, en engar tilkynningar hafa borist frá ábyrgum yfirvöldum enn um að þarna sé raunveruleg tenging," segir Haraldur Briem, sóttvarnalæknir hjá Landlæknisembættinu. Hann bætir við að samkvæmt síðustu upplýsingum sem hann hafi fengið hafi þessara hugsanlegu aukaverkana gætt í Japan. Þar í landi sé lyfið mikið notað handa börnum. Hjá Landlæknisembættinu eru nú til 89 þúsund skammtar af Tamiflu, sem eiga að nægja þriðjungi þjóðarinnar ef heimsfaraldur breiðist út. „Við höfum ekki einungis keypt Tamiflu, heldur einnig lyf sem heitir Relenza til þess að hafa ekki öll eggin í einni körfu," segir Haraldur. „Við erum að kaupa um fjögur þúsund skammta af því á þessu ári og væntanlega um sextán þúsund á því næsta. Vitaskuld á alltaf að skoða upplýsingar eins og þessar af fullri alvöru, en ég hef enga staðfestingu á því að Tamiflu valdi geðrænum truflunum hjá börnum. Þetta er eitthvað sem menn hafa tekið eftir en svo getur verið að það sé mikið um geðrænar truflanir almennt. Þá þarf að athuga hvort þetta sé einungis tengt lyfinu eða hvort þetta sé eitthvað sem hægt er að búast við að gerist." Haraldur segir enn fremur að heilbrigðisyfirvöld muni fylgjast náið með þróun mála. Fullvíst sé að Tamiflu valdi ekki aukaverkunum af þessu tagi hjá fullorðnu fólki. Framleiðandi lyfsins hefur í samráði við bandarísku lyfjastofnunina FDA sent tilkynningu til lækna í Bandaríkjunum þar sem greint er frá 120 tilvikum geðrænna aukaverkana hjá börnum sem fengið hafa Tamiflu, að því er fram kemur á vefsíðu Lyfjastofnunar. Þessar upplýsingar eru einnig til skoðunar hjá heilbrigðisyfirvöldum í Evrópu.
Innlent Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira