Norsk Hydro vill reisa álver á Íslandi 17. nóvember 2006 03:00 Norsk Hydro hyggur á landvinninga hér á landi og vill reisa álver. MYND/vilhelm Norska stórfyrirtækið Norsk Hydro stefnir á byggingu álvers á Íslandi gefist tækifæri til þess. Fyrirtækið dró sig út úr Reyðarálsverkefninu á Austurlandi árið 2002 vegna verkefna í Þýskalandi. Það voru ekki mistök að mati yfirmanna Hydro en þeir viðurkenna að þeir hefðu viljað halda áfram með það verkefni, sérstaklega í því ljósi hversu vel hefur tekist eystra. Fyrirtækið hefur opnað skrifstofu hér á landi með það að markmiði að þróa ný viðskiptatækifæri á sviði álframleiðslu og til að styðja við þá starfsemi sem fyrirtækið er þegar með á Íslandi. Torstein Dale Sjøtveit, varaforstjóri Hydro og forstjóri Hydro Aluminium Metal, segir fyrirtækið ekki hafa augastað á neinni einni sérstakri staðsetningu fyrir álver. „Við erum mjög áhugasamir um að reisa álver á Íslandi byggt á endurnýjanlegri orku. Þetta viljum við gera í sátt við íslenskt samfélag." Spurður um hugsanlegan áhuga fyrirtækisins á byggingu álvers við Húsavík svaraði Torstein: „Ef álver við Húsavík hefur ekki verið lofað öðrum munum við skoða þann möguleika af áhuga." Skrifstofan hér á landi mun ekki einungis sinna verkefnum hér á landi heldur einnig í Grænlandi og Kanada. Bjarne Reinholdt mun veita Norður-Atlantshafsskrifstofunnni forstöðu. „Fyrstu verkefni mín eru að kynna mér hvaða möguleikar eru fyrir hendi og kynna hugmyndir fyrirtækisins fyrir stjórnvöldum og ýmsum fyrirtækjum. Við viljum taka þátt í ýmsum verkefnum sem eru í gangi hérlendis í dag og leggja okkar af mörkum til að árangur náist." Bjarne segir aðstöðu Hydro til að reisa álverksmiðju hérlendis takmarkast af því forskoti sem önnur stór álfyrirtæki hafa hérlendis nú þegar. Því horfi fyrirtækið ekki síður til annarra verkefna og nefnir þar djúpborunarverkefnið svokallaða sem Orkustofnun, Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja standa saman að. Yfirmenn Hydro funduðu með Jóni Sigurðssyni, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í gær og kynntu honum áform sín. Þeir áttu einnig fundi með forsvarsmönnum Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og fleiri fyrirtækja. Innlent Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Norska stórfyrirtækið Norsk Hydro stefnir á byggingu álvers á Íslandi gefist tækifæri til þess. Fyrirtækið dró sig út úr Reyðarálsverkefninu á Austurlandi árið 2002 vegna verkefna í Þýskalandi. Það voru ekki mistök að mati yfirmanna Hydro en þeir viðurkenna að þeir hefðu viljað halda áfram með það verkefni, sérstaklega í því ljósi hversu vel hefur tekist eystra. Fyrirtækið hefur opnað skrifstofu hér á landi með það að markmiði að þróa ný viðskiptatækifæri á sviði álframleiðslu og til að styðja við þá starfsemi sem fyrirtækið er þegar með á Íslandi. Torstein Dale Sjøtveit, varaforstjóri Hydro og forstjóri Hydro Aluminium Metal, segir fyrirtækið ekki hafa augastað á neinni einni sérstakri staðsetningu fyrir álver. „Við erum mjög áhugasamir um að reisa álver á Íslandi byggt á endurnýjanlegri orku. Þetta viljum við gera í sátt við íslenskt samfélag." Spurður um hugsanlegan áhuga fyrirtækisins á byggingu álvers við Húsavík svaraði Torstein: „Ef álver við Húsavík hefur ekki verið lofað öðrum munum við skoða þann möguleika af áhuga." Skrifstofan hér á landi mun ekki einungis sinna verkefnum hér á landi heldur einnig í Grænlandi og Kanada. Bjarne Reinholdt mun veita Norður-Atlantshafsskrifstofunnni forstöðu. „Fyrstu verkefni mín eru að kynna mér hvaða möguleikar eru fyrir hendi og kynna hugmyndir fyrirtækisins fyrir stjórnvöldum og ýmsum fyrirtækjum. Við viljum taka þátt í ýmsum verkefnum sem eru í gangi hérlendis í dag og leggja okkar af mörkum til að árangur náist." Bjarne segir aðstöðu Hydro til að reisa álverksmiðju hérlendis takmarkast af því forskoti sem önnur stór álfyrirtæki hafa hérlendis nú þegar. Því horfi fyrirtækið ekki síður til annarra verkefna og nefnir þar djúpborunarverkefnið svokallaða sem Orkustofnun, Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja standa saman að. Yfirmenn Hydro funduðu með Jóni Sigurðssyni, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í gær og kynntu honum áform sín. Þeir áttu einnig fundi með forsvarsmönnum Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og fleiri fyrirtækja.
Innlent Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira