Fjöldi ellilífeyrisþega lifa vart við mannsæmandi lífskjör 4. nóvember 2006 05:00 Blekkingar stjórnvalda í skattamálum sýna virðingarleysi og vanmat á skilningi og þekkingu almennings. Staðreynd er að skattbyrði flestra heimila í landinu jókst á árunum 1995-2005. Skattbyrði lág-tekjufólks, þ.á m. ellilífeyrisþega, öryrkja og láglaunafólks á vinnumarkaði svo sem bændur, einstæðar mæður og húsmæður jókst mest, en minnkaði hjá fámennum hópi hátekjufólks. Að vísu hafa stjórnvöld lækkað álagningu skatta úr 41,9 prósentum í 36,72 prósent á árunum 1995 til 2006 og hamra stöðugt á þessari takmörkuðu skýringu í öllum svargreinum. Stjórnvöld ¿gleyma¿ að geta þess að samtímis var skattfrjálsi hluti teknanna takmarkaður með því að hækka ekki skattleysismörkin frá upptöku staðgreiðslu með verðlaginu eða þá sem réttast væri með launavísitölu. Smávegis hækkun á skattleysismörkun í ASÍ samningum í sumar úr 79.000 kr. í 90.000 fyrir árið 2007, dugir skammt. Skattleysismörk ættu nú að vera um 137.000 hefðu þau fylgt launavísitölu. Stjórnvöld telja að almenningur greiði meiri skatt því að tekjur hafi hækkað. Með þessari fullyrðingu gera stjórnvöld sig sek um villandi málflutning, beinlínis fölsun staðreynda. Ljóst er að þeir urðu fyrir mestri aukningu skattbyrðarinnar sem búa við minnsta hækkun tekna, þ.e. að sífellt lægri rauntekjur eru skattlagðar af fullum þunga. Þetta er ekki einungis skoðun okkar í LEB heldur margítrekaðar skoðanir prófessora og margra fræðimanna í viðskipta- og hagfræði við háskóla landsins. (Sjá töflu). Margt bendir til þess að grunnhyggnar skýringar stjórnvalda í þessum málum muni koma þeim í koll hafandi í huga að almenningur á Íslandi hefur verið vel læs frá miðri 18. öld. Í næstu grein verður skýrt frá því hvernig skattstefna stjórnvalda og breyting á lögum frá 1995 sem ollu lægri greiðslum almannatrygginga hefur stóraukið launamismun í landinu sl. áratug og sorfið mjög að högum þeirra er lægstar tekjur hafa. Ólafur er formaður LEB og Einar hagfræðingur LEB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Halldór 11.01.2025 Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Blekkingar stjórnvalda í skattamálum sýna virðingarleysi og vanmat á skilningi og þekkingu almennings. Staðreynd er að skattbyrði flestra heimila í landinu jókst á árunum 1995-2005. Skattbyrði lág-tekjufólks, þ.á m. ellilífeyrisþega, öryrkja og láglaunafólks á vinnumarkaði svo sem bændur, einstæðar mæður og húsmæður jókst mest, en minnkaði hjá fámennum hópi hátekjufólks. Að vísu hafa stjórnvöld lækkað álagningu skatta úr 41,9 prósentum í 36,72 prósent á árunum 1995 til 2006 og hamra stöðugt á þessari takmörkuðu skýringu í öllum svargreinum. Stjórnvöld ¿gleyma¿ að geta þess að samtímis var skattfrjálsi hluti teknanna takmarkaður með því að hækka ekki skattleysismörkin frá upptöku staðgreiðslu með verðlaginu eða þá sem réttast væri með launavísitölu. Smávegis hækkun á skattleysismörkun í ASÍ samningum í sumar úr 79.000 kr. í 90.000 fyrir árið 2007, dugir skammt. Skattleysismörk ættu nú að vera um 137.000 hefðu þau fylgt launavísitölu. Stjórnvöld telja að almenningur greiði meiri skatt því að tekjur hafi hækkað. Með þessari fullyrðingu gera stjórnvöld sig sek um villandi málflutning, beinlínis fölsun staðreynda. Ljóst er að þeir urðu fyrir mestri aukningu skattbyrðarinnar sem búa við minnsta hækkun tekna, þ.e. að sífellt lægri rauntekjur eru skattlagðar af fullum þunga. Þetta er ekki einungis skoðun okkar í LEB heldur margítrekaðar skoðanir prófessora og margra fræðimanna í viðskipta- og hagfræði við háskóla landsins. (Sjá töflu). Margt bendir til þess að grunnhyggnar skýringar stjórnvalda í þessum málum muni koma þeim í koll hafandi í huga að almenningur á Íslandi hefur verið vel læs frá miðri 18. öld. Í næstu grein verður skýrt frá því hvernig skattstefna stjórnvalda og breyting á lögum frá 1995 sem ollu lægri greiðslum almannatrygginga hefur stóraukið launamismun í landinu sl. áratug og sorfið mjög að högum þeirra er lægstar tekjur hafa. Ólafur er formaður LEB og Einar hagfræðingur LEB.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun