Sakamálin á svið 4. nóvember 2006 11:30 „Sakamál á svið“ Verk Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann var valið til sýninga í Borgarleikhúsinu. MYND/Hörður Leikskáldið Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann var hlutskörpust í leikritunarsamkeppni Borgarleikhússins og Spron, „Sakamál á svið“ en verðlaun voru veitt á dögunum. Alls voru sex verk valin úr hópi þrjátíu og einnar hugmyndar að sakamálaleikverkum sem send voru inn í keppnina en höfundar þessara sex verka fengu fjóra mánuði til að fullvinna þau. Nefnd, skipuð Bjarna Jónssyni leikskáldi, Guðjóni Pedersen leikhússtjóra, Jóhannesi Helgasyni menningarfulltrúa Spron, Jórunni Sigurðardóttur útvarpskonu og Steinunnar Knútsdóttur, listræns ráðunauts Borgarleikhússins, valdi síðan þrjú verðlaunaverk. Vinningsverkið fer á fjalir Borgarleikhússins á næsta leikári og útvarpsleikhúsið tekur annað verk til flutnings. Hin fjögur verkin verða leiklesin í Borgarleikhúsinu á sunnudagskvöldum í nóvember og eru allir velkomnir á lestrana. Útvarpsleikhúsið mun í samstarfi við Borgarleikhúsið taka upp lestrana og gefa þá út á svokölluðu „podcast“ en það er frítt niðurhal af vefnum beint á mp3 spilara. Í umsögn dómnefndarinnar kom fram að verk Þórdísar Elvu, „Fýsn“, væri vel skrifað leikverk, viðfangsefni þess „viðkvæmt en textinn spennandi og áleitinn og á ýmsan hátt afar heillandi“. Þar væri enn fremur á ferð „þroskað spennuverk sem býður upp á flókna og spennandi fléttu og fullburða persónur“. Í öðru sæti hafnaði leikritið Net eftir Guðmundur Brynjólfsson leikhúsfræðing en í því þriðja verk Jóns Halls Stefánssonar, Mótleikur, en það verður flutt í Útvarpsleikhúsinu þegar fram líða stundir. Auk þeirra hlutu mæðginin Gunnar Hrafn Jónsson blaðamaður og Jónína Leósdóttir leikskáld, Guðmundur Kr. Oddsson leikskáld og nemi, og leiklistarneminn Snæbjörn Brynjarsson viðurkenningu fyrir verk sín. Menning Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Leikskáldið Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann var hlutskörpust í leikritunarsamkeppni Borgarleikhússins og Spron, „Sakamál á svið“ en verðlaun voru veitt á dögunum. Alls voru sex verk valin úr hópi þrjátíu og einnar hugmyndar að sakamálaleikverkum sem send voru inn í keppnina en höfundar þessara sex verka fengu fjóra mánuði til að fullvinna þau. Nefnd, skipuð Bjarna Jónssyni leikskáldi, Guðjóni Pedersen leikhússtjóra, Jóhannesi Helgasyni menningarfulltrúa Spron, Jórunni Sigurðardóttur útvarpskonu og Steinunnar Knútsdóttur, listræns ráðunauts Borgarleikhússins, valdi síðan þrjú verðlaunaverk. Vinningsverkið fer á fjalir Borgarleikhússins á næsta leikári og útvarpsleikhúsið tekur annað verk til flutnings. Hin fjögur verkin verða leiklesin í Borgarleikhúsinu á sunnudagskvöldum í nóvember og eru allir velkomnir á lestrana. Útvarpsleikhúsið mun í samstarfi við Borgarleikhúsið taka upp lestrana og gefa þá út á svokölluðu „podcast“ en það er frítt niðurhal af vefnum beint á mp3 spilara. Í umsögn dómnefndarinnar kom fram að verk Þórdísar Elvu, „Fýsn“, væri vel skrifað leikverk, viðfangsefni þess „viðkvæmt en textinn spennandi og áleitinn og á ýmsan hátt afar heillandi“. Þar væri enn fremur á ferð „þroskað spennuverk sem býður upp á flókna og spennandi fléttu og fullburða persónur“. Í öðru sæti hafnaði leikritið Net eftir Guðmundur Brynjólfsson leikhúsfræðing en í því þriðja verk Jóns Halls Stefánssonar, Mótleikur, en það verður flutt í Útvarpsleikhúsinu þegar fram líða stundir. Auk þeirra hlutu mæðginin Gunnar Hrafn Jónsson blaðamaður og Jónína Leósdóttir leikskáld, Guðmundur Kr. Oddsson leikskáld og nemi, og leiklistarneminn Snæbjörn Brynjarsson viðurkenningu fyrir verk sín.
Menning Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira