Sakamálin á svið 4. nóvember 2006 11:30 „Sakamál á svið“ Verk Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann var valið til sýninga í Borgarleikhúsinu. MYND/Hörður Leikskáldið Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann var hlutskörpust í leikritunarsamkeppni Borgarleikhússins og Spron, „Sakamál á svið“ en verðlaun voru veitt á dögunum. Alls voru sex verk valin úr hópi þrjátíu og einnar hugmyndar að sakamálaleikverkum sem send voru inn í keppnina en höfundar þessara sex verka fengu fjóra mánuði til að fullvinna þau. Nefnd, skipuð Bjarna Jónssyni leikskáldi, Guðjóni Pedersen leikhússtjóra, Jóhannesi Helgasyni menningarfulltrúa Spron, Jórunni Sigurðardóttur útvarpskonu og Steinunnar Knútsdóttur, listræns ráðunauts Borgarleikhússins, valdi síðan þrjú verðlaunaverk. Vinningsverkið fer á fjalir Borgarleikhússins á næsta leikári og útvarpsleikhúsið tekur annað verk til flutnings. Hin fjögur verkin verða leiklesin í Borgarleikhúsinu á sunnudagskvöldum í nóvember og eru allir velkomnir á lestrana. Útvarpsleikhúsið mun í samstarfi við Borgarleikhúsið taka upp lestrana og gefa þá út á svokölluðu „podcast“ en það er frítt niðurhal af vefnum beint á mp3 spilara. Í umsögn dómnefndarinnar kom fram að verk Þórdísar Elvu, „Fýsn“, væri vel skrifað leikverk, viðfangsefni þess „viðkvæmt en textinn spennandi og áleitinn og á ýmsan hátt afar heillandi“. Þar væri enn fremur á ferð „þroskað spennuverk sem býður upp á flókna og spennandi fléttu og fullburða persónur“. Í öðru sæti hafnaði leikritið Net eftir Guðmundur Brynjólfsson leikhúsfræðing en í því þriðja verk Jóns Halls Stefánssonar, Mótleikur, en það verður flutt í Útvarpsleikhúsinu þegar fram líða stundir. Auk þeirra hlutu mæðginin Gunnar Hrafn Jónsson blaðamaður og Jónína Leósdóttir leikskáld, Guðmundur Kr. Oddsson leikskáld og nemi, og leiklistarneminn Snæbjörn Brynjarsson viðurkenningu fyrir verk sín. Menning Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Fleiri fréttir Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Leikskáldið Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann var hlutskörpust í leikritunarsamkeppni Borgarleikhússins og Spron, „Sakamál á svið“ en verðlaun voru veitt á dögunum. Alls voru sex verk valin úr hópi þrjátíu og einnar hugmyndar að sakamálaleikverkum sem send voru inn í keppnina en höfundar þessara sex verka fengu fjóra mánuði til að fullvinna þau. Nefnd, skipuð Bjarna Jónssyni leikskáldi, Guðjóni Pedersen leikhússtjóra, Jóhannesi Helgasyni menningarfulltrúa Spron, Jórunni Sigurðardóttur útvarpskonu og Steinunnar Knútsdóttur, listræns ráðunauts Borgarleikhússins, valdi síðan þrjú verðlaunaverk. Vinningsverkið fer á fjalir Borgarleikhússins á næsta leikári og útvarpsleikhúsið tekur annað verk til flutnings. Hin fjögur verkin verða leiklesin í Borgarleikhúsinu á sunnudagskvöldum í nóvember og eru allir velkomnir á lestrana. Útvarpsleikhúsið mun í samstarfi við Borgarleikhúsið taka upp lestrana og gefa þá út á svokölluðu „podcast“ en það er frítt niðurhal af vefnum beint á mp3 spilara. Í umsögn dómnefndarinnar kom fram að verk Þórdísar Elvu, „Fýsn“, væri vel skrifað leikverk, viðfangsefni þess „viðkvæmt en textinn spennandi og áleitinn og á ýmsan hátt afar heillandi“. Þar væri enn fremur á ferð „þroskað spennuverk sem býður upp á flókna og spennandi fléttu og fullburða persónur“. Í öðru sæti hafnaði leikritið Net eftir Guðmundur Brynjólfsson leikhúsfræðing en í því þriðja verk Jóns Halls Stefánssonar, Mótleikur, en það verður flutt í Útvarpsleikhúsinu þegar fram líða stundir. Auk þeirra hlutu mæðginin Gunnar Hrafn Jónsson blaðamaður og Jónína Leósdóttir leikskáld, Guðmundur Kr. Oddsson leikskáld og nemi, og leiklistarneminn Snæbjörn Brynjarsson viðurkenningu fyrir verk sín.
Menning Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Fleiri fréttir Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira