Ísland og alþjóðleg samkeppni 26. október 2006 05:00 Stjórnvöld gegna stóru hlutverki í alþjóðlegri samkeppni. Stefna stjórnvalda hefur áhrif á samkeppnisstöðu þjóðarinnar bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt. Markmið stjórnvalda á að vera að skapa umhverfi þar sem fyrirtæki geta uppfært samkeppnisyfirburði í greinum sem fyrir eru en einnig að auðvelda fyrirtækjum inngöngu í nýjar atvinnugreinar með möguleika á mikilli framlegð. Mikilvægt hlutverk hins opinbera er að stuðla að þróun framleiðsluþáttanna með því að efla og styðja við menntun, rannsóknir og nýsköpun. Beinum ríkisafskiptum á að halda í lágmarki. Hlutverk stjórnvalda á sviði upplýsingarmiðlunar er þó mikilvægt.Einstakar atvinnugreinar og fyrirtækiTekjur af sjávarafurðum hafa löngum verið stærsti einstaki tekjupóstur þjóðarinnar. En tekjur af erlendum ferðamönnum og af stóriðju hafa undanfarin ár verið vaxandi hluti þjóðartekna. Tekjur af þjónustu banka og fjármálafyrirtækja eru sér kapítuli út af fyrir sig, slíkur hefur vöxtur og útrás þeirra verið undanfarin misseri.Frelsi í viðskiptum hefur aukist undanfarin ár og leitt til eins mesta velmegunar- og framfaraskeiðs í sögu þjóðarinnar. Nauðsynlegt er að viðhalda og auka viðskiptafrelsi en leggja jafnframt áherslu á stöðugleika, lága verðbólgu og heilbrigða samkeppni.Íslendingar geta ekki ekki lengur treyst á hagnýtingu frumvinnslu náttúrauðlinda til að halda samkeppnishæfni sinni meðal þjóðanna og hagsæld í framtíðinni. Nauðsynlegt er að leggja frekari rækt við þróaðri þætti fremur en að einblína á grunnþætti framleiðslunnar.Í heilbrigðisgeiranum hefur fyrirtækið Össur skapað sér sterka stöðu á sviði endurhæfingar og er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu gervilima. Þannig hafa þróast tækifæri fyrir Ísland til að marka sér sérstöðu gagnvart öðrum þjóðum. Nýsköpun hefur sprottið upp í skjóli sjávarútvegs. Marel hefur með sérhæfingu sinni sinni dafnað og öðlast viðurkenningu á alþjóðlegum mörkuðum, eru þá ótalin fyrirtækin Actavis, Exista o.fl.Bláa lónið er vel kynnt sem heilsulind sem dregur að erlenda ferðamen. Einnig kunna að vera sóknarfæri á endurhæfingarstöðvum á Reykjalundi og í Heilsustofnun H.N.L.F.Í. í Hveragerði. SÁÁ stendur vel að endurhæfingu áfengis- og vímuefnaneytenda enda líta útlendingar þangað öfundaraugum. Á þessum sviðum liggja markaðsleg sóknarfæri. Styrkurinn á sviði endurhæfingar er íslenskur mannauður og framandi umhverfi fjarri ys og þys stórborga. Lykilatriði er sterk ímynd og hreinleiki landsins.NáttúruauðlindirÍsland býr yfir miklum náttúruauðlindum þó ekki séu allir sammála um hvernig nýta eigi auðlindir landsins. Þess vegna er miklisvert að vel takist til við stefnumótun í auðlindanýtingu þjóðarinnar og almenn sátt ríki. Útflutningur matvæla, bæði landbúnaðarvara og sjávarfangs hefur takmörk að magni til en vaxtarmöguleikar felast í hollustu og gæðum afurða ef tekst að skapa hreina og náttúruvæna ímynd landsins á alþjóðavettvangi. Vísindaleg nýting auðlinda er nauðsyn í þeirri viðleitni.Höfundur er umhverfishagfræðingur og gefur kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöld gegna stóru hlutverki í alþjóðlegri samkeppni. Stefna stjórnvalda hefur áhrif á samkeppnisstöðu þjóðarinnar bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt. Markmið stjórnvalda á að vera að skapa umhverfi þar sem fyrirtæki geta uppfært samkeppnisyfirburði í greinum sem fyrir eru en einnig að auðvelda fyrirtækjum inngöngu í nýjar atvinnugreinar með möguleika á mikilli framlegð. Mikilvægt hlutverk hins opinbera er að stuðla að þróun framleiðsluþáttanna með því að efla og styðja við menntun, rannsóknir og nýsköpun. Beinum ríkisafskiptum á að halda í lágmarki. Hlutverk stjórnvalda á sviði upplýsingarmiðlunar er þó mikilvægt.Einstakar atvinnugreinar og fyrirtækiTekjur af sjávarafurðum hafa löngum verið stærsti einstaki tekjupóstur þjóðarinnar. En tekjur af erlendum ferðamönnum og af stóriðju hafa undanfarin ár verið vaxandi hluti þjóðartekna. Tekjur af þjónustu banka og fjármálafyrirtækja eru sér kapítuli út af fyrir sig, slíkur hefur vöxtur og útrás þeirra verið undanfarin misseri.Frelsi í viðskiptum hefur aukist undanfarin ár og leitt til eins mesta velmegunar- og framfaraskeiðs í sögu þjóðarinnar. Nauðsynlegt er að viðhalda og auka viðskiptafrelsi en leggja jafnframt áherslu á stöðugleika, lága verðbólgu og heilbrigða samkeppni.Íslendingar geta ekki ekki lengur treyst á hagnýtingu frumvinnslu náttúrauðlinda til að halda samkeppnishæfni sinni meðal þjóðanna og hagsæld í framtíðinni. Nauðsynlegt er að leggja frekari rækt við þróaðri þætti fremur en að einblína á grunnþætti framleiðslunnar.Í heilbrigðisgeiranum hefur fyrirtækið Össur skapað sér sterka stöðu á sviði endurhæfingar og er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu gervilima. Þannig hafa þróast tækifæri fyrir Ísland til að marka sér sérstöðu gagnvart öðrum þjóðum. Nýsköpun hefur sprottið upp í skjóli sjávarútvegs. Marel hefur með sérhæfingu sinni sinni dafnað og öðlast viðurkenningu á alþjóðlegum mörkuðum, eru þá ótalin fyrirtækin Actavis, Exista o.fl.Bláa lónið er vel kynnt sem heilsulind sem dregur að erlenda ferðamen. Einnig kunna að vera sóknarfæri á endurhæfingarstöðvum á Reykjalundi og í Heilsustofnun H.N.L.F.Í. í Hveragerði. SÁÁ stendur vel að endurhæfingu áfengis- og vímuefnaneytenda enda líta útlendingar þangað öfundaraugum. Á þessum sviðum liggja markaðsleg sóknarfæri. Styrkurinn á sviði endurhæfingar er íslenskur mannauður og framandi umhverfi fjarri ys og þys stórborga. Lykilatriði er sterk ímynd og hreinleiki landsins.NáttúruauðlindirÍsland býr yfir miklum náttúruauðlindum þó ekki séu allir sammála um hvernig nýta eigi auðlindir landsins. Þess vegna er miklisvert að vel takist til við stefnumótun í auðlindanýtingu þjóðarinnar og almenn sátt ríki. Útflutningur matvæla, bæði landbúnaðarvara og sjávarfangs hefur takmörk að magni til en vaxtarmöguleikar felast í hollustu og gæðum afurða ef tekst að skapa hreina og náttúruvæna ímynd landsins á alþjóðavettvangi. Vísindaleg nýting auðlinda er nauðsyn í þeirri viðleitni.Höfundur er umhverfishagfræðingur og gefur kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun