Við þurfum sterkan forsætisráðherra Helgi Hjörvar skrifar 24. október 2006 00:01 Atburðir síðustu vikna afhjúpa hve veik forysta er fyrir ríkisstjórninni. Fyrst er til að taka viðræðurnar við Bandaríkjastjórn um brottför hersins. Þær voru samfelldur ósigur sem enduðu með því að það eina sem herinn skildi eftir var mengunin og við þurfum að kosta þrifin. Stjórn efnahagsmála er þó stærra áhyggjuefni því verðbólgan er á fullri ferð og vextir þeir hæstu í okkar heimshluta. Forsætisráðherra virðist ekkert þrek hafa til að ráðast gegn vandanum og hefur gefist upp við að halda aftur af ríkisútgjöldum þrátt fyrir ástandið. Tilraun til að halda aftur af framkvæmdum rann út í sandinn því Geir gat ekki staðið gegn útgjaldakröfum á kosningaári. Fyrirrennarar Geirs hafa varnað því í tuttugu ár að hvalveiðar verði hafnar. Þrátt fyrir ríkan vilja til þess í landinu að veiða hval hafa þeir staðið á bremsunni vegna orðspors okkar erlendis og annarra hagsmuna. En sú fyrirstaða er nú rokin út í veður og vind. Átakanlegast var þó að sjá forsætisráðherra á laugardag þar sem hann neyddist til að taka sjálfur að sér prófkjörsbaráttuna fyrir Björn Bjarnason. Fylgismenn Geirs, með Guðlaug Þór Þórðarson í broddi fylkingar hafa sótt hart að Birni, en Geir brast úthaldið. Þjóðin horfir uppá ráðalausan forsætisráðherra sem ekki er fær um að taka á hlerunarmálunum og þeim deilum sem af þeim hafa sprottið, en bugtar sig og beygir fyrir Birni Bjarnasyni. Við þurfum ekki á þessu að halda. Við þurfum sterkan forsætisráðherra sem ræðst gegn verðbólgunni og ofurvöxtunum og hefur þrek til að halda aftur af ríkisútgjöldum. Við þurfum forsætisráðherra sem leiðir nýja stefnu í öryggismálum fyrir Ísland, en þiggur ekki bara og hlýðir haukunum í Bandaríkjunum. Við þurfum forsætisráðherra sem getur leitt uppgjörið við kalda stríðið og hefur forystu um friðhelgi einkalífsins. Þess vegna þurfum við nýja ríkisstjórn undir forystu Samfylkingarinnar og formanns hennar. Höfundur er alþingismaður Samfylkingar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Halldór 11.01.2025 Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Atburðir síðustu vikna afhjúpa hve veik forysta er fyrir ríkisstjórninni. Fyrst er til að taka viðræðurnar við Bandaríkjastjórn um brottför hersins. Þær voru samfelldur ósigur sem enduðu með því að það eina sem herinn skildi eftir var mengunin og við þurfum að kosta þrifin. Stjórn efnahagsmála er þó stærra áhyggjuefni því verðbólgan er á fullri ferð og vextir þeir hæstu í okkar heimshluta. Forsætisráðherra virðist ekkert þrek hafa til að ráðast gegn vandanum og hefur gefist upp við að halda aftur af ríkisútgjöldum þrátt fyrir ástandið. Tilraun til að halda aftur af framkvæmdum rann út í sandinn því Geir gat ekki staðið gegn útgjaldakröfum á kosningaári. Fyrirrennarar Geirs hafa varnað því í tuttugu ár að hvalveiðar verði hafnar. Þrátt fyrir ríkan vilja til þess í landinu að veiða hval hafa þeir staðið á bremsunni vegna orðspors okkar erlendis og annarra hagsmuna. En sú fyrirstaða er nú rokin út í veður og vind. Átakanlegast var þó að sjá forsætisráðherra á laugardag þar sem hann neyddist til að taka sjálfur að sér prófkjörsbaráttuna fyrir Björn Bjarnason. Fylgismenn Geirs, með Guðlaug Þór Þórðarson í broddi fylkingar hafa sótt hart að Birni, en Geir brast úthaldið. Þjóðin horfir uppá ráðalausan forsætisráðherra sem ekki er fær um að taka á hlerunarmálunum og þeim deilum sem af þeim hafa sprottið, en bugtar sig og beygir fyrir Birni Bjarnasyni. Við þurfum ekki á þessu að halda. Við þurfum sterkan forsætisráðherra sem ræðst gegn verðbólgunni og ofurvöxtunum og hefur þrek til að halda aftur af ríkisútgjöldum. Við þurfum forsætisráðherra sem leiðir nýja stefnu í öryggismálum fyrir Ísland, en þiggur ekki bara og hlýðir haukunum í Bandaríkjunum. Við þurfum forsætisráðherra sem getur leitt uppgjörið við kalda stríðið og hefur forystu um friðhelgi einkalífsins. Þess vegna þurfum við nýja ríkisstjórn undir forystu Samfylkingarinnar og formanns hennar. Höfundur er alþingismaður Samfylkingar í Reykjavík.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun