Stjarnan var tveimur sekúndum frá því að komast áfram 9. október 2006 09:00 Loksins fann hann fjölina sína. Tite Kalandadze lék sinn besta leik á tímabilinu fyrir Stjörnuna í gær og skoraði fimm mörk með þrumuskotum utan af velli. Því miður dugðu mörk Kalandadze ekki til að komat Stjörnunni áfram. Stjarnan vann króatíska liðið Medvescak Zagreb 28-22 í síðari viðureign liðanna í Evrópukeppni bikarhafa sem fram fór í Ásgarði í gær. Þessi sex marka sigur nægir þó Stjörnunni ekki þar sem Zagreb vann sjö marka sigur í fyrri leiknum. Ótrúleg spenna og dramatík var á lokamínútum leiksins í gær en gestirnir skoruðu síðasta markið og tryggðu sér áfram þegar tvær sekúndur voru eftir af leiknum. "Strákarnir undirbjuggu sig mjög vel og spiluðu þennan leik frábærlega eftir dapra frammistöðu í undanförnum leikjum," sagði Sigurður Bjarnason, þjálfari Stjörnunnar, sem var skiljanlega svekktur í leikslok. Aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í fyrri leiknum sagði hann það hafa verið tæknilega hliðin. "Við vorum einfaldlega ekki með nægar upplýsingar um þá. Það hefði gert mikið ef ég hefði getað farið til Króatíu og séð einn leik með þeim en það var því miður ekki til fjármagn til þess. Svo náðum við ekki að fá nýja myndbandsupptöku af þeim en þeir eru með gjörbreytt lið frá því í fyrra." Það sást strax í fyrri hálfleik að spurningin væri ekki hvort Stjarnan næði sigri heldur hve stór hann yrði. Liðið var með fjögurra marka forskot í hálfleik og í þeim síðari náði það frábærum kafla þar sem það skoraði sex mörk í röð og komst yfir 22-12. En króatíska liðið svaraði að bragði og skoraði næstu fjögur mörk í leiknum. "Við vorum búnir að leggja það upp að þreyta þá og koma síðan með áras í seinni hálfleik. Að mínu mati kom sú árás of snemma. Við hefðum mátt þreyta þá enn meira því þegar þeir lentu tíu mörkum undir var eins og þeir hefðu engu að tapa og fóru að hitta aftur," sagði Sigurður. Patrekur Jóhannesson sagði eftir leikinn að þetta hefði klárlega verið besta frammistaða Stjörnunnar á þessu tímabili en hann var ekki sáttur við ungverska dómaraparið í þessum leik og gat Sigurður tekið undir það. Spennan á lokamínútunni var ótrúleg, David Kekelia kom Stjörnunni sjö mörkum yfir eftir langa sendingu frá Patreki þegar um tíu sekúndur voru eftir. Dyggir stuðningsmenn Stjörnunnar fögnuðu gríðarlega en sá fögnuður stóð þó stutt yfir. Leikmenn Zagreb geystust fram í sókn og náðu að skora sitt 22 mark þegar tvær sekúndur voru eftir og Evrópudraumar Stjörnunnar hurfu því þrátt fyrir hetjulega framgöngu. Íslenski handboltinn Handbolti Íþróttir Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sjá meira
Stjarnan vann króatíska liðið Medvescak Zagreb 28-22 í síðari viðureign liðanna í Evrópukeppni bikarhafa sem fram fór í Ásgarði í gær. Þessi sex marka sigur nægir þó Stjörnunni ekki þar sem Zagreb vann sjö marka sigur í fyrri leiknum. Ótrúleg spenna og dramatík var á lokamínútum leiksins í gær en gestirnir skoruðu síðasta markið og tryggðu sér áfram þegar tvær sekúndur voru eftir af leiknum. "Strákarnir undirbjuggu sig mjög vel og spiluðu þennan leik frábærlega eftir dapra frammistöðu í undanförnum leikjum," sagði Sigurður Bjarnason, þjálfari Stjörnunnar, sem var skiljanlega svekktur í leikslok. Aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í fyrri leiknum sagði hann það hafa verið tæknilega hliðin. "Við vorum einfaldlega ekki með nægar upplýsingar um þá. Það hefði gert mikið ef ég hefði getað farið til Króatíu og séð einn leik með þeim en það var því miður ekki til fjármagn til þess. Svo náðum við ekki að fá nýja myndbandsupptöku af þeim en þeir eru með gjörbreytt lið frá því í fyrra." Það sást strax í fyrri hálfleik að spurningin væri ekki hvort Stjarnan næði sigri heldur hve stór hann yrði. Liðið var með fjögurra marka forskot í hálfleik og í þeim síðari náði það frábærum kafla þar sem það skoraði sex mörk í röð og komst yfir 22-12. En króatíska liðið svaraði að bragði og skoraði næstu fjögur mörk í leiknum. "Við vorum búnir að leggja það upp að þreyta þá og koma síðan með áras í seinni hálfleik. Að mínu mati kom sú árás of snemma. Við hefðum mátt þreyta þá enn meira því þegar þeir lentu tíu mörkum undir var eins og þeir hefðu engu að tapa og fóru að hitta aftur," sagði Sigurður. Patrekur Jóhannesson sagði eftir leikinn að þetta hefði klárlega verið besta frammistaða Stjörnunnar á þessu tímabili en hann var ekki sáttur við ungverska dómaraparið í þessum leik og gat Sigurður tekið undir það. Spennan á lokamínútunni var ótrúleg, David Kekelia kom Stjörnunni sjö mörkum yfir eftir langa sendingu frá Patreki þegar um tíu sekúndur voru eftir. Dyggir stuðningsmenn Stjörnunnar fögnuðu gríðarlega en sá fögnuður stóð þó stutt yfir. Leikmenn Zagreb geystust fram í sókn og náðu að skora sitt 22 mark þegar tvær sekúndur voru eftir og Evrópudraumar Stjörnunnar hurfu því þrátt fyrir hetjulega framgöngu.
Íslenski handboltinn Handbolti Íþróttir Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sjá meira