Fyrsti bikar vetrarins til Keflavíkur 8. október 2006 10:15 Kátir Keflvíkingar. Leikmenn Keflavíkur þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum á Njarðvík og gátu leyft sér að fagna vel og innilega eftir leikinn. Á minni myndinni sést Gunnar Einarsson taka á móti Powerade-bikarnum. MYND/Daníel „Þetta var vel spilaður varnarleikur hjá báðum liðum en menn áttu í basli með að skora. Það eru enn tvær vikur í mót þannig að það vantar ýmislegt upp á hjá báðum liðum en eigum við ekki að segja að við höfum verið heppnir í restina. Það er samt alltaf óneitanlega gaman að vinna titla,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, eftir að liðið vann granna sína í Njarðvík 76-74 í úrslitaleik Powerade-bikarsins sem fram fór í Laugardalshöll. Mikið jafnræði var með liðunum frá upphafi til enda og sigurinn hefði getað dottið hvoru megin sem var. Njarðvík var með tveggja stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann en jafnt var í hálfleik 43-43. Hart var barist í leiknum eins og alltaf þegar þessi tvö lið mætast og staðan var 65-65 fyrir síðasta leikhlutann. Þar hélt spennan áfram allt til enda og lokamínútan bauð upp á dramatík. Njarðvíkingar höfðu eins stigs forskot þegar Jeb Ivey skaut en hitti ekki. Thomas Soltau refsaði fyrir það og kom Keflavík yfir 75-74 þegar fjórtán sekúndur voru eftir. Njarðvík hélt í sókn en á einhvern ótrúlegan hátt endaði boltinn ekki ofan í körfunni og Keflvíkingar bættu við stigi úr vítaskoti. Minna en sekúnda var eftir og Njarðvíkingar gerðu góða tilraun til að stela sigrinum en höfðu heppnina ekki með sér og Keflvíkingar báru því sigur úr býtum. xxx xxx xxx „Vörnin hjá okkur í seinni hálfleik var góð en það var ýmislegt sem við þurfum að bæta. Sóknarleikurinn var lélegur hjá okkur og við áttum ekkert sérstakan dag. En leikurinn var spennandi og skemmtilegur fyrir áhorfendur og gaman að hægt sé að byrja tímabilið af svona krafti,“ sagði Sigurður með bros á vör eftir leikinn. Erlendu leikmennirnir Thomas Soltau og Jermaine Williams voru stigahæstir hjá Keflavík, sá fyrrnefndi skoraði 25 stig en síðarnefndi tveimur stigum minna. Þá tók Williams ellefu fráköst en Arnar F. Jónsson kom á eftir þeim í stigaskorun fyrir Keflavík með ellefu stig. Hjá Njarðvík var Brenton Birmingham stigahæstur með 28 stig en Jeb Ivey skoraði átján. Eins og oft áður hirti Friðrik E. Stefánsson flest fráköst en hann tók fjórtán í gær. „Við getum alfarið kennt okkur sjálfum um hvernig þetta fór. Við spiluðum sóknarleikinn skelfilega í seinni hálfleik, það vantaði allt flæði á boltann. Við brugðumst sjálfum okkur og við vorum ekki að gera það sem við ætluðum okkur. Við skutum nánast bara fyrir utan, boltinn fór ekkert inn í teiginn og það vantaði allt jafnvægi. Við fengum fullt af tækifærum til að klára þetta. Annars var þetta flottur leikur, mikið jafnræði allan tímann og mikil spenna,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir leikinn. Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Sjá meira
„Þetta var vel spilaður varnarleikur hjá báðum liðum en menn áttu í basli með að skora. Það eru enn tvær vikur í mót þannig að það vantar ýmislegt upp á hjá báðum liðum en eigum við ekki að segja að við höfum verið heppnir í restina. Það er samt alltaf óneitanlega gaman að vinna titla,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, eftir að liðið vann granna sína í Njarðvík 76-74 í úrslitaleik Powerade-bikarsins sem fram fór í Laugardalshöll. Mikið jafnræði var með liðunum frá upphafi til enda og sigurinn hefði getað dottið hvoru megin sem var. Njarðvík var með tveggja stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann en jafnt var í hálfleik 43-43. Hart var barist í leiknum eins og alltaf þegar þessi tvö lið mætast og staðan var 65-65 fyrir síðasta leikhlutann. Þar hélt spennan áfram allt til enda og lokamínútan bauð upp á dramatík. Njarðvíkingar höfðu eins stigs forskot þegar Jeb Ivey skaut en hitti ekki. Thomas Soltau refsaði fyrir það og kom Keflavík yfir 75-74 þegar fjórtán sekúndur voru eftir. Njarðvík hélt í sókn en á einhvern ótrúlegan hátt endaði boltinn ekki ofan í körfunni og Keflvíkingar bættu við stigi úr vítaskoti. Minna en sekúnda var eftir og Njarðvíkingar gerðu góða tilraun til að stela sigrinum en höfðu heppnina ekki með sér og Keflvíkingar báru því sigur úr býtum. xxx xxx xxx „Vörnin hjá okkur í seinni hálfleik var góð en það var ýmislegt sem við þurfum að bæta. Sóknarleikurinn var lélegur hjá okkur og við áttum ekkert sérstakan dag. En leikurinn var spennandi og skemmtilegur fyrir áhorfendur og gaman að hægt sé að byrja tímabilið af svona krafti,“ sagði Sigurður með bros á vör eftir leikinn. Erlendu leikmennirnir Thomas Soltau og Jermaine Williams voru stigahæstir hjá Keflavík, sá fyrrnefndi skoraði 25 stig en síðarnefndi tveimur stigum minna. Þá tók Williams ellefu fráköst en Arnar F. Jónsson kom á eftir þeim í stigaskorun fyrir Keflavík með ellefu stig. Hjá Njarðvík var Brenton Birmingham stigahæstur með 28 stig en Jeb Ivey skoraði átján. Eins og oft áður hirti Friðrik E. Stefánsson flest fráköst en hann tók fjórtán í gær. „Við getum alfarið kennt okkur sjálfum um hvernig þetta fór. Við spiluðum sóknarleikinn skelfilega í seinni hálfleik, það vantaði allt flæði á boltann. Við brugðumst sjálfum okkur og við vorum ekki að gera það sem við ætluðum okkur. Við skutum nánast bara fyrir utan, boltinn fór ekkert inn í teiginn og það vantaði allt jafnvægi. Við fengum fullt af tækifærum til að klára þetta. Annars var þetta flottur leikur, mikið jafnræði allan tímann og mikil spenna,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir leikinn.
Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Sjá meira