Krefjandi verkefni hjá Fram í Slóveníu 8. október 2006 11:45 Á flugi. Jóhann Gunnar Einarsson leikmaður ógnar hér marki Gummersbach í Evrópuleik liðanna á dögunum. Þrjú íslensk lið verða í eldlínunni í Evrópukeppni karla í handbolta í dag. Tveir leikir fara fram hér á landi en Íslandsmeistarar Fram leika í Slóveníu gegn Celje í F-riðli Meistaradeildarinnar. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsending 15.10. Fréttablaðið náði tali af Guðmundi Guðmundssyni, þjálfara Fram, þegar hann var á ferðalagi með liðinu í gær. „Þetta er ansi knappur tími og hefði verið betra ef við hefðum getað farið fyrr út. Þetta er náttúrulega mjög langt ferðalag,“ sagði Guðmundur en Fram var komið upp á hótel um klukkan tíu í gærkvöldi. „Við vitum að þetta er geysilega sterkt lið og við þurfum að spila mjög vel til að ná hagstæðum úrslitum. Þeir hafa um tíu landsliðsmenn í sínum röðum, eru mjög vel mannaðir og spila mjög hraðan handbolta.“ Celje vann öruggan sigur í fyrstu umferð keppninnar þegar liðið lagði norska liðið Sandefjord 37-26 og hefur Guðmundur kynnt sér liðið vel. „Þeir spila mjög skipulagðan og góðan handbolta þar sem allir leikmennirnir á vellinum taka virkan þátt í sóknarleiknum. Þeir hafa mjög góða skotmenn þannig að það verður erfitt við þá að eiga. Það er ekki hægt að spila aftarlega gegn þeim,“ sagði Guðmundur sem reiknar með mjög erfiðum leik. „Höllin hjá þeim er yfirleitt full og gríðarleg íþróttahefð í þessum bæ. Mörg lið sem hafa komið þarna í gegnum tíðina hafa oft átt erfitt með að höndla þessa miklu stemningu sem er þarna. Við reynum að undirbúa okkur undir það eins vel og við getum og þetta er náttúrulega bara gríðarleg reynsla sem strákarnir í liðinu öðlast,“ sagði Guðmundur. Klukkan fjögur í dag leikur Stjarnan á heimavelli sínum gegn Madvescak Zagreb en þetta er síðari leikur liðanna í 2. umferð Evrópukeppni bikarhafa. Stjarnan tapaði fyrri leiknum með sjö marka mun á útivelli. Klukkan átta í kvöld mætast síðan Haukar og ítölsku meistararnir í Conversano í 2. umferð EHF-keppninnar. Haukar eru í ágætis málum en þeir töpuðu útileiknum aðeins með eins marks mun og stefna á sigur á Ásvöllum í kvöld. Íslenski handboltinn Handbolti Íþróttir Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Þrjú íslensk lið verða í eldlínunni í Evrópukeppni karla í handbolta í dag. Tveir leikir fara fram hér á landi en Íslandsmeistarar Fram leika í Slóveníu gegn Celje í F-riðli Meistaradeildarinnar. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsending 15.10. Fréttablaðið náði tali af Guðmundi Guðmundssyni, þjálfara Fram, þegar hann var á ferðalagi með liðinu í gær. „Þetta er ansi knappur tími og hefði verið betra ef við hefðum getað farið fyrr út. Þetta er náttúrulega mjög langt ferðalag,“ sagði Guðmundur en Fram var komið upp á hótel um klukkan tíu í gærkvöldi. „Við vitum að þetta er geysilega sterkt lið og við þurfum að spila mjög vel til að ná hagstæðum úrslitum. Þeir hafa um tíu landsliðsmenn í sínum röðum, eru mjög vel mannaðir og spila mjög hraðan handbolta.“ Celje vann öruggan sigur í fyrstu umferð keppninnar þegar liðið lagði norska liðið Sandefjord 37-26 og hefur Guðmundur kynnt sér liðið vel. „Þeir spila mjög skipulagðan og góðan handbolta þar sem allir leikmennirnir á vellinum taka virkan þátt í sóknarleiknum. Þeir hafa mjög góða skotmenn þannig að það verður erfitt við þá að eiga. Það er ekki hægt að spila aftarlega gegn þeim,“ sagði Guðmundur sem reiknar með mjög erfiðum leik. „Höllin hjá þeim er yfirleitt full og gríðarleg íþróttahefð í þessum bæ. Mörg lið sem hafa komið þarna í gegnum tíðina hafa oft átt erfitt með að höndla þessa miklu stemningu sem er þarna. Við reynum að undirbúa okkur undir það eins vel og við getum og þetta er náttúrulega bara gríðarleg reynsla sem strákarnir í liðinu öðlast,“ sagði Guðmundur. Klukkan fjögur í dag leikur Stjarnan á heimavelli sínum gegn Madvescak Zagreb en þetta er síðari leikur liðanna í 2. umferð Evrópukeppni bikarhafa. Stjarnan tapaði fyrri leiknum með sjö marka mun á útivelli. Klukkan átta í kvöld mætast síðan Haukar og ítölsku meistararnir í Conversano í 2. umferð EHF-keppninnar. Haukar eru í ágætis málum en þeir töpuðu útileiknum aðeins með eins marks mun og stefna á sigur á Ásvöllum í kvöld.
Íslenski handboltinn Handbolti Íþróttir Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira