Vistunarmat aldraðra og ráðvilla 3. október 2006 05:00 Fyrsta grein af fjórum eftir Jóhann Óla Guðmundsson um heilbrigðis- og öldrunarmál. Þingmönnum, embættismönnum í heilbr.- og tryggingaráðuneytinu og reyndar öllum áhugamönnum um málefni aldraðra, er vinsamlegast bent á að lesa greinar eftir framkvæmdastjóra Sóltúns, Önnu Birnu Jensdóttur, sem birtust af og til á síðum Morgunblaðsins seinni hluta síðasta árs og auðvelt er að nálgast. Fjallar hún í umræddum greinum um helstu þætti vistunarmála aldraðra og þjónustumat í því sambandi, en svo virðist sem mikillar vanþekkingar gæti um þessi mikilvægu atriði meðal aldraðra og ættingja þeirra. Í þessum greinum er að finna allan nauðsynlegan fróðleik um þau atriði sem máli skipta, þ.á m. upplýsingar um svokallað RAI-mat, sem er eina samræmda matið fyrir þjónustu- og meðferðarmagn íbúa á hjúkrunarheimilum. Síðan eru til opinberar upplýsingar hjá Landlæknisembættinu, um meðal þjónustuþunga (RAI-stuðull) á öllum hjúkrunarheimilum landsins. Vegna opinberrar umræðu um þessi mál er eðlilegt að fram komi, að af þessum samanburði má sjá að þjónustuþungi er langmestur á Sóltúni, enda beinlínis til þess ætlast í þjónustusamningi við ríkið. Í allri umfjöllun um rekstur hjúkrunarheimila er nauðsynlegt að gera greinarmun á þessu mikilvæga atriði af augljósum ástæðum, bæði faglegum og fjárhagslegum. Ég legg ekki mat á það hvert þjónustudaggjald á öðrum hjúkrunarheimilum skuli vera, en fullyrði að það er engin fagleg forsenda fyrir því að öll hjúkrunarheimilin fái sama daggjald án tillits til hjúkrunar- og umönnunarþunga, hvað þá að bera saman daggjöld fyrir hjúkrunarheimili annars vegar og almenn dvalarheimili hins vegar. Efnislega virðist málflutningur sumra stjórnenda hjúkrunarheimila, sem ekki vilja sjá augljósar staðreyndir í þessum efnum, ganga út á það að hafa af ríkissjóði fé, mjög mikið fé, með villandi og órökstuddum málflutningi. Ef hjúkrunarheimili telja sig þurfa aukið rekstrarfé má fara faglegar leiðir til að rökstyðja kröfuna um slíka aukningu, RAI-matið er viðurkennd leið til þess. Þann 26. ágúst sl. birtist mjög athyglisverð grein í Morgunblaðinu eftir Dagbjörtu Þyri Þorvarðardóttur, hjúkrunarfræðing, lektor og fyrrverandi hjúkrunarforstjóra Hrafnistu, sem greinir frá dæmum um greidda þjónustu til aldraðra, af almannafé annars vegar, og hins vegar vanefndir á að umrædd og greidd þjónusta sé veitt af þjónustusala, sjálfseignarstofnunni Hrafnistu í þessu tilviki. Ef marka má orð Dagbjartar um þetta mikilvæga mál, þá fæ ég ekki betur séð, en að brýn þörf sé á að opinber rannsókn sé látin fara fram til að leiða sannleikann með formlegum hætti í ljós. Trúverðugleiki í meðferð almannafjár liggur undir í þessari umræðu. Í sömu grein er borið lof á rekstur Sóltúns sem andstæðu hins fyrra. Tilurð Hjúkrunarheimilisins Sóltúns er engin tilviljum. Þar fer saman metnaðarfullur ásetningur stjórnvalda þess tíma og mikill umönnunarmetnaður starfsmanna Sóltúns. Meðferðar- og umönnunarniðurstöður eru sláandi góðar á heimilinu. Heilbrigðisstarfsmenn bíða á biðlistum eftir að komast í starf hjá Sóltúni, á sama tíma og heilbrigðisstofnanir á Reykjavíkursvæðinu virðast víðast hvar glíma við starfsmannaskort. Hvað veldur? Það skyldi þó ekki m.a. liggja í rekstrarforminu? Allur rekstur Sóltúns og umönnunarþjónusta er þegar kostnaðargreind og útfærð niður í smæstu agnir. Erlendir sérfræðingar koma í hópum til Íslands til að kynna sér rekstur og umönnunaraðferðir heimilisins, enda verið um það fjallað í fjölmörgum blaða- og fræðigreinum erlendis og heimilið hlotið einróma lof. Sóltún er nú þegar orðið fyrirmynd uppbyggingar í vistunarmálum erlendis, á meðan íslensk stjórnvöld halda áfram ráðvilltri gandreið sinni yfir tímann og aðhafast annað tveggja, mikið af engu og lítið af viti. Á meðan deyja margir ótímabærum dauða, því í þeirra tilviki leysir biðtíminn engan vanda heldur þvert á móti. Síðustu ráðstafanir í málefnum aldraðra virðast ekki taka mið af mismunandi vistunar- og umönnunarþörf, heldur eru úthlutanir framkvæmdar án samhengis við fyrirliggjandi forsendur og enginn skilgreindur greinarmunur gerður á umönnunarþunga og því sem honum fylgir. Ráðþrot heilbrigðisráðuneytisins er meira en bara slæmt, það er orðið hættulegt heilsu fjölda fólks og er ekki að sjá að núverandi heilbrigðisráðherra muni hafa nokkra leiðandi sýn inn í framtíðina fyrir hina veikustu úr hópi aldraðra. Það þarf ekki að teygja lopann lengur, íslensk stjórnvöld hafa vel heppnaða fyrirmynd fyrir augunum þar sem Sóltún er, enda voru þau beinn aðili að þessu mikla framfaraskrefi í vistunarmálum aldraðra eins og gefur að skilja. Það þarf ekki að kasta umræðunni út og suður til þess eins að tefja framvindu í málaflokki sem þegar er búið að gera metnaðarfulla áætlun fyrir. Á 12 til 24 mánuðum má klára framkvæmdir sem breyta þjóðarskömm í þjóðfélagslegan sóma. Hjúkrunarheimilið Sóltún er fyrirmyndarverkefni um það hvernig samstarf virkrar pólitískrar stefnumótunar og einkarekstrar getur farið fram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fyrsta grein af fjórum eftir Jóhann Óla Guðmundsson um heilbrigðis- og öldrunarmál. Þingmönnum, embættismönnum í heilbr.- og tryggingaráðuneytinu og reyndar öllum áhugamönnum um málefni aldraðra, er vinsamlegast bent á að lesa greinar eftir framkvæmdastjóra Sóltúns, Önnu Birnu Jensdóttur, sem birtust af og til á síðum Morgunblaðsins seinni hluta síðasta árs og auðvelt er að nálgast. Fjallar hún í umræddum greinum um helstu þætti vistunarmála aldraðra og þjónustumat í því sambandi, en svo virðist sem mikillar vanþekkingar gæti um þessi mikilvægu atriði meðal aldraðra og ættingja þeirra. Í þessum greinum er að finna allan nauðsynlegan fróðleik um þau atriði sem máli skipta, þ.á m. upplýsingar um svokallað RAI-mat, sem er eina samræmda matið fyrir þjónustu- og meðferðarmagn íbúa á hjúkrunarheimilum. Síðan eru til opinberar upplýsingar hjá Landlæknisembættinu, um meðal þjónustuþunga (RAI-stuðull) á öllum hjúkrunarheimilum landsins. Vegna opinberrar umræðu um þessi mál er eðlilegt að fram komi, að af þessum samanburði má sjá að þjónustuþungi er langmestur á Sóltúni, enda beinlínis til þess ætlast í þjónustusamningi við ríkið. Í allri umfjöllun um rekstur hjúkrunarheimila er nauðsynlegt að gera greinarmun á þessu mikilvæga atriði af augljósum ástæðum, bæði faglegum og fjárhagslegum. Ég legg ekki mat á það hvert þjónustudaggjald á öðrum hjúkrunarheimilum skuli vera, en fullyrði að það er engin fagleg forsenda fyrir því að öll hjúkrunarheimilin fái sama daggjald án tillits til hjúkrunar- og umönnunarþunga, hvað þá að bera saman daggjöld fyrir hjúkrunarheimili annars vegar og almenn dvalarheimili hins vegar. Efnislega virðist málflutningur sumra stjórnenda hjúkrunarheimila, sem ekki vilja sjá augljósar staðreyndir í þessum efnum, ganga út á það að hafa af ríkissjóði fé, mjög mikið fé, með villandi og órökstuddum málflutningi. Ef hjúkrunarheimili telja sig þurfa aukið rekstrarfé má fara faglegar leiðir til að rökstyðja kröfuna um slíka aukningu, RAI-matið er viðurkennd leið til þess. Þann 26. ágúst sl. birtist mjög athyglisverð grein í Morgunblaðinu eftir Dagbjörtu Þyri Þorvarðardóttur, hjúkrunarfræðing, lektor og fyrrverandi hjúkrunarforstjóra Hrafnistu, sem greinir frá dæmum um greidda þjónustu til aldraðra, af almannafé annars vegar, og hins vegar vanefndir á að umrædd og greidd þjónusta sé veitt af þjónustusala, sjálfseignarstofnunni Hrafnistu í þessu tilviki. Ef marka má orð Dagbjartar um þetta mikilvæga mál, þá fæ ég ekki betur séð, en að brýn þörf sé á að opinber rannsókn sé látin fara fram til að leiða sannleikann með formlegum hætti í ljós. Trúverðugleiki í meðferð almannafjár liggur undir í þessari umræðu. Í sömu grein er borið lof á rekstur Sóltúns sem andstæðu hins fyrra. Tilurð Hjúkrunarheimilisins Sóltúns er engin tilviljum. Þar fer saman metnaðarfullur ásetningur stjórnvalda þess tíma og mikill umönnunarmetnaður starfsmanna Sóltúns. Meðferðar- og umönnunarniðurstöður eru sláandi góðar á heimilinu. Heilbrigðisstarfsmenn bíða á biðlistum eftir að komast í starf hjá Sóltúni, á sama tíma og heilbrigðisstofnanir á Reykjavíkursvæðinu virðast víðast hvar glíma við starfsmannaskort. Hvað veldur? Það skyldi þó ekki m.a. liggja í rekstrarforminu? Allur rekstur Sóltúns og umönnunarþjónusta er þegar kostnaðargreind og útfærð niður í smæstu agnir. Erlendir sérfræðingar koma í hópum til Íslands til að kynna sér rekstur og umönnunaraðferðir heimilisins, enda verið um það fjallað í fjölmörgum blaða- og fræðigreinum erlendis og heimilið hlotið einróma lof. Sóltún er nú þegar orðið fyrirmynd uppbyggingar í vistunarmálum erlendis, á meðan íslensk stjórnvöld halda áfram ráðvilltri gandreið sinni yfir tímann og aðhafast annað tveggja, mikið af engu og lítið af viti. Á meðan deyja margir ótímabærum dauða, því í þeirra tilviki leysir biðtíminn engan vanda heldur þvert á móti. Síðustu ráðstafanir í málefnum aldraðra virðast ekki taka mið af mismunandi vistunar- og umönnunarþörf, heldur eru úthlutanir framkvæmdar án samhengis við fyrirliggjandi forsendur og enginn skilgreindur greinarmunur gerður á umönnunarþunga og því sem honum fylgir. Ráðþrot heilbrigðisráðuneytisins er meira en bara slæmt, það er orðið hættulegt heilsu fjölda fólks og er ekki að sjá að núverandi heilbrigðisráðherra muni hafa nokkra leiðandi sýn inn í framtíðina fyrir hina veikustu úr hópi aldraðra. Það þarf ekki að teygja lopann lengur, íslensk stjórnvöld hafa vel heppnaða fyrirmynd fyrir augunum þar sem Sóltún er, enda voru þau beinn aðili að þessu mikla framfaraskrefi í vistunarmálum aldraðra eins og gefur að skilja. Það þarf ekki að kasta umræðunni út og suður til þess eins að tefja framvindu í málaflokki sem þegar er búið að gera metnaðarfulla áætlun fyrir. Á 12 til 24 mánuðum má klára framkvæmdir sem breyta þjóðarskömm í þjóðfélagslegan sóma. Hjúkrunarheimilið Sóltún er fyrirmyndarverkefni um það hvernig samstarf virkrar pólitískrar stefnumótunar og einkarekstrar getur farið fram.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun