Hilmar Örn áfram í Skálholti! 24. september 2006 05:00 Skálholtsdeilan Ég og fjölskylda mín fluttum í Biskupstungur vorið 1983. Þá státuðu Tungnamenn af því að vera miklir söngmenn. Þrátt fyrir það var tónlistarlíf í sveitinni mjög bágborið, kórastarf lítið sem ekkert og söngmenntun barna engin. Grunnskólinn hafði engan tónlistarkennara og nemendur nutu ekki tónlistarmenntunar. Hilmar Örn Agnarsson var ráðinn í starf organista Skálholtskirkju, Torfastaðakirkju, Bræðratungukirkju og Haukadalskirkju fyrir 15 árum. Ráðning hans olli straumhvörfum. Tónlistarnám barnanna okkar hófst og varð öflugt. Safnaðarmeðlimir nutu þess að hlusta á börnin í helgiathöfnum í Skálholti. Barnakór Biskupstungna var stofnaður og þjónaði kirkjunum, skólanum og samfélaginu öllu auk þess sem kórinn hélt tónleika víða. Barnakórinn hefur alla tíð verið uppeldisstöð barna í tónlist og kristilegu hugarfari og Hilmar Örn á mestan heiðurinn af því starfi. Stofnun barnakórsins varð til þess að Skálholt naut fljótlega heimsókna annarra barnakóra. Ég minnist m.a. Barnakórs Kársnesskóla auk margra annarra kóra. Þórunn stjórnandi hans kom oft með börnin sín í Skálholt. Reynsla hennar af kóra- og sönguppeldi barna var, og er enn, einstök og kom að góðum notum. Okkar börn nutu þess að kynnast nýjum félögum, æfa með þeim söng og halda sameiginlega tónleika. Hilmar Örn stuðlaði að því að börnin tóku þátt í tónleikum vítt og breitt um landið, og börnin í Biskupstungum fengu mikið tónlistarlegt og kirkjulegt uppeldi hjá honum, auk þess sem félagsþroski þeirra efldist mjög. Starf hans með börnunum er ómetanlegt og verður aldrei að fullu þakkað. Það fyrnist fljótt yfir fortíðina en það eru aðeins fimmtán ár síðan að engin tónlistariðkun var hér í Biskupstungunum, hvorki í skóla né í kirkjunum. Fagur tónlistarflutningur barnanna eykur svo sannarlega kirkjusókn. Við höfum reynslu af því. Þegar ég kom í Biskupstungurnar, var Skálholt í mjög litlum tengslum við samfélagið. Skálholtsstaður var einangraður frá þeim sem bjuggu í sveitinni og menn sáu ekki leiðir til að breyta því. Staða Skálholts út á við var að mínu mati veik, staðurinn virtist hálf munaðarlaus. Ráðning organistans og mannsins Hilmars Arnar olli straumhvörfum. Tengsl íbúa við Skálholt efldust mjög vegna hins mikla kórastarfs sem fór af stað í Skálholti. Samband Skálholts við okkur íbúana í uppsveitunum varð einlægara og nánara, og nú bera allir hag Skálholts fyrir brjósti, þökk sé m.a. ráðningu Hilmars Arnar fyrir fimmtán árum. Síðan hafa ýmsar aðrar góðar breytingar verið gerðar í Skálholti. Núverandi vígslubiskup kom í Skálholt fyrir einum átta árum og Skálholtsskóli hefur styrkst mjög. Menn hafa haft áhuga á að gera Skálholti enn hærra undir höfði og styrkja staðinn enn frekar. Því ber að fagna. En þarf að segja Hilmari Erni upp þótt breyta eigi skipulagi? Við sem þekkjum Hilmar höldum að hann geti mjög vel tekið þátt í eflingu staðarins og því er óskiljanlegt að það þurfi að byrja á að segja honum upp. Hilmar Örn er einstakur maður og við sem þekkjum til starfa hans og nærveru óskum eftir að fá að njóta hans áfram. Við óskum líka eftir að fá að njóta Skálholts áfram. Ég vona að kristileg sjónarmið og velvild í garð Hilmars, samstarfsfólks hans, samfélagsins og Skálholts verði til þess að uppsögnin verði dregin til baka. Samhygð og sátt þarf að ríkja um Skálholtsstað. Látum boðskap Guðs um kærleika, sátt og samlyndi vera leiðarljós okkar allra.Höfundur býr að Torfastöðum í Biskupstungum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Sjá meira
Skálholtsdeilan Ég og fjölskylda mín fluttum í Biskupstungur vorið 1983. Þá státuðu Tungnamenn af því að vera miklir söngmenn. Þrátt fyrir það var tónlistarlíf í sveitinni mjög bágborið, kórastarf lítið sem ekkert og söngmenntun barna engin. Grunnskólinn hafði engan tónlistarkennara og nemendur nutu ekki tónlistarmenntunar. Hilmar Örn Agnarsson var ráðinn í starf organista Skálholtskirkju, Torfastaðakirkju, Bræðratungukirkju og Haukadalskirkju fyrir 15 árum. Ráðning hans olli straumhvörfum. Tónlistarnám barnanna okkar hófst og varð öflugt. Safnaðarmeðlimir nutu þess að hlusta á börnin í helgiathöfnum í Skálholti. Barnakór Biskupstungna var stofnaður og þjónaði kirkjunum, skólanum og samfélaginu öllu auk þess sem kórinn hélt tónleika víða. Barnakórinn hefur alla tíð verið uppeldisstöð barna í tónlist og kristilegu hugarfari og Hilmar Örn á mestan heiðurinn af því starfi. Stofnun barnakórsins varð til þess að Skálholt naut fljótlega heimsókna annarra barnakóra. Ég minnist m.a. Barnakórs Kársnesskóla auk margra annarra kóra. Þórunn stjórnandi hans kom oft með börnin sín í Skálholt. Reynsla hennar af kóra- og sönguppeldi barna var, og er enn, einstök og kom að góðum notum. Okkar börn nutu þess að kynnast nýjum félögum, æfa með þeim söng og halda sameiginlega tónleika. Hilmar Örn stuðlaði að því að börnin tóku þátt í tónleikum vítt og breitt um landið, og börnin í Biskupstungum fengu mikið tónlistarlegt og kirkjulegt uppeldi hjá honum, auk þess sem félagsþroski þeirra efldist mjög. Starf hans með börnunum er ómetanlegt og verður aldrei að fullu þakkað. Það fyrnist fljótt yfir fortíðina en það eru aðeins fimmtán ár síðan að engin tónlistariðkun var hér í Biskupstungunum, hvorki í skóla né í kirkjunum. Fagur tónlistarflutningur barnanna eykur svo sannarlega kirkjusókn. Við höfum reynslu af því. Þegar ég kom í Biskupstungurnar, var Skálholt í mjög litlum tengslum við samfélagið. Skálholtsstaður var einangraður frá þeim sem bjuggu í sveitinni og menn sáu ekki leiðir til að breyta því. Staða Skálholts út á við var að mínu mati veik, staðurinn virtist hálf munaðarlaus. Ráðning organistans og mannsins Hilmars Arnar olli straumhvörfum. Tengsl íbúa við Skálholt efldust mjög vegna hins mikla kórastarfs sem fór af stað í Skálholti. Samband Skálholts við okkur íbúana í uppsveitunum varð einlægara og nánara, og nú bera allir hag Skálholts fyrir brjósti, þökk sé m.a. ráðningu Hilmars Arnar fyrir fimmtán árum. Síðan hafa ýmsar aðrar góðar breytingar verið gerðar í Skálholti. Núverandi vígslubiskup kom í Skálholt fyrir einum átta árum og Skálholtsskóli hefur styrkst mjög. Menn hafa haft áhuga á að gera Skálholti enn hærra undir höfði og styrkja staðinn enn frekar. Því ber að fagna. En þarf að segja Hilmari Erni upp þótt breyta eigi skipulagi? Við sem þekkjum Hilmar höldum að hann geti mjög vel tekið þátt í eflingu staðarins og því er óskiljanlegt að það þurfi að byrja á að segja honum upp. Hilmar Örn er einstakur maður og við sem þekkjum til starfa hans og nærveru óskum eftir að fá að njóta hans áfram. Við óskum líka eftir að fá að njóta Skálholts áfram. Ég vona að kristileg sjónarmið og velvild í garð Hilmars, samstarfsfólks hans, samfélagsins og Skálholts verði til þess að uppsögnin verði dregin til baka. Samhygð og sátt þarf að ríkja um Skálholtsstað. Látum boðskap Guðs um kærleika, sátt og samlyndi vera leiðarljós okkar allra.Höfundur býr að Torfastöðum í Biskupstungum.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun