370 fötluð börn líða fyrir deilu ríkis og sveitarfélaga 20. september 2006 07:15 Kristín Steinarsdóttir og Sigurbjörn Magnússon Segja ólíðandi að fötluð börn séu látin líða fyrir seinagang ríkis og sveitarfélaga. Þegar um fötluð börn er að ræðavirðist það talið eðlilegt að málin fái að velkjast í kerfinu svo mánuðum og árum skiptir án þess að nokkuð sé að gert, segja Sigurbjörn Magnússon og Kristín Steinarsdóttir, foreldrar fatlaðrar stúlku. Þau vísa með því í umræðu um viðveru fatlaðra grunnskólabarna á aldrinum tíu til sextán ára. Þegar grunnskólum lýkur eftir hádegi fá fötluð börn á þessum aldri hvergi inni vegna deilna milli ríkis og sveitarfélaga um hvort þeirra eigi að greiða fyrir þjónustuna sem börnin þarfnast. Þetta veldur því að foreldrar, annað eða bæði, neyðast til að vinna skemur með tilheyrandi launaskerðingu. Kristín bendir einnig á að þessi staða einangri börnin. Í byrjun mars á síðasta ári skipaði Árni Magnússon, þáverandi félagsmálaráðherra, starfshóp til að fjalla um lengda viðveru fatlaðra grunnskólabarna. Hópurinn skilaði áfangaskýrslu um miðjan síðasta mánuð. Í henni harmar starfshópurinn að heildstætt bráðabirgðasamkomulag hafi ekki náðst og leggur til að bráðabirgðasamkomulag verði gert milli ríkis og sveitarfélaga til tveggja ára, á meðan lög um málefni fatlaðra séu í endurskoðun. Samkomulag virðist þó ekki í sjónmáli og segir Óskar Páll Óskarsson, lögfræðingur í félagsmálaráðuneytinu, ástæðuna vera þá að ríki og sveitarfélög hafi ekki náð að semja um upphæð sem þyrfti fyrir þessa þjónustu. Þrátt fyrir að ríkið telji sér ekki lagalega skylt að greiða fyrir þjónustuna hafi það komið með tilboð um kostnaðarskiptingu á móti sveitarfélögum, vegna brýnnar þarfar á þjónustunni. Þetta hafi sveitarfélögin þó ekki samþykkt. Sigurður Óli Kolbeinsson, hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir að sveitarfélögum beri ekki skylda til að sjá um þessa þjónustu. Hann segir ástæðuna fyrir því að sveitarfélögin hafi ekki samið við ríkið vera þá að upphæðin sem ríkið hafi reiknað með að þurfi sé um 109 milljónir. Vitað sé að sú upphæð sé allt of lág. Sveitarfélögin hafi því ekki verið tilbúin að semja um að ríkið greiddi helming upphæðar sem vitað væri að ekki dygði til. Bráðabirgðaniðurstaða, hvað þá lausn, virðist hvergi í sjónmáli í þessu máli, segir Sigurbjörn Magnússon og bætir við að hann telji ekkert lengur því til fyrirstöðu að leysa málið. Börn eigi ekki að líða fyrir seinagang ríkis og sveitarfélaga, allra síst fötluð börn. Innlent Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Sjá meira
Þegar um fötluð börn er að ræðavirðist það talið eðlilegt að málin fái að velkjast í kerfinu svo mánuðum og árum skiptir án þess að nokkuð sé að gert, segja Sigurbjörn Magnússon og Kristín Steinarsdóttir, foreldrar fatlaðrar stúlku. Þau vísa með því í umræðu um viðveru fatlaðra grunnskólabarna á aldrinum tíu til sextán ára. Þegar grunnskólum lýkur eftir hádegi fá fötluð börn á þessum aldri hvergi inni vegna deilna milli ríkis og sveitarfélaga um hvort þeirra eigi að greiða fyrir þjónustuna sem börnin þarfnast. Þetta veldur því að foreldrar, annað eða bæði, neyðast til að vinna skemur með tilheyrandi launaskerðingu. Kristín bendir einnig á að þessi staða einangri börnin. Í byrjun mars á síðasta ári skipaði Árni Magnússon, þáverandi félagsmálaráðherra, starfshóp til að fjalla um lengda viðveru fatlaðra grunnskólabarna. Hópurinn skilaði áfangaskýrslu um miðjan síðasta mánuð. Í henni harmar starfshópurinn að heildstætt bráðabirgðasamkomulag hafi ekki náðst og leggur til að bráðabirgðasamkomulag verði gert milli ríkis og sveitarfélaga til tveggja ára, á meðan lög um málefni fatlaðra séu í endurskoðun. Samkomulag virðist þó ekki í sjónmáli og segir Óskar Páll Óskarsson, lögfræðingur í félagsmálaráðuneytinu, ástæðuna vera þá að ríki og sveitarfélög hafi ekki náð að semja um upphæð sem þyrfti fyrir þessa þjónustu. Þrátt fyrir að ríkið telji sér ekki lagalega skylt að greiða fyrir þjónustuna hafi það komið með tilboð um kostnaðarskiptingu á móti sveitarfélögum, vegna brýnnar þarfar á þjónustunni. Þetta hafi sveitarfélögin þó ekki samþykkt. Sigurður Óli Kolbeinsson, hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir að sveitarfélögum beri ekki skylda til að sjá um þessa þjónustu. Hann segir ástæðuna fyrir því að sveitarfélögin hafi ekki samið við ríkið vera þá að upphæðin sem ríkið hafi reiknað með að þurfi sé um 109 milljónir. Vitað sé að sú upphæð sé allt of lág. Sveitarfélögin hafi því ekki verið tilbúin að semja um að ríkið greiddi helming upphæðar sem vitað væri að ekki dygði til. Bráðabirgðaniðurstaða, hvað þá lausn, virðist hvergi í sjónmáli í þessu máli, segir Sigurbjörn Magnússon og bætir við að hann telji ekkert lengur því til fyrirstöðu að leysa málið. Börn eigi ekki að líða fyrir seinagang ríkis og sveitarfélaga, allra síst fötluð börn.
Innlent Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Sjá meira