Vöruverð lækkar ef verndartollar hverfa 7. september 2006 07:45 Hátt matarverð getur lækkað Afnám innflutningstolla og stuðnings við landbúnaðinn myndi stuðla að lægra matarverði hér á landi. Þetta er mat Ágústs Einarssonar prófessors og Thomas Svaton, framkvæmdastjóra í Svíþjóð. MYND/Heiða Matarverð lækkar á Íslandi ef Íslendingar gera eins og Svíar, afnema tolla og vörugjöld og lækka virðisaukaskatt. Þetta er mat Thomas Svaton, framkvæmdastjóra samtaka um verslun og þjónustu í Svíþjóð, sem segir frá þróun matarverðs í Svíþjóð frá árinu 1990 á fundi hjá Samtökum verslunar og þjónustu nú í morgunsárið. Innganga í Evrópusambandið myndi líka stuðla að lægra matvöruverði, að mati Svaton, sem bendir á að íslenskir bændur fengju stuðning frá ESB með sama hætti og sænskir bændur hafa fengið. Hann telur líklegt að innkoma erlendrar lágvöruverðsverslunar, á borð við Lidl, hefði örvandi áhrif á samkeppnina. Matvöruverð hefur lækkað verulega í Svíþjóð frá árinu 1990 þegar sænska ríkið ákvað að hætta stuðningi og niðurgreiðslu á landbúnaðarvörum. Árið 1995 gengu Svíar inngöngu í ESB og lækkuðu um leið virðisaukaskatt á mat úr tuttugu og fimm prósentum í tólf prósent. Sænskur matvælaiðnaður hafði þá gengið í gegnum mikla hagræðingu og tekist að lækka kostnað sinn. Matarverð lækkaði verulega. Matarverð hélst stöðugt á árunum 1995-2003 og fór heldur hækkandi ef eitthvað var. Árið 2003 sótti þýska lágvöruverðskeðjan Lidl um sína fyrstu lóð í Svíþjóð. Matarverð fór lækkandi áður en Lidl opnaði fyrstu verslunina. Lidl hefur í dag tveggja til þriggja prósenta markaðshlutdeild í Svíþjóð og matvöruverðið fer stöðugt niður á við. „Tilhugsunin ein um að Lidl komi til Íslands hefur áhrif á matvælaverðið,“ segir Svaton. „Ef Lidl sækir um lóð í Reykjavík kemur það verðlækkun af stað. Það sáum við í Svíþjóð,“ segir hann og telur Lidl til alls trúandi. Keðjan opni sex hundruð verslanir á ári í Evrópu og ekkert ólíklegt sé að þeir sjái tækifæri á Íslandi. Ágúst Einarsson, prófessor við Háskóla Íslands, telur hátt matvælaverð „heimatilbúinn“ vanda, lausnirnar séu til, aðeins vanti viljann til að framkvæma. Ágúst telur matarverð lækka með lægri tollum, vörugjöldum og virðisaukaskatti á matvælum. Einnig geti umbætur í landbúnaði skilað lægra verði. „Mikilvægasta þróunaraðstoðin sem við getum veitt er að létta tollum í alþjóðaviðskiptum,“ segir hann. Innlent Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Matarverð lækkar á Íslandi ef Íslendingar gera eins og Svíar, afnema tolla og vörugjöld og lækka virðisaukaskatt. Þetta er mat Thomas Svaton, framkvæmdastjóra samtaka um verslun og þjónustu í Svíþjóð, sem segir frá þróun matarverðs í Svíþjóð frá árinu 1990 á fundi hjá Samtökum verslunar og þjónustu nú í morgunsárið. Innganga í Evrópusambandið myndi líka stuðla að lægra matvöruverði, að mati Svaton, sem bendir á að íslenskir bændur fengju stuðning frá ESB með sama hætti og sænskir bændur hafa fengið. Hann telur líklegt að innkoma erlendrar lágvöruverðsverslunar, á borð við Lidl, hefði örvandi áhrif á samkeppnina. Matvöruverð hefur lækkað verulega í Svíþjóð frá árinu 1990 þegar sænska ríkið ákvað að hætta stuðningi og niðurgreiðslu á landbúnaðarvörum. Árið 1995 gengu Svíar inngöngu í ESB og lækkuðu um leið virðisaukaskatt á mat úr tuttugu og fimm prósentum í tólf prósent. Sænskur matvælaiðnaður hafði þá gengið í gegnum mikla hagræðingu og tekist að lækka kostnað sinn. Matarverð lækkaði verulega. Matarverð hélst stöðugt á árunum 1995-2003 og fór heldur hækkandi ef eitthvað var. Árið 2003 sótti þýska lágvöruverðskeðjan Lidl um sína fyrstu lóð í Svíþjóð. Matarverð fór lækkandi áður en Lidl opnaði fyrstu verslunina. Lidl hefur í dag tveggja til þriggja prósenta markaðshlutdeild í Svíþjóð og matvöruverðið fer stöðugt niður á við. „Tilhugsunin ein um að Lidl komi til Íslands hefur áhrif á matvælaverðið,“ segir Svaton. „Ef Lidl sækir um lóð í Reykjavík kemur það verðlækkun af stað. Það sáum við í Svíþjóð,“ segir hann og telur Lidl til alls trúandi. Keðjan opni sex hundruð verslanir á ári í Evrópu og ekkert ólíklegt sé að þeir sjái tækifæri á Íslandi. Ágúst Einarsson, prófessor við Háskóla Íslands, telur hátt matvælaverð „heimatilbúinn“ vanda, lausnirnar séu til, aðeins vanti viljann til að framkvæma. Ágúst telur matarverð lækka með lægri tollum, vörugjöldum og virðisaukaskatti á matvælum. Einnig geti umbætur í landbúnaði skilað lægra verði. „Mikilvægasta þróunaraðstoðin sem við getum veitt er að létta tollum í alþjóðaviðskiptum,“ segir hann.
Innlent Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira