Komu í veg fyrir fjöldamorð á flugfarþegum frá London 11. ágúst 2006 07:45 Bresk yfirvöld segjast hafa komið í veg fyrir eitt umfangsmesta hryðjuverk sem reynt hefur verið að fremja í Evrópu á seinni tímum. Til stóð að smygla sprengiefni í vökvaformi um borð í farþegaflugvélar frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Flugvélum frá bandarísku flugfélögunum United, American og Continental átti að granda samtímis, meðan þær væru á flugi. Heathrow-flugvöllur lamaðist um stund eftir að komið var á hámarks öryggisgæslu á vellinum og allsherjarbann á handfarangur var sett á. Fjöldi fólks beið í röðum við innritunarborð og öryggiseftirlit, meðan gæslumenn grandskoðuðu föggur farþega í leit að hvers kyns vökva og raftækjum sem nýta mætti sem einfaldar hvellhettur. Ekkert efni í fljótandi formi var leyft um borð, fyrir utan ungbarnamjólk. Heathrow er einn umferðarþyngsti alþjóðaflugvöllur heims og aðgerðirnar höfðu áhrif á flugsamgöngur um víða veröld. Flestum ferðum til Evrópu var aflýst og British Airways aflýsti einnig innanlandsflugi og öllu flugi til Líbíu, en líbískir leyniþjónustumenn stóðu fyrir Lockerbie-ódæðinu árið 1988, með sprengju í handfarangri. Breska lögreglan handtók í gær 24 menn í Lundúnum og Birmingham. Mennirnir eru taldir heimamenn, en ekki var gefið upp hvort þeir væru allir breskir ríkisborgarar. Haft var eftir lögreglu að samráð hefði verið haft við fulltrúa fólks sem á rætur að rekja til Suður-Asíu. Rannsókn bresku lögreglunnar á hryðjuverkasamsærinu mun hafa staðið yfir svo mánuðum skiptir og hafði í för með sér "svo mikið eftirlit að það er einsdæmi," að sögn yfimanns hryðjuverkalögreglunnar, Peter Clarke. Einnig var haft eftir honum að samsærið hefði teygt anga sína til margra landa. Viðbúnaður bresku leyniþjónustunnar, MI5, vegna hryðjuverkaógnar var í hámarki í gær og John Reid, innanríkisráðherra Bretlands, tjáði fréttamönnum að svo mundi vera um einhvern tíma "til vonar og vara". Ráðherrann bætti við að þrátt fyrir að lögreglan í Bretlandi væri sannfærð um að tekist hefði að koma í veg fyrir ódæðið yrði rannsókn haldið áfram og hún væri afar flókin. Bandarísk yfirvöld óttuðust í gær að hryðjuverkamenn tengdir samsærinu gengju enn lausir og brugðust við með því að auka öryggisgæslu á flugvöllum og banna allan vökva um borð í flugvélum, til að mynda drykkjarföng, hárgel og linsuvökva. Allt fljótandi efni hefur reyndar verið illa séð í bandarískum vélum sem fljúga til Austur-Asíu allt frá árinu 1995, þegar upp komst um áætlun um að nota fljótandi sprengiefni til að tortíma vél yfir Kyrrahafi. Nær öll raftæki eru nú bönnuð um borð, því þau væri hægt að nota sem hvellhettur. Þeirra á meðal eru ferðatölvur, farsímar, iPod-tæki, fjarstýringar og allir fjarstýrðir hlutir, sem og allt sem knúið er af rafhlöðu. Erlent Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Bresk yfirvöld segjast hafa komið í veg fyrir eitt umfangsmesta hryðjuverk sem reynt hefur verið að fremja í Evrópu á seinni tímum. Til stóð að smygla sprengiefni í vökvaformi um borð í farþegaflugvélar frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Flugvélum frá bandarísku flugfélögunum United, American og Continental átti að granda samtímis, meðan þær væru á flugi. Heathrow-flugvöllur lamaðist um stund eftir að komið var á hámarks öryggisgæslu á vellinum og allsherjarbann á handfarangur var sett á. Fjöldi fólks beið í röðum við innritunarborð og öryggiseftirlit, meðan gæslumenn grandskoðuðu föggur farþega í leit að hvers kyns vökva og raftækjum sem nýta mætti sem einfaldar hvellhettur. Ekkert efni í fljótandi formi var leyft um borð, fyrir utan ungbarnamjólk. Heathrow er einn umferðarþyngsti alþjóðaflugvöllur heims og aðgerðirnar höfðu áhrif á flugsamgöngur um víða veröld. Flestum ferðum til Evrópu var aflýst og British Airways aflýsti einnig innanlandsflugi og öllu flugi til Líbíu, en líbískir leyniþjónustumenn stóðu fyrir Lockerbie-ódæðinu árið 1988, með sprengju í handfarangri. Breska lögreglan handtók í gær 24 menn í Lundúnum og Birmingham. Mennirnir eru taldir heimamenn, en ekki var gefið upp hvort þeir væru allir breskir ríkisborgarar. Haft var eftir lögreglu að samráð hefði verið haft við fulltrúa fólks sem á rætur að rekja til Suður-Asíu. Rannsókn bresku lögreglunnar á hryðjuverkasamsærinu mun hafa staðið yfir svo mánuðum skiptir og hafði í för með sér "svo mikið eftirlit að það er einsdæmi," að sögn yfimanns hryðjuverkalögreglunnar, Peter Clarke. Einnig var haft eftir honum að samsærið hefði teygt anga sína til margra landa. Viðbúnaður bresku leyniþjónustunnar, MI5, vegna hryðjuverkaógnar var í hámarki í gær og John Reid, innanríkisráðherra Bretlands, tjáði fréttamönnum að svo mundi vera um einhvern tíma "til vonar og vara". Ráðherrann bætti við að þrátt fyrir að lögreglan í Bretlandi væri sannfærð um að tekist hefði að koma í veg fyrir ódæðið yrði rannsókn haldið áfram og hún væri afar flókin. Bandarísk yfirvöld óttuðust í gær að hryðjuverkamenn tengdir samsærinu gengju enn lausir og brugðust við með því að auka öryggisgæslu á flugvöllum og banna allan vökva um borð í flugvélum, til að mynda drykkjarföng, hárgel og linsuvökva. Allt fljótandi efni hefur reyndar verið illa séð í bandarískum vélum sem fljúga til Austur-Asíu allt frá árinu 1995, þegar upp komst um áætlun um að nota fljótandi sprengiefni til að tortíma vél yfir Kyrrahafi. Nær öll raftæki eru nú bönnuð um borð, því þau væri hægt að nota sem hvellhettur. Þeirra á meðal eru ferðatölvur, farsímar, iPod-tæki, fjarstýringar og allir fjarstýrðir hlutir, sem og allt sem knúið er af rafhlöðu.
Erlent Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira