Komu í veg fyrir fjöldamorð á flugfarþegum frá London 11. ágúst 2006 07:45 Bresk yfirvöld segjast hafa komið í veg fyrir eitt umfangsmesta hryðjuverk sem reynt hefur verið að fremja í Evrópu á seinni tímum. Til stóð að smygla sprengiefni í vökvaformi um borð í farþegaflugvélar frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Flugvélum frá bandarísku flugfélögunum United, American og Continental átti að granda samtímis, meðan þær væru á flugi. Heathrow-flugvöllur lamaðist um stund eftir að komið var á hámarks öryggisgæslu á vellinum og allsherjarbann á handfarangur var sett á. Fjöldi fólks beið í röðum við innritunarborð og öryggiseftirlit, meðan gæslumenn grandskoðuðu föggur farþega í leit að hvers kyns vökva og raftækjum sem nýta mætti sem einfaldar hvellhettur. Ekkert efni í fljótandi formi var leyft um borð, fyrir utan ungbarnamjólk. Heathrow er einn umferðarþyngsti alþjóðaflugvöllur heims og aðgerðirnar höfðu áhrif á flugsamgöngur um víða veröld. Flestum ferðum til Evrópu var aflýst og British Airways aflýsti einnig innanlandsflugi og öllu flugi til Líbíu, en líbískir leyniþjónustumenn stóðu fyrir Lockerbie-ódæðinu árið 1988, með sprengju í handfarangri. Breska lögreglan handtók í gær 24 menn í Lundúnum og Birmingham. Mennirnir eru taldir heimamenn, en ekki var gefið upp hvort þeir væru allir breskir ríkisborgarar. Haft var eftir lögreglu að samráð hefði verið haft við fulltrúa fólks sem á rætur að rekja til Suður-Asíu. Rannsókn bresku lögreglunnar á hryðjuverkasamsærinu mun hafa staðið yfir svo mánuðum skiptir og hafði í för með sér "svo mikið eftirlit að það er einsdæmi," að sögn yfimanns hryðjuverkalögreglunnar, Peter Clarke. Einnig var haft eftir honum að samsærið hefði teygt anga sína til margra landa. Viðbúnaður bresku leyniþjónustunnar, MI5, vegna hryðjuverkaógnar var í hámarki í gær og John Reid, innanríkisráðherra Bretlands, tjáði fréttamönnum að svo mundi vera um einhvern tíma "til vonar og vara". Ráðherrann bætti við að þrátt fyrir að lögreglan í Bretlandi væri sannfærð um að tekist hefði að koma í veg fyrir ódæðið yrði rannsókn haldið áfram og hún væri afar flókin. Bandarísk yfirvöld óttuðust í gær að hryðjuverkamenn tengdir samsærinu gengju enn lausir og brugðust við með því að auka öryggisgæslu á flugvöllum og banna allan vökva um borð í flugvélum, til að mynda drykkjarföng, hárgel og linsuvökva. Allt fljótandi efni hefur reyndar verið illa séð í bandarískum vélum sem fljúga til Austur-Asíu allt frá árinu 1995, þegar upp komst um áætlun um að nota fljótandi sprengiefni til að tortíma vél yfir Kyrrahafi. Nær öll raftæki eru nú bönnuð um borð, því þau væri hægt að nota sem hvellhettur. Þeirra á meðal eru ferðatölvur, farsímar, iPod-tæki, fjarstýringar og allir fjarstýrðir hlutir, sem og allt sem knúið er af rafhlöðu. Erlent Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Bresk yfirvöld segjast hafa komið í veg fyrir eitt umfangsmesta hryðjuverk sem reynt hefur verið að fremja í Evrópu á seinni tímum. Til stóð að smygla sprengiefni í vökvaformi um borð í farþegaflugvélar frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Flugvélum frá bandarísku flugfélögunum United, American og Continental átti að granda samtímis, meðan þær væru á flugi. Heathrow-flugvöllur lamaðist um stund eftir að komið var á hámarks öryggisgæslu á vellinum og allsherjarbann á handfarangur var sett á. Fjöldi fólks beið í röðum við innritunarborð og öryggiseftirlit, meðan gæslumenn grandskoðuðu föggur farþega í leit að hvers kyns vökva og raftækjum sem nýta mætti sem einfaldar hvellhettur. Ekkert efni í fljótandi formi var leyft um borð, fyrir utan ungbarnamjólk. Heathrow er einn umferðarþyngsti alþjóðaflugvöllur heims og aðgerðirnar höfðu áhrif á flugsamgöngur um víða veröld. Flestum ferðum til Evrópu var aflýst og British Airways aflýsti einnig innanlandsflugi og öllu flugi til Líbíu, en líbískir leyniþjónustumenn stóðu fyrir Lockerbie-ódæðinu árið 1988, með sprengju í handfarangri. Breska lögreglan handtók í gær 24 menn í Lundúnum og Birmingham. Mennirnir eru taldir heimamenn, en ekki var gefið upp hvort þeir væru allir breskir ríkisborgarar. Haft var eftir lögreglu að samráð hefði verið haft við fulltrúa fólks sem á rætur að rekja til Suður-Asíu. Rannsókn bresku lögreglunnar á hryðjuverkasamsærinu mun hafa staðið yfir svo mánuðum skiptir og hafði í för með sér "svo mikið eftirlit að það er einsdæmi," að sögn yfimanns hryðjuverkalögreglunnar, Peter Clarke. Einnig var haft eftir honum að samsærið hefði teygt anga sína til margra landa. Viðbúnaður bresku leyniþjónustunnar, MI5, vegna hryðjuverkaógnar var í hámarki í gær og John Reid, innanríkisráðherra Bretlands, tjáði fréttamönnum að svo mundi vera um einhvern tíma "til vonar og vara". Ráðherrann bætti við að þrátt fyrir að lögreglan í Bretlandi væri sannfærð um að tekist hefði að koma í veg fyrir ódæðið yrði rannsókn haldið áfram og hún væri afar flókin. Bandarísk yfirvöld óttuðust í gær að hryðjuverkamenn tengdir samsærinu gengju enn lausir og brugðust við með því að auka öryggisgæslu á flugvöllum og banna allan vökva um borð í flugvélum, til að mynda drykkjarföng, hárgel og linsuvökva. Allt fljótandi efni hefur reyndar verið illa séð í bandarískum vélum sem fljúga til Austur-Asíu allt frá árinu 1995, þegar upp komst um áætlun um að nota fljótandi sprengiefni til að tortíma vél yfir Kyrrahafi. Nær öll raftæki eru nú bönnuð um borð, því þau væri hægt að nota sem hvellhettur. Þeirra á meðal eru ferðatölvur, farsímar, iPod-tæki, fjarstýringar og allir fjarstýrðir hlutir, sem og allt sem knúið er af rafhlöðu.
Erlent Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent