Veiddu yfir 500 laxa á einni viku 28. júlí 2006 07:15 Steinar Torfi Vilhjálmsson í sumar hefur enn sem komið er ekki alveg staðið undir þeim væntingum sem veiðimenn gerðu sér í vor. Víðast hvar er veiðin nokkru minni en hún var á sama tíma í fyrra en þess ber þó að geta að sumarið 2005 var eitt besta laxveiðisumar sem um getur og samanburðurinn því ekki að öllu leyti sanngjarn. Veiðin virðist þó vera að glæðast víða. Þannig komu meira en fimm hundruð laxar upp úr Ytri-Rangá og Hólsá í síðustu viku og eru árnar að ná svipaðri veiði og í fyrra. Láxá á Ásum er líka að taka við sér en þar hafa veiðst um hundrað laxar síðustu vikuna, sem telst allgott, á einungis tvær stangir.Viðvarandi bjartsýniPáll Þór ÁrmannLaxveiðimenn og veiðimenn almennt eru upp til hópa bjartsýnismenn enda það kannski partur af prógramminu að eiga alltaf von á því besta framundan. Á hverju vori má oft lesa viðtöl við veiðigarpa sem langflestir eiga von á góðu veiðisumri, þótt illa hafi veiðst í mörg ár á undan.Þegar góður afli gengur ekki eftir og veiði er treg framan af sumri, halda menn að minnsta kosti í vonina um að lokaspretturinn verði góður. Þannig er því varið með viðmælendur Fréttablaðsins um laxveiðisumarið 2006, þeir eru bjartsýnir á að þær vikur sem eftir eru af laxveiðitímabilinu skili mun fleiri löxum á land en þær sem liðnar eru.Óhemju veiði í fyrraLaxveiðar Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að eitthvað hafi greinilega komið upp á í laxagengd laxa í sumar. Það hafi einfaldlega ekki verið nógu mikill fiskur í ánum og enginn geti svarað fyrir víst hver skýringin sé. Sumir halda því fram að þetta bendi til þess að einhverjar breytingar séu að verða á vaxtarskilyrðum laxins í hafinu. fréttablaðið/sigurður jökullSteinar Torfi Vilhjálmsson, sölumaður hjá Lax-á, segir veiðisumarið hafa farið hægt af stað og veiðin verið misgóð.„Fólk er misánægt, það er búin að vera mikil uppsveifla síðustu sumur, óhemjumikil veiði og fólk býst alltaf við að þetta verði enn betra,“ segir hann.Hann bendir jafnframt á að erfitt sé að bera veiðitölur á miðju sumri saman við heildarafla ársins á undan. „Sumar ár fara seint af stað eins og dæmið með Ytri-Rangá og Hólsá sýnir og þar stendur veiðitímabilið auk þess fram í október.“Sígandi lukka bestUndir þetta tekur Páll Þór Ármann, framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur. „Samanburðurinn við árið í fyrra er ekki alveg sanngjarn, Þá voru nokkrar ár að ná algjörri metveiði, til dæmis Norðurá þar sem komu upp rúmlega þrjú þúsund laxar. Hún er komin í um fimmtán hundruð laxa núna, sem er mjög góð veiði, og hún fer örugglega yfir tvö þúsund laxa í ár, sem er mjög fín veiði.“Páll Þór vekur líka athygli á því að besti veiðitími í ám landsins sé mjög mismunandi og nefnir, líkt og Steinar Torfi, Rangárnar á Suðurlandi sem dæmi um ár sem gefa meira eftir því sem lengra líður á veiðitímabilið. „Norðurland og sérstaklega Norðausturhornið eru líka svæði þar sem yfirleitt veiðist meira síðsumars,“ segir hann.Færri fiskar í ánumÞrátt fyrir sameiginlega bjartsýni um að laxveiðisumarið 2006 verði gott þegar upp verður staðið í haust, eru þeir Steinar Torfi og Páll Þór þó sammála um að eitthvað hafi greinilega komið upp á í laxagengdinni í sumar. „Það hefur einfaldlega ekki nógu mikill fiskur skilað sér í árnar í sumar og það getur enginn svarað því fyrir víst hver skýringin á því er.Hugsanlega getur þetta skilað sér síðar í sumar,“ segir Steinar Torfi og bætir því við að sumir telji þetta benda til þess að einhverjar breytingar séu að verða á vaxtarskilyrðum laxins í hafinu.Göngur seinna á ferðinniPáll Þór segir veiðimenn almennt sammála um að göngur séu seinna á ferðinni í ár en í fyrra, en þær séu að sama skapi jafnari. „Veiðin í Elliðaánum er til dæmis örlítið betri núna en á sama tíma í fyrra en samt hafa um þúsund færri laxar farið gegnum teljarann. Þeir eru þó að koma jafnt og þétt núna, til að mynda fóru um níutíu laxar gegnum teljarann í fyrrinótt,“ segir hann og bætir við að laxveiðimenn um land allt horfi fram á góðar laxagöngur áfram eitthvað frameftir sumri. Innlent Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fleiri fréttir Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Sjá meira
í sumar hefur enn sem komið er ekki alveg staðið undir þeim væntingum sem veiðimenn gerðu sér í vor. Víðast hvar er veiðin nokkru minni en hún var á sama tíma í fyrra en þess ber þó að geta að sumarið 2005 var eitt besta laxveiðisumar sem um getur og samanburðurinn því ekki að öllu leyti sanngjarn. Veiðin virðist þó vera að glæðast víða. Þannig komu meira en fimm hundruð laxar upp úr Ytri-Rangá og Hólsá í síðustu viku og eru árnar að ná svipaðri veiði og í fyrra. Láxá á Ásum er líka að taka við sér en þar hafa veiðst um hundrað laxar síðustu vikuna, sem telst allgott, á einungis tvær stangir.Viðvarandi bjartsýniPáll Þór ÁrmannLaxveiðimenn og veiðimenn almennt eru upp til hópa bjartsýnismenn enda það kannski partur af prógramminu að eiga alltaf von á því besta framundan. Á hverju vori má oft lesa viðtöl við veiðigarpa sem langflestir eiga von á góðu veiðisumri, þótt illa hafi veiðst í mörg ár á undan.Þegar góður afli gengur ekki eftir og veiði er treg framan af sumri, halda menn að minnsta kosti í vonina um að lokaspretturinn verði góður. Þannig er því varið með viðmælendur Fréttablaðsins um laxveiðisumarið 2006, þeir eru bjartsýnir á að þær vikur sem eftir eru af laxveiðitímabilinu skili mun fleiri löxum á land en þær sem liðnar eru.Óhemju veiði í fyrraLaxveiðar Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að eitthvað hafi greinilega komið upp á í laxagengd laxa í sumar. Það hafi einfaldlega ekki verið nógu mikill fiskur í ánum og enginn geti svarað fyrir víst hver skýringin sé. Sumir halda því fram að þetta bendi til þess að einhverjar breytingar séu að verða á vaxtarskilyrðum laxins í hafinu. fréttablaðið/sigurður jökullSteinar Torfi Vilhjálmsson, sölumaður hjá Lax-á, segir veiðisumarið hafa farið hægt af stað og veiðin verið misgóð.„Fólk er misánægt, það er búin að vera mikil uppsveifla síðustu sumur, óhemjumikil veiði og fólk býst alltaf við að þetta verði enn betra,“ segir hann.Hann bendir jafnframt á að erfitt sé að bera veiðitölur á miðju sumri saman við heildarafla ársins á undan. „Sumar ár fara seint af stað eins og dæmið með Ytri-Rangá og Hólsá sýnir og þar stendur veiðitímabilið auk þess fram í október.“Sígandi lukka bestUndir þetta tekur Páll Þór Ármann, framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur. „Samanburðurinn við árið í fyrra er ekki alveg sanngjarn, Þá voru nokkrar ár að ná algjörri metveiði, til dæmis Norðurá þar sem komu upp rúmlega þrjú þúsund laxar. Hún er komin í um fimmtán hundruð laxa núna, sem er mjög góð veiði, og hún fer örugglega yfir tvö þúsund laxa í ár, sem er mjög fín veiði.“Páll Þór vekur líka athygli á því að besti veiðitími í ám landsins sé mjög mismunandi og nefnir, líkt og Steinar Torfi, Rangárnar á Suðurlandi sem dæmi um ár sem gefa meira eftir því sem lengra líður á veiðitímabilið. „Norðurland og sérstaklega Norðausturhornið eru líka svæði þar sem yfirleitt veiðist meira síðsumars,“ segir hann.Færri fiskar í ánumÞrátt fyrir sameiginlega bjartsýni um að laxveiðisumarið 2006 verði gott þegar upp verður staðið í haust, eru þeir Steinar Torfi og Páll Þór þó sammála um að eitthvað hafi greinilega komið upp á í laxagengdinni í sumar. „Það hefur einfaldlega ekki nógu mikill fiskur skilað sér í árnar í sumar og það getur enginn svarað því fyrir víst hver skýringin á því er.Hugsanlega getur þetta skilað sér síðar í sumar,“ segir Steinar Torfi og bætir því við að sumir telji þetta benda til þess að einhverjar breytingar séu að verða á vaxtarskilyrðum laxins í hafinu.Göngur seinna á ferðinniPáll Þór segir veiðimenn almennt sammála um að göngur séu seinna á ferðinni í ár en í fyrra, en þær séu að sama skapi jafnari. „Veiðin í Elliðaánum er til dæmis örlítið betri núna en á sama tíma í fyrra en samt hafa um þúsund færri laxar farið gegnum teljarann. Þeir eru þó að koma jafnt og þétt núna, til að mynda fóru um níutíu laxar gegnum teljarann í fyrrinótt,“ segir hann og bætir við að laxveiðimenn um land allt horfi fram á góðar laxagöngur áfram eitthvað frameftir sumri.
Innlent Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fleiri fréttir Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Sjá meira