Mexíkóbúar gengu til þingkosninga í gær og kusu um það hvort Mexíkó yrði síðasta land Suður-Ameríku til að kjósa vinstristjórn.
Skoðanakannanir spáðu fyrir um harða baráttu milli hægrimannsins Felipe Calderon og vinstrisinnans Andres Manuel Lopez Obrador. Fulltrúi Institutional Revolutionary Party, sem var við völd í 71 ár fyrir kosningu Vicente Fox árið 2000, er spáð litlu fylgi.
Lopez Obrador, sem var áður borgarstjóri Mexíkóborgar, segist munu rétta hlut fátæka fólksins í landinu en Calderon leggur áherslu á stöðugleika í hagkerfinu.