Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, útilokar allar samningaviðræður við herskáa Palestínumenn sem hafa ungan ísraelskan hermann í haldi sínu.
Palestínumennirnir handtóku ísraelska hermanninn á sunnudag, þegar þeir gerðu árás á landamærastöð við Gazasvæðið. Þeir kröfðust þess að Ísraelar leysi úr haldi allar palestínskar konur og ungmenni úr ísraelskum fangelsum.
Í gær söfnuðust ísraelskir hermenn saman við landamæri Gazasvæðisins og bjuggu sig undir viðamiklar aðgerðir gegn herskáum Palestínumönnum á Gazasvæðinu í beinu framhaldi af atburðunum á sunnudag.