Hvað er leiðtogaráð ESB? 18. júní 2006 07:15 Wolfgang schussel austurríkiskanslari Á annað þúsund blaðamenn frá 65 ríkjum fylgdust með leiðtogafundi Evrópusambandsins sem lauk í Brussel á föstudag. Fundurinn var tíðindalítill. Leiðtogarnir ákváðu að auka samstarfið og var sérstaklega minnst á að tryggja frið, velsæld og samstöðu, bæta öryggi, efla sjálfbæra þróun og standa vörð um evrópsk gildi. Í leiðtogaráði Evrópusambandsins (á ensku: European Council) sitja ríkisstjórnaleiðtogar aðildarríkjanna auk forseta framkvæmdastjórnar ESB. Leiðtogaráðið leggur línurnar og er driffjöður í hinu pólitíska samstarfi aðildarríkjanna. Það tekur ákvarðanir í mikilvægustu málunum og þeim málum sem fagráðherrarnir hafa ekki náð samkomulagi um. Síðustu tvo áratugi eða svo hafa margar mikilvægustu ákvarðanirnar um framþróun, innihald og skipulag Evrópusamvinnunnar átt sér stað í leiðtogaráðinu – þó þær hafi verið undirbúnar, skilgreindar nánar, komið í lög og framkvæmd af öðrum stofnunum ESB (ráðherraráðinu, framkvæmdastjórninni og Evrópuþinginu). Leiðtogaráðið hefur látið æ meira að sér kveða í utanríkismálum og í dóms- og innanríkismálasamstarfi ESB-ríkjanna. Auk hinna reglulegu leiðtogafunda, sem að jafnaði eru haldnir í júní og desember (undir lok hvers formennskumisseris), hittist leiðtogaráðið stundum með skömmum fyrirvara þegar aðkallandi er að fá niðurstöðu í knýjandi deilumálum. Hefð var fyrir því að reglulegu leiðtogafundirnir færu fram í höfuðborg formennskuríkisins hverju sinni, en frá síðustu stækkun sambandsins komst til framkvæmda og aðildarþjóðirnar urðu 25 talsins hefur sú regla verið fest í sessi að fundirnir fari fram í Brussel, þar sem öryggisráðstafanir, túlkaþjónusta og annað sem tilheyrir er allt fyrir hendi. Leiðtogaráðið er ásamt ráðherraráðinu hluti af Ráði Evrópusambandsins (enska: Council of the EU). Ráðherraráðið (enska: Council of Ministers) fer með löggjafarvald í ESB, ásamt Evrópuþinginu, gætir hagsmuna aðildarríkjanna í ESB-samstarfinu, undirritar samninga við önnur ríki, ríkjasamtök og alþjóðastofnanir, samhæfir stefnu og aðgerðir aðildarríkjanna í flestum málaflokkum og hefur ákveðið framkvæmdavald fyrir hönd ESB. Hvert aðildarríki á einn fulltrúa í ráðherraráðinu, óháð íbúafjölda, en þeir fara með mismikið atkvæðavægi í málum þar sem ákvarðanir eru teknar með vegnum meirihluta. Heimild: www.esb.is Samsetning ráðsins fer eftir málaflokkum. Þannig funda landbúnaðarráðherrarnir um landbúnaðarmál, fjármálaráðherrarnir um fjármál o.s.frv. Utanríkisráðherra formennskuríkisins telst vera forseti ráðherraráðsins. Aðildarríkin skiptast á að fara með formennsku í sambandinu í sex mánuði í senn. Það aðildarríki sem fer með formennsku hverju sinni sér um að stýra fundum leiðtogaráðsins ásamt því að skipuleggja bæði formlega og óformlega fundi ráðsins í heimalandi sínu. Viðkomandi ríki hefur einnig umsjón með hinum opinberu vinnuhópum sem undirbúa fundi ráðherraráðsins. Erlent Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Í leiðtogaráði Evrópusambandsins (á ensku: European Council) sitja ríkisstjórnaleiðtogar aðildarríkjanna auk forseta framkvæmdastjórnar ESB. Leiðtogaráðið leggur línurnar og er driffjöður í hinu pólitíska samstarfi aðildarríkjanna. Það tekur ákvarðanir í mikilvægustu málunum og þeim málum sem fagráðherrarnir hafa ekki náð samkomulagi um. Síðustu tvo áratugi eða svo hafa margar mikilvægustu ákvarðanirnar um framþróun, innihald og skipulag Evrópusamvinnunnar átt sér stað í leiðtogaráðinu – þó þær hafi verið undirbúnar, skilgreindar nánar, komið í lög og framkvæmd af öðrum stofnunum ESB (ráðherraráðinu, framkvæmdastjórninni og Evrópuþinginu). Leiðtogaráðið hefur látið æ meira að sér kveða í utanríkismálum og í dóms- og innanríkismálasamstarfi ESB-ríkjanna. Auk hinna reglulegu leiðtogafunda, sem að jafnaði eru haldnir í júní og desember (undir lok hvers formennskumisseris), hittist leiðtogaráðið stundum með skömmum fyrirvara þegar aðkallandi er að fá niðurstöðu í knýjandi deilumálum. Hefð var fyrir því að reglulegu leiðtogafundirnir færu fram í höfuðborg formennskuríkisins hverju sinni, en frá síðustu stækkun sambandsins komst til framkvæmda og aðildarþjóðirnar urðu 25 talsins hefur sú regla verið fest í sessi að fundirnir fari fram í Brussel, þar sem öryggisráðstafanir, túlkaþjónusta og annað sem tilheyrir er allt fyrir hendi. Leiðtogaráðið er ásamt ráðherraráðinu hluti af Ráði Evrópusambandsins (enska: Council of the EU). Ráðherraráðið (enska: Council of Ministers) fer með löggjafarvald í ESB, ásamt Evrópuþinginu, gætir hagsmuna aðildarríkjanna í ESB-samstarfinu, undirritar samninga við önnur ríki, ríkjasamtök og alþjóðastofnanir, samhæfir stefnu og aðgerðir aðildarríkjanna í flestum málaflokkum og hefur ákveðið framkvæmdavald fyrir hönd ESB. Hvert aðildarríki á einn fulltrúa í ráðherraráðinu, óháð íbúafjölda, en þeir fara með mismikið atkvæðavægi í málum þar sem ákvarðanir eru teknar með vegnum meirihluta. Heimild: www.esb.is Samsetning ráðsins fer eftir málaflokkum. Þannig funda landbúnaðarráðherrarnir um landbúnaðarmál, fjármálaráðherrarnir um fjármál o.s.frv. Utanríkisráðherra formennskuríkisins telst vera forseti ráðherraráðsins. Aðildarríkin skiptast á að fara með formennsku í sambandinu í sex mánuði í senn. Það aðildarríki sem fer með formennsku hverju sinni sér um að stýra fundum leiðtogaráðsins ásamt því að skipuleggja bæði formlega og óformlega fundi ráðsins í heimalandi sínu. Viðkomandi ríki hefur einnig umsjón með hinum opinberu vinnuhópum sem undirbúa fundi ráðherraráðsins.
Erlent Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira