Leikarinn Robert Redford hélt tölu síðstliðinn mánudag á fundi frjálslyndra stjórnmálasamtaka sem kallast Baráttan fyrir framtíð Bandaríkjanna.
Redford sagði til einskis að rökræða við Bush-stjórnina um orkumál og að eina leiðin til breytinga væri að koma repúblikönum frá völdum. Til þess þyrftu demókratar að taka sér herkænsku repúblikana til fyrirmyndar.
Redford brýndi fyrir demókrötum að vera stórhuga og koma skikki á sín mál svo þeir sigruðu í næstu kosningum og sagði að ef það mistækist yrði það ekki einungis harmleikur fyrir flokkinn, heldur fyrir þjóðina alla.