Áfram rætt um saming 13. júní 2006 07:00 Frá Palestínska þinginu Palestínskur þingmaður fórnar höndum í þingsal í gær. Þingið samþykkti að halda áfram að ræða við Mahmoud Abbas forseta um Fangaskjalið svokallaða, sem leggur til að Palestínumenn stofni sjálfstætt ríki við hlið Ísraels. MYND/ap Hamas-leidd heimastjórn Palestínu ákvað í gær að seinka kosningu í þinginu um þjóðaratkvæðagreiðslu sem Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ákvað um síðustu helgi að haldin yrði í júlí. Í stað þess ætla þingmenn að eyða meiri tíma í viðræður um málið við Abbas. Þjóðaratkvæðagreiðslan yrði um hvort Palestínumenn skuli stofna sjálfstætt ríki við hlið Ísraels og byggist á svokölluðu Fangaskjali sem þingmenn Fatah og Hamas, sem sitja í ísraelskum fangelsum, hafa samið. Meðlimir Hamas-hreyfingarinnar eru mótfallnir orðalagi skjalsins, því það viðurkennir óbeint tilverurétt Ísraels, og hafa þingmenn hreyfingarinnar hótað að reyna að koma í veg fyrir að þjóðaratkvæðagreiðslan nái fram að ganga. Verði tillagan samþykkt, munu landamæri Palestínu færast aftur til þeirra sem voru í gildi fram að stríðinu seint á sjöunda áratugnum, þegar Ísraelar hernumu mikil landsvæði og hröktu Palestínumenn burt af þeim. Ehmud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur gefið Palestínumönnum fram til ársloka á næsta ári til að samþykkja friðarsamning, ella muni Ísraelar draga endanleg landamæri milli Ísraels og Palestínu fyrir árið 2010, hvort sem Palestínumenn samþykki þau eður ei. Það setur því enn frekari pressu á Palestínumenn að ná einingu um landamæradeiluna sem fyrst, því ella verður staða þeirra mun veikari í baráttunni um hernumdu svæðin. Í heimsókn til Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í gær, sagðist Olmert vilja gera allt sem hægt væri til að semja frið við Palestínu, en tók jafnframt fram að Ísrael væri enn sem fyrr tilbúið til að draga landamæralínurnar einhliða. Blair sagði alþjóðasamfélagið einhuga í þörfinni á friðarsamkomulagi milli Ísraels og Palestínu, og lofaði Olmert stuðningi í þeirri umleitan. Á þeim rúma mánuði síðan Olmert var kosinn til valda, hefur hann ferðast til Bandaríkjanna, Egyptalands og Jórdaníu í leit að frekari stuðningi í þeim málum. Palestínumenn eru rúmar níu milljónir talsins. Þar af eru allt að 6,5 milljónir þeirra flóttamenn, samkvæmt Frelsissamtökum Palestínu, PLO. Erlent Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Sjá meira
Hamas-leidd heimastjórn Palestínu ákvað í gær að seinka kosningu í þinginu um þjóðaratkvæðagreiðslu sem Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ákvað um síðustu helgi að haldin yrði í júlí. Í stað þess ætla þingmenn að eyða meiri tíma í viðræður um málið við Abbas. Þjóðaratkvæðagreiðslan yrði um hvort Palestínumenn skuli stofna sjálfstætt ríki við hlið Ísraels og byggist á svokölluðu Fangaskjali sem þingmenn Fatah og Hamas, sem sitja í ísraelskum fangelsum, hafa samið. Meðlimir Hamas-hreyfingarinnar eru mótfallnir orðalagi skjalsins, því það viðurkennir óbeint tilverurétt Ísraels, og hafa þingmenn hreyfingarinnar hótað að reyna að koma í veg fyrir að þjóðaratkvæðagreiðslan nái fram að ganga. Verði tillagan samþykkt, munu landamæri Palestínu færast aftur til þeirra sem voru í gildi fram að stríðinu seint á sjöunda áratugnum, þegar Ísraelar hernumu mikil landsvæði og hröktu Palestínumenn burt af þeim. Ehmud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur gefið Palestínumönnum fram til ársloka á næsta ári til að samþykkja friðarsamning, ella muni Ísraelar draga endanleg landamæri milli Ísraels og Palestínu fyrir árið 2010, hvort sem Palestínumenn samþykki þau eður ei. Það setur því enn frekari pressu á Palestínumenn að ná einingu um landamæradeiluna sem fyrst, því ella verður staða þeirra mun veikari í baráttunni um hernumdu svæðin. Í heimsókn til Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í gær, sagðist Olmert vilja gera allt sem hægt væri til að semja frið við Palestínu, en tók jafnframt fram að Ísrael væri enn sem fyrr tilbúið til að draga landamæralínurnar einhliða. Blair sagði alþjóðasamfélagið einhuga í þörfinni á friðarsamkomulagi milli Ísraels og Palestínu, og lofaði Olmert stuðningi í þeirri umleitan. Á þeim rúma mánuði síðan Olmert var kosinn til valda, hefur hann ferðast til Bandaríkjanna, Egyptalands og Jórdaníu í leit að frekari stuðningi í þeim málum. Palestínumenn eru rúmar níu milljónir talsins. Þar af eru allt að 6,5 milljónir þeirra flóttamenn, samkvæmt Frelsissamtökum Palestínu, PLO.
Erlent Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Sjá meira