Tillögur starfshóps ekki studdar lögum 10. mars 2006 04:30 Fólk í bankaviðskiptum. Skýrslur erlendra fyrirtækja hafa að undanförnu valdið töluverðum óróa í íslensku efnahagslífi. Íslensk stjórnvöld hafa þegar skipað starfshóp sem fjallar um viðbrögð við vandanum sem upp getur komið. MYND/Valli Sigurður Líndal, prófessor í lögfræði, telur lagalegan grundvöll fyrir hugmyndum starfshóps stjórnvalda um hugsanleg áföll í íslensku fjármálalífi, ekki vera fyrir hendi. Í tillögum starfshópsins kemur fram að Fjármálaeftirlitið geti vikið bankaráðum og bankastjórnum frá og tekið vald hluthafafunda eða stofnfjáreigenda í félögunum. "Það er ekki lagalegur grundvöllur fyrir þessum hugmyndum starfshópsins. En hins vegar, ef það yrðu sett lög þá væri hætt við því að þau færu í bága við stjórnarskrá. Til dæmis eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar." Í 72. grein íslensku stjórnarskrárinnar segir að eignarrétturinn sé friðhelgur. "Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema að almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir," segir orðrétt í stjórnarskránni. Aðeins neyðarréttarsjónarmið í lögum geta heimilað stjórnvöldum að grípa inn í starfsemi fyrirtækja í einkaeigu. Slík sjónarmið eru ekki fyrir hendi í íslenskum lögum. Þau ríki sem hafa neyðarréttarsjónarmið innan sinna laga, geta aðeins beitt þeim ef til alvarlega aðstæðna kemur, sem varða almannaheill. Þær aðstæður, sem oftast eru nefndar í erlendum lögum, geta til dæmis skapast við stríðsátök eða náttúruhamfarir. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, fagnar því að íslensk stjórnvöld skuli vera farinn að huga viðbragðsáætlun við hugsanlegum vanda íslenskra fjármálafyrirtækja. "Það er fagnaðarefni að íslensk stjórnvöld séu að setja upp viðbragðsáætlun við hugsanlegum vanda í efnahagslífinu. Með því feta þau í fótspor nágrannaríkja okkar. Við teljum hins vegar ekki að það eigi að búa til reglur sem aðeins eru sniðnar að íslenskum veruleika, heldur er nauðsynlegt að stjórnvöld hér á landi haldi sig við alþjóðlegar viðmiðanir í þessum efnum." Í greinagerð starfshóps á vegum stjórnvalda, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins kemur fram að æskilegt sé að Fjármálaeftirlitinu verði fært vald til þess að víkja frá stjórnum, bankastjórum eða framkvæmdastjórum fjármálafyrirtækja, og skipa í stöðurna að nýju. Átta sig á mikilvægi bankannaSigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, telur greinargerð um viðbúnað við erfiðleikum á fjármálamarkaði til marks um að stjórnvöld átti sig á mikilvægi fjármálakerfisins. Almennt held ég að verið sé að velta upp hvernig væri hægt að bregðast við ímynduðum aðstæðum. Rétt eins og menn hugsa líklega um varnir gegn annarri vá, líkt og hvernig bregðast ætti við ef kjarnorkukafbátur sykki í landhelginni, segir hann og telur tilviljun hafa ráðið því að álit starfshópsins komi fram á sama tíma og fram fari frekar neikvæð umræða um bankakerfið. Samræmið skiptir máliBjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir mjög mikilvægt að til sé svipuð uppsetning að viðbrögðum við fjármálakrísum hér og er í öðrum Evrópuríkjum. Bjarni segist þó ekki hafa fylgst með vinnuferli starfshóps ráðuneytanna, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins og geti því lítið tjáð sig um það hvaða aðstæður þyrftu að vera til að ráð yrðu tekin af fyrirtæki eða fjármálastofnun. Ég veit því ekki hvaða hagsmunir ríkisvaldsins væru fólgnir í því að grípa inn í með þeim hætti. Innlent Viðskipti Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Sigurður Líndal, prófessor í lögfræði, telur lagalegan grundvöll fyrir hugmyndum starfshóps stjórnvalda um hugsanleg áföll í íslensku fjármálalífi, ekki vera fyrir hendi. Í tillögum starfshópsins kemur fram að Fjármálaeftirlitið geti vikið bankaráðum og bankastjórnum frá og tekið vald hluthafafunda eða stofnfjáreigenda í félögunum. "Það er ekki lagalegur grundvöllur fyrir þessum hugmyndum starfshópsins. En hins vegar, ef það yrðu sett lög þá væri hætt við því að þau færu í bága við stjórnarskrá. Til dæmis eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar." Í 72. grein íslensku stjórnarskrárinnar segir að eignarrétturinn sé friðhelgur. "Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema að almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir," segir orðrétt í stjórnarskránni. Aðeins neyðarréttarsjónarmið í lögum geta heimilað stjórnvöldum að grípa inn í starfsemi fyrirtækja í einkaeigu. Slík sjónarmið eru ekki fyrir hendi í íslenskum lögum. Þau ríki sem hafa neyðarréttarsjónarmið innan sinna laga, geta aðeins beitt þeim ef til alvarlega aðstæðna kemur, sem varða almannaheill. Þær aðstæður, sem oftast eru nefndar í erlendum lögum, geta til dæmis skapast við stríðsátök eða náttúruhamfarir. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, fagnar því að íslensk stjórnvöld skuli vera farinn að huga viðbragðsáætlun við hugsanlegum vanda íslenskra fjármálafyrirtækja. "Það er fagnaðarefni að íslensk stjórnvöld séu að setja upp viðbragðsáætlun við hugsanlegum vanda í efnahagslífinu. Með því feta þau í fótspor nágrannaríkja okkar. Við teljum hins vegar ekki að það eigi að búa til reglur sem aðeins eru sniðnar að íslenskum veruleika, heldur er nauðsynlegt að stjórnvöld hér á landi haldi sig við alþjóðlegar viðmiðanir í þessum efnum." Í greinagerð starfshóps á vegum stjórnvalda, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins kemur fram að æskilegt sé að Fjármálaeftirlitinu verði fært vald til þess að víkja frá stjórnum, bankastjórum eða framkvæmdastjórum fjármálafyrirtækja, og skipa í stöðurna að nýju. Átta sig á mikilvægi bankannaSigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, telur greinargerð um viðbúnað við erfiðleikum á fjármálamarkaði til marks um að stjórnvöld átti sig á mikilvægi fjármálakerfisins. Almennt held ég að verið sé að velta upp hvernig væri hægt að bregðast við ímynduðum aðstæðum. Rétt eins og menn hugsa líklega um varnir gegn annarri vá, líkt og hvernig bregðast ætti við ef kjarnorkukafbátur sykki í landhelginni, segir hann og telur tilviljun hafa ráðið því að álit starfshópsins komi fram á sama tíma og fram fari frekar neikvæð umræða um bankakerfið. Samræmið skiptir máliBjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir mjög mikilvægt að til sé svipuð uppsetning að viðbrögðum við fjármálakrísum hér og er í öðrum Evrópuríkjum. Bjarni segist þó ekki hafa fylgst með vinnuferli starfshóps ráðuneytanna, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins og geti því lítið tjáð sig um það hvaða aðstæður þyrftu að vera til að ráð yrðu tekin af fyrirtæki eða fjármálastofnun. Ég veit því ekki hvaða hagsmunir ríkisvaldsins væru fólgnir í því að grípa inn í með þeim hætti.
Innlent Viðskipti Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira