Ákæruvaldið ekki tilraunstofa 12. október 2005 00:01 Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann gagnrýnir ákæruvaldið harðlega og segir dóm Hæstaréttar fela í sér efnislega niðurstöðu. Yfirlýsingin birtist hér í heild sinni: Eftir dóm Hæstaréttar í svonefndu „Baugsmáli“ sl. mánudag hafa talsmenn ákæruvaldsins sagt, að nauðsynlegt sé fyrir sakborninga að „efnisleg“ niðurstaða fáist í málinu. Verkefni saksóknara sé að koma málinu fyrir dóm og síðan verði dómstólar að dæma um ákæruatriðin efnislega. Þetta er sagt þó að allir sakborningar hafi lýst yfir sakleysi sínu, útgefnum ákærum hafi verið vísað frá dómi og fórnarlambið sjálft kannist ekki við að á því hafi verið brotið! Í þessu efni ættu menn að hafa í huga eftirfarandi: Í fyrsta lagi er það ekki áhuga- eða hagsmunamál sakborninga, að ákært verði á ný og málið verði tekið til efnislegrar meðferðar. Grundvallarreglan er sú, að maður er saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð fyrir dómi. Undarlegt er að heyra því haldið fram af talsmanni ákæruvaldsins, að hagsmunir fólks, sem lýst hefur yfir sakleysi sínu, séu þeir að geta sannað sakleysi sitt fyrir dómara! Með því er verið að snúa grundvallarreglunni á haus. Hafi ákæruvaldinu ekki tekist að setja saman trúverðuga ákæru í málinu eftir þriggja ára rannsókn felast hagsmunir sakborninga öðru fremur í því að máli linni. Þrákelkni og þráhyggja starfsmanna ákæruvaldsins má ekki villa öðrum mönnum sýn í þessu efni. Í öðru lagi ber ákæruvaldinu aðeins að skjóta málum til dómstóla séu líkindi á sakfellingu talin meiri en á sýknu. Ákæruvaldið er ekki tilraunastofa þar sem menn „prufa“ sig áfram eins og saksóknari Ríkislögreglustjóra hefur orðað það. Öðru nær. Aðeins á að gefa út ákæru í málum þar sem skýrt liggur fyrir, að refsivert brot hafi verið framið. Hlutverk ákæruvaldsins er m.ö.o. fólgið í því að taka efnislega afstöðu og skjóta aðeins þeim málum fyrir dómstóla, sem eiga þangað erindi. Í þriðja lagi er einfaldlega ekki rétt, að dómur Hæstaréttar feli ekki í sér efnislega niðurstöðu í málinu. Afstaða Hæstaréttar er einmitt mjög skýr og hún tekur til efnislegra þátta, ekki aðeins formsatriða. Fullyrt skal, að ógjörningur verði fyrir ákæruvaldið að setja fram nýja ákæru varðandi mörg ef ekki öll þau atriði, sem vísað hefur verið frá dómstólum. Ástæðan er sú, að Hæstiréttur er ekki aðeins að finna að handvömm og óvandvirkni í framsetningu ákærunnar, heldur er fundið að sjálfum grundvelli málsins. Ekki hefur tekist að sýna fram á það í ákærunni, að refsivert brot hafi verið framið og þar liggur vandi ákæruvaldsins. Þá er heldur ekki rétt, sem fram hefur komið hjá talsmönnum ákæruvaldsins í málinu, að verið sé að herða kröfur um frágang ákæruskjala. Kröfur íslenskra dómstóla séu meiri og strangari en í öðrum löndum. Ákæruskjalið í Baugsmálinu uppfylli kröfur, sem dómstólar hefðu áður talið fullnægjandi. Þetta sé því aðeins formleg niðurstaða um framsetningu og orðalag. Hér horfa menn framhjá þeirri augljósu staðreynd, að í niðurstöðu Hæstaréttar felast alvarlegustu athugasemdirnar í því, að verknaðarlýsing sé í engu samræmi við ætlað brot. Varla hefur það verið látið viðgangast til þessa af dómstólum landsins. Ef verknaðarlýsing fellur ekki að skilyrðum refsiákvæðis þýðir það einfaldlega, að refsivert brot hefur ekki verið framið. Í ljósi alls framangreinds liggur eftirfarandi fyrir: Mál ákæruvaldsins gegn sex sakborningum í Baugsmálinu er enn fyrir dómstólum. Á næstunni ber að flytja málið um þau 8 ákæruatriði, sem eftir standa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæruvaldinu ber að virða þá niðurstöðu dómstóla, að 32 ákæruliðir voru og eru ekki dómtækir. Hyggist menn reyna að fara á svig við reglur um framhaldsákærur og freista þess að ákæra á ný í einhverjum þeirra ákæruliða, sem vísað hefur verið frá, felur það í sér tilræði við mannréttindi sakborninga og þá efnislegu niðurstöðu, sem Hæstiréttur hefur birt í dómi sínum. > Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjá meira
Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann gagnrýnir ákæruvaldið harðlega og segir dóm Hæstaréttar fela í sér efnislega niðurstöðu. Yfirlýsingin birtist hér í heild sinni: Eftir dóm Hæstaréttar í svonefndu „Baugsmáli“ sl. mánudag hafa talsmenn ákæruvaldsins sagt, að nauðsynlegt sé fyrir sakborninga að „efnisleg“ niðurstaða fáist í málinu. Verkefni saksóknara sé að koma málinu fyrir dóm og síðan verði dómstólar að dæma um ákæruatriðin efnislega. Þetta er sagt þó að allir sakborningar hafi lýst yfir sakleysi sínu, útgefnum ákærum hafi verið vísað frá dómi og fórnarlambið sjálft kannist ekki við að á því hafi verið brotið! Í þessu efni ættu menn að hafa í huga eftirfarandi: Í fyrsta lagi er það ekki áhuga- eða hagsmunamál sakborninga, að ákært verði á ný og málið verði tekið til efnislegrar meðferðar. Grundvallarreglan er sú, að maður er saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð fyrir dómi. Undarlegt er að heyra því haldið fram af talsmanni ákæruvaldsins, að hagsmunir fólks, sem lýst hefur yfir sakleysi sínu, séu þeir að geta sannað sakleysi sitt fyrir dómara! Með því er verið að snúa grundvallarreglunni á haus. Hafi ákæruvaldinu ekki tekist að setja saman trúverðuga ákæru í málinu eftir þriggja ára rannsókn felast hagsmunir sakborninga öðru fremur í því að máli linni. Þrákelkni og þráhyggja starfsmanna ákæruvaldsins má ekki villa öðrum mönnum sýn í þessu efni. Í öðru lagi ber ákæruvaldinu aðeins að skjóta málum til dómstóla séu líkindi á sakfellingu talin meiri en á sýknu. Ákæruvaldið er ekki tilraunastofa þar sem menn „prufa“ sig áfram eins og saksóknari Ríkislögreglustjóra hefur orðað það. Öðru nær. Aðeins á að gefa út ákæru í málum þar sem skýrt liggur fyrir, að refsivert brot hafi verið framið. Hlutverk ákæruvaldsins er m.ö.o. fólgið í því að taka efnislega afstöðu og skjóta aðeins þeim málum fyrir dómstóla, sem eiga þangað erindi. Í þriðja lagi er einfaldlega ekki rétt, að dómur Hæstaréttar feli ekki í sér efnislega niðurstöðu í málinu. Afstaða Hæstaréttar er einmitt mjög skýr og hún tekur til efnislegra þátta, ekki aðeins formsatriða. Fullyrt skal, að ógjörningur verði fyrir ákæruvaldið að setja fram nýja ákæru varðandi mörg ef ekki öll þau atriði, sem vísað hefur verið frá dómstólum. Ástæðan er sú, að Hæstiréttur er ekki aðeins að finna að handvömm og óvandvirkni í framsetningu ákærunnar, heldur er fundið að sjálfum grundvelli málsins. Ekki hefur tekist að sýna fram á það í ákærunni, að refsivert brot hafi verið framið og þar liggur vandi ákæruvaldsins. Þá er heldur ekki rétt, sem fram hefur komið hjá talsmönnum ákæruvaldsins í málinu, að verið sé að herða kröfur um frágang ákæruskjala. Kröfur íslenskra dómstóla séu meiri og strangari en í öðrum löndum. Ákæruskjalið í Baugsmálinu uppfylli kröfur, sem dómstólar hefðu áður talið fullnægjandi. Þetta sé því aðeins formleg niðurstaða um framsetningu og orðalag. Hér horfa menn framhjá þeirri augljósu staðreynd, að í niðurstöðu Hæstaréttar felast alvarlegustu athugasemdirnar í því, að verknaðarlýsing sé í engu samræmi við ætlað brot. Varla hefur það verið látið viðgangast til þessa af dómstólum landsins. Ef verknaðarlýsing fellur ekki að skilyrðum refsiákvæðis þýðir það einfaldlega, að refsivert brot hefur ekki verið framið. Í ljósi alls framangreinds liggur eftirfarandi fyrir: Mál ákæruvaldsins gegn sex sakborningum í Baugsmálinu er enn fyrir dómstólum. Á næstunni ber að flytja málið um þau 8 ákæruatriði, sem eftir standa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæruvaldinu ber að virða þá niðurstöðu dómstóla, að 32 ákæruliðir voru og eru ekki dómtækir. Hyggist menn reyna að fara á svig við reglur um framhaldsákærur og freista þess að ákæra á ný í einhverjum þeirra ákæruliða, sem vísað hefur verið frá, felur það í sér tilræði við mannréttindi sakborninga og þá efnislegu niðurstöðu, sem Hæstiréttur hefur birt í dómi sínum. >
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjá meira