Franski varnarmaðurinn Didier Agathe hjá Glasgow Celtic mun að öllum líkindum fara frá félaginu þegar félagaskiptaglugginn opnast eftir áramótin og er hann nú orðaður við Middlesbrough í úrvalsdeildinni og Leeds í þeirri fyrstu. Agathe hefur ekki verið í náðinni hjá Gordon Strachan, stjóra Celtic og hefur lítið fengið að spila.
