Fordæmi fyrir að fella kjaradóm úr gildi 22. desember 2005 12:03 Einar Oddur Kristinsson hefur hvatt til þess að þing verði kallað saman og úrskurður kjaradóms felldur með lögum. MYND/E.Ól. Þingmenn hafa mælst til þess að Alþingi nemi síðustu launahækkun Kjaradóms þeim til handa úr gildi. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem launahækkanir æðstu ráðamanna yrðu dregnar til baka með lagasetningu á Alþingi. Kjaradómur hækkaði laun æðstu embættismanna og kjörinna fulltrúa um allt að 30 prósent í lok júní árið 1992. Því fer fjarri að við séum að kasta pólitískum bombum, sagði Jón Finnsson, formaður dómsins, í viðtali við Morgunblaðið. Það virðist þó hafa verið raunin því blekið var vart þornað þegar forystumenn launþega stigu fram og fordæmdu hækkunina. Aldrei þessu vant voru forsvarsmenn launþega og vinnuveitenda sammála því hvort tveggja formaður Verkamannsambands Íslands og Vinnuveitendasambands Íslands sögðu þetta gera næstu kjarasamninga mun erfiðari en ella. Stjórnmálamenn urðu ósáttir og gagnrýndu hækkunina. Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, bað Kjaradóm að endurskoða ákvörðun sína, en kjaradómur sagði nei. Þar var þó ekki staðar numið því ríkisstjórnin samþykkti bráðabirgðalög þar sem Kjaradómi var skipað að miða launahækkanir ráðamanna við aðrar launahækkanir. Niðurstaðan varð 1,7 prósenta launahækkun í stað allt að 30 prósenta hækkunar. Þetta voru þó ekki endalokin því þegar kom að því að skipa í Kjaradóm á ný nokkrum mánuðum síðar höfnuðu allir þrír mennirnir í Kjaradómi endurkjöri, að því er kom fram í Morgunblaðinu var ástæðan sú að lögin sem ríkisstjórnin setti og Alþingi samþykkti síðar svo óskýr að ekki væri ljóst hvernig Kjaradómur ætti að starfa. Haustið 1995 ætlaði svo aftur allt um koll að keyra þegar Kjaradómur ákvað að ráðherrar fengju tuttugu prósenta kauphækkun, og þingmenn tíu prósenta hækkun en við það bættist að forsætisnefnd Alþingis ákvað að þingmennskyldu fá skattfrjálsar starfstengdar greiðslur sem námu um fjórðungi þeirra launa sem þeir höfðu fyrir. Þrátt fyrir mikil mótmæli héldu þingmenn þessari launahækkun sinni. Alþingi Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira
Þingmenn hafa mælst til þess að Alþingi nemi síðustu launahækkun Kjaradóms þeim til handa úr gildi. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem launahækkanir æðstu ráðamanna yrðu dregnar til baka með lagasetningu á Alþingi. Kjaradómur hækkaði laun æðstu embættismanna og kjörinna fulltrúa um allt að 30 prósent í lok júní árið 1992. Því fer fjarri að við séum að kasta pólitískum bombum, sagði Jón Finnsson, formaður dómsins, í viðtali við Morgunblaðið. Það virðist þó hafa verið raunin því blekið var vart þornað þegar forystumenn launþega stigu fram og fordæmdu hækkunina. Aldrei þessu vant voru forsvarsmenn launþega og vinnuveitenda sammála því hvort tveggja formaður Verkamannsambands Íslands og Vinnuveitendasambands Íslands sögðu þetta gera næstu kjarasamninga mun erfiðari en ella. Stjórnmálamenn urðu ósáttir og gagnrýndu hækkunina. Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, bað Kjaradóm að endurskoða ákvörðun sína, en kjaradómur sagði nei. Þar var þó ekki staðar numið því ríkisstjórnin samþykkti bráðabirgðalög þar sem Kjaradómi var skipað að miða launahækkanir ráðamanna við aðrar launahækkanir. Niðurstaðan varð 1,7 prósenta launahækkun í stað allt að 30 prósenta hækkunar. Þetta voru þó ekki endalokin því þegar kom að því að skipa í Kjaradóm á ný nokkrum mánuðum síðar höfnuðu allir þrír mennirnir í Kjaradómi endurkjöri, að því er kom fram í Morgunblaðinu var ástæðan sú að lögin sem ríkisstjórnin setti og Alþingi samþykkti síðar svo óskýr að ekki væri ljóst hvernig Kjaradómur ætti að starfa. Haustið 1995 ætlaði svo aftur allt um koll að keyra þegar Kjaradómur ákvað að ráðherrar fengju tuttugu prósenta kauphækkun, og þingmenn tíu prósenta hækkun en við það bættist að forsætisnefnd Alþingis ákvað að þingmennskyldu fá skattfrjálsar starfstengdar greiðslur sem námu um fjórðungi þeirra launa sem þeir höfðu fyrir. Þrátt fyrir mikil mótmæli héldu þingmenn þessari launahækkun sinni.
Alþingi Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira