Innlent

Flestir með nettengingu á Íslandi af norrænu þjóðunum

MYND/Reuters

Hlutfallslega fleiri heimili hér á landi eru tengd Netinu en annars staðar á Norðurlöndum að því er fram kemur í upplýsingum frá Hagstofunni. Árið 2005 voru 84% íslenskra heimila með nettengingu á meðan 75% danskra heimila, 73% sænskra, 64% norskra og 54% finnskra heimila gátu tengst Netinu. Notkun háhraðatengingar er einnig útbreiddari meðal heimila hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×