Íþróttamenn ársins í karla- og kvennaflokki hjá íþróttasambandi fatlaðra voru tilkynntir í dag. Fyrir valinu urðu þau Jón Oddur Halldórsson frjálsíþróttamaður og Kristín Rós Hákonardóttir sundkona.
Bæði eru þau vel að nafnbótinni komin, enda hafa þau bæði verið einstaklega sigrsæl hvort á sínu sviði á síðasta ári.