Sport

Loeb tryggði sér titilinn

NordicPhotos/GettyImages
Franski ökuþórinn Sebastien Loeb hjá Citroen, tryggði sér heimsmeistaratitilinn í rallakstri annað árið í röð um helgina þegar hann hafnaði í öðru sæti í Japansrallinu, á eftir Marcus Grönholm. Stigin nægðu Loeb til að tryggja að enginn ökumaður getur náð honum að stigum í ár. Loeb er aðeins fjórði maðurinn sem nær að verja titil sinn í rallakstri, en áður höfðu þeir Juha Kankkunen, Tommi Makinen og Massimo Biason náð þeim frábæra árangri. "Í sannleka sagt var mér alveg sama hvaða sæti ég hafnaði í þessari keppni, ef ég bara næði að tryggja mér titilinn. Ég reyndi hvað ég gat að gleyma mér ekki við að reyna að keppa við þá Marcus (Grönholm) og Petter (Solberg) um sigurinn í keppninni, því ég vildi forðast að gera mistök," sagði Loeb.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×