Tíminn og efnið 2. október 2005 00:01 Þremenningarnir sem undirbjuggu kæruna á hendur Baugi – Jón Steinar Gunnlaugsson, Kjartan Gunnarsson og Styrmir Gunnarsson – hafa undanfarna daga reynt að skýra sinn hlut í málinu. Í þeim “útskýringum” stendur ekki steinn yfir steini þegar grannt er skoðað. Kjartans þáttur Kjartan Gunnarsson segist hafa átt fund með Styrmi og Jón Steinari “um mánaðamótin júní/júlí” 2002, til að ræða “hæfi og hæfni” Jóns Steinars sem lögmanns Sullenbergers. Þetta stenzt ekki lágmarksskoðun, hvorki fundarefnið né tímasetningin. Við vitum að það er ósatt að þeir hafi þurft að ræða “hæfni” Jóns Steinars sem lögmanns. Styrmir staðfesti það sjálfur. En þurfti að ræða “hæfi” hans? Og hvað merkir það þá? Hvernig gat hann hugsanlega verið vanhæfur? Eini vafinn um “hæfi” í þessu tilviki hlýtur að vakna vegna tengsla Jóns Steinars við Sjálfstæðisflokkinn og forsætisráðherra. En bíðum við – hvernig tengjast forsætisráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn kæru einstaklings á hendur fyrrum viðskiptafélögum? Getur Kjartan Gunnarsson útskýrt það? Og ekki hjálpar tímasetningin. Hvers vegna í ósköpunum ættu mennirnir að vera að ræða þetta um mánaðamótin júní/júlí, þegar búið var að bjóða Jón Steinar fram sem lögmann Sullenbergers strax í maí? Og beðið þá þegar með óþreyju eftir því að hann “taki tilboði Jóns Steinars” og “þiggi aðstoð” hans? Getur Kjartan Gunnarsson útskýrt þetta? Og ætlast Kjartan Gunnarsson ennþá til þess að einhver trúi þessum “skýringum”? Styrmis þáttur Helzta skýring Stymis á afskiptum hans og greiðasemi við Sullenberger er sú, að hann og Morgunblaðið hafi alltaf hjálpað lítilmagnanum. Undir þetta tekur stjórnarformaður Árvakurs. Þetta stenzt heldur ekki skoðun, hvorki efni né tímasetningar. Davíð Logi Sigurðsson blaðamaður hefur upplýst hvaða skjöl það voru, sem hann þýddi að beiðni Styrmis. Það voru tvær fréttir úr Morgunblaðinu, önnur um innrásina í Baug í ágúst 2002, hin um afsagnir úr stjórn Baugs í marz 2003. Skoðum þessar tímasetningar. Þetta gerðist ekki á meðan Sullenberger var enn að undirbúa kærur og þurfti á aðstoð að halda, eins og Styrmir sagði. Hálfu ári eftir að Sullenberger kærir er Styrmir ennþá að hjálpa honum (og raunar líka mánuði eftir að hann skrifaði yfirlætisfullan leiðara um “dylgjur” Ingibjargar Sólrúnar um óeðlileg afskipti stjórnmálamanna af einkafyrirtækjum). Þetta er líka hálfu ári eftir að Sullenberger og Baugur semja í einkamálinu, sem færði Sullenberger 120 milljónir, aftur að sögn Styrmis. Var það sá lítilmagni sem þurfti á aðstoð Morgunblaðsins að halda vegna fjárskorts? Ætlast Styrmir Gunnarsson ennþá til þess að einhver trúi þessum “skýringum”? Jóns þáttur Steinars Hæstaréttardómarinn lýsti því yfir að Sullenberger hefði haft samband við hann óforvarendis, eins og hver annar borgari, “sumarið 2002” og Jón Steinar hefði tekið að sér “venjuleg lögmannsstörf” fyrir hann. Enn þvælast bæði efni og tímasetningar fyrir sannleikanum. Í tölvubréfum kemur fram að aðstoð Jóns Steinars hafi verið boðin fram – ekki falazt eftir henni – snemma í maí 2002. Var það gert að honum forspurðum? Hafði hann ekkert heyrt af málinu? Hafði hann ekki samþykkt að taka það sér? Getur Jón Steinar útskýrt þetta? Og ef þetta voru bara “venjuleg lögmannsstörf”, af hverju þurfti hann að funda með framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins um þau? Ef þetta voru bara “venjuleg lögmannsstörf”, af hverju skipti þá máli ófrávíkjanlegur og innmúraður trúnaður Jóns Steinars við “ónefndan”? Hvernig tengdust Sjálfstæðisflokkurinn og Davíð Oddsson þessum “venjulegu lögmannsstörfum”? Ætlast Jón Steinar Gunnlaugsson ennþá til þess að einhver trúi þessum “skýringum”? Karl Th. Birgisson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Þremenningarnir sem undirbjuggu kæruna á hendur Baugi – Jón Steinar Gunnlaugsson, Kjartan Gunnarsson og Styrmir Gunnarsson – hafa undanfarna daga reynt að skýra sinn hlut í málinu. Í þeim “útskýringum” stendur ekki steinn yfir steini þegar grannt er skoðað. Kjartans þáttur Kjartan Gunnarsson segist hafa átt fund með Styrmi og Jón Steinari “um mánaðamótin júní/júlí” 2002, til að ræða “hæfi og hæfni” Jóns Steinars sem lögmanns Sullenbergers. Þetta stenzt ekki lágmarksskoðun, hvorki fundarefnið né tímasetningin. Við vitum að það er ósatt að þeir hafi þurft að ræða “hæfni” Jóns Steinars sem lögmanns. Styrmir staðfesti það sjálfur. En þurfti að ræða “hæfi” hans? Og hvað merkir það þá? Hvernig gat hann hugsanlega verið vanhæfur? Eini vafinn um “hæfi” í þessu tilviki hlýtur að vakna vegna tengsla Jóns Steinars við Sjálfstæðisflokkinn og forsætisráðherra. En bíðum við – hvernig tengjast forsætisráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn kæru einstaklings á hendur fyrrum viðskiptafélögum? Getur Kjartan Gunnarsson útskýrt það? Og ekki hjálpar tímasetningin. Hvers vegna í ósköpunum ættu mennirnir að vera að ræða þetta um mánaðamótin júní/júlí, þegar búið var að bjóða Jón Steinar fram sem lögmann Sullenbergers strax í maí? Og beðið þá þegar með óþreyju eftir því að hann “taki tilboði Jóns Steinars” og “þiggi aðstoð” hans? Getur Kjartan Gunnarsson útskýrt þetta? Og ætlast Kjartan Gunnarsson ennþá til þess að einhver trúi þessum “skýringum”? Styrmis þáttur Helzta skýring Stymis á afskiptum hans og greiðasemi við Sullenberger er sú, að hann og Morgunblaðið hafi alltaf hjálpað lítilmagnanum. Undir þetta tekur stjórnarformaður Árvakurs. Þetta stenzt heldur ekki skoðun, hvorki efni né tímasetningar. Davíð Logi Sigurðsson blaðamaður hefur upplýst hvaða skjöl það voru, sem hann þýddi að beiðni Styrmis. Það voru tvær fréttir úr Morgunblaðinu, önnur um innrásina í Baug í ágúst 2002, hin um afsagnir úr stjórn Baugs í marz 2003. Skoðum þessar tímasetningar. Þetta gerðist ekki á meðan Sullenberger var enn að undirbúa kærur og þurfti á aðstoð að halda, eins og Styrmir sagði. Hálfu ári eftir að Sullenberger kærir er Styrmir ennþá að hjálpa honum (og raunar líka mánuði eftir að hann skrifaði yfirlætisfullan leiðara um “dylgjur” Ingibjargar Sólrúnar um óeðlileg afskipti stjórnmálamanna af einkafyrirtækjum). Þetta er líka hálfu ári eftir að Sullenberger og Baugur semja í einkamálinu, sem færði Sullenberger 120 milljónir, aftur að sögn Styrmis. Var það sá lítilmagni sem þurfti á aðstoð Morgunblaðsins að halda vegna fjárskorts? Ætlast Styrmir Gunnarsson ennþá til þess að einhver trúi þessum “skýringum”? Jóns þáttur Steinars Hæstaréttardómarinn lýsti því yfir að Sullenberger hefði haft samband við hann óforvarendis, eins og hver annar borgari, “sumarið 2002” og Jón Steinar hefði tekið að sér “venjuleg lögmannsstörf” fyrir hann. Enn þvælast bæði efni og tímasetningar fyrir sannleikanum. Í tölvubréfum kemur fram að aðstoð Jóns Steinars hafi verið boðin fram – ekki falazt eftir henni – snemma í maí 2002. Var það gert að honum forspurðum? Hafði hann ekkert heyrt af málinu? Hafði hann ekki samþykkt að taka það sér? Getur Jón Steinar útskýrt þetta? Og ef þetta voru bara “venjuleg lögmannsstörf”, af hverju þurfti hann að funda með framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins um þau? Ef þetta voru bara “venjuleg lögmannsstörf”, af hverju skipti þá máli ófrávíkjanlegur og innmúraður trúnaður Jóns Steinars við “ónefndan”? Hvernig tengdust Sjálfstæðisflokkurinn og Davíð Oddsson þessum “venjulegu lögmannsstörfum”? Ætlast Jón Steinar Gunnlaugsson ennþá til þess að einhver trúi þessum “skýringum”? Karl Th. Birgisson
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar