Tíminn og efnið 2. október 2005 00:01 Þremenningarnir sem undirbjuggu kæruna á hendur Baugi – Jón Steinar Gunnlaugsson, Kjartan Gunnarsson og Styrmir Gunnarsson – hafa undanfarna daga reynt að skýra sinn hlut í málinu. Í þeim “útskýringum” stendur ekki steinn yfir steini þegar grannt er skoðað. Kjartans þáttur Kjartan Gunnarsson segist hafa átt fund með Styrmi og Jón Steinari “um mánaðamótin júní/júlí” 2002, til að ræða “hæfi og hæfni” Jóns Steinars sem lögmanns Sullenbergers. Þetta stenzt ekki lágmarksskoðun, hvorki fundarefnið né tímasetningin. Við vitum að það er ósatt að þeir hafi þurft að ræða “hæfni” Jóns Steinars sem lögmanns. Styrmir staðfesti það sjálfur. En þurfti að ræða “hæfi” hans? Og hvað merkir það þá? Hvernig gat hann hugsanlega verið vanhæfur? Eini vafinn um “hæfi” í þessu tilviki hlýtur að vakna vegna tengsla Jóns Steinars við Sjálfstæðisflokkinn og forsætisráðherra. En bíðum við – hvernig tengjast forsætisráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn kæru einstaklings á hendur fyrrum viðskiptafélögum? Getur Kjartan Gunnarsson útskýrt það? Og ekki hjálpar tímasetningin. Hvers vegna í ósköpunum ættu mennirnir að vera að ræða þetta um mánaðamótin júní/júlí, þegar búið var að bjóða Jón Steinar fram sem lögmann Sullenbergers strax í maí? Og beðið þá þegar með óþreyju eftir því að hann “taki tilboði Jóns Steinars” og “þiggi aðstoð” hans? Getur Kjartan Gunnarsson útskýrt þetta? Og ætlast Kjartan Gunnarsson ennþá til þess að einhver trúi þessum “skýringum”? Styrmis þáttur Helzta skýring Stymis á afskiptum hans og greiðasemi við Sullenberger er sú, að hann og Morgunblaðið hafi alltaf hjálpað lítilmagnanum. Undir þetta tekur stjórnarformaður Árvakurs. Þetta stenzt heldur ekki skoðun, hvorki efni né tímasetningar. Davíð Logi Sigurðsson blaðamaður hefur upplýst hvaða skjöl það voru, sem hann þýddi að beiðni Styrmis. Það voru tvær fréttir úr Morgunblaðinu, önnur um innrásina í Baug í ágúst 2002, hin um afsagnir úr stjórn Baugs í marz 2003. Skoðum þessar tímasetningar. Þetta gerðist ekki á meðan Sullenberger var enn að undirbúa kærur og þurfti á aðstoð að halda, eins og Styrmir sagði. Hálfu ári eftir að Sullenberger kærir er Styrmir ennþá að hjálpa honum (og raunar líka mánuði eftir að hann skrifaði yfirlætisfullan leiðara um “dylgjur” Ingibjargar Sólrúnar um óeðlileg afskipti stjórnmálamanna af einkafyrirtækjum). Þetta er líka hálfu ári eftir að Sullenberger og Baugur semja í einkamálinu, sem færði Sullenberger 120 milljónir, aftur að sögn Styrmis. Var það sá lítilmagni sem þurfti á aðstoð Morgunblaðsins að halda vegna fjárskorts? Ætlast Styrmir Gunnarsson ennþá til þess að einhver trúi þessum “skýringum”? Jóns þáttur Steinars Hæstaréttardómarinn lýsti því yfir að Sullenberger hefði haft samband við hann óforvarendis, eins og hver annar borgari, “sumarið 2002” og Jón Steinar hefði tekið að sér “venjuleg lögmannsstörf” fyrir hann. Enn þvælast bæði efni og tímasetningar fyrir sannleikanum. Í tölvubréfum kemur fram að aðstoð Jóns Steinars hafi verið boðin fram – ekki falazt eftir henni – snemma í maí 2002. Var það gert að honum forspurðum? Hafði hann ekkert heyrt af málinu? Hafði hann ekki samþykkt að taka það sér? Getur Jón Steinar útskýrt þetta? Og ef þetta voru bara “venjuleg lögmannsstörf”, af hverju þurfti hann að funda með framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins um þau? Ef þetta voru bara “venjuleg lögmannsstörf”, af hverju skipti þá máli ófrávíkjanlegur og innmúraður trúnaður Jóns Steinars við “ónefndan”? Hvernig tengdust Sjálfstæðisflokkurinn og Davíð Oddsson þessum “venjulegu lögmannsstörfum”? Ætlast Jón Steinar Gunnlaugsson ennþá til þess að einhver trúi þessum “skýringum”? Karl Th. Birgisson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Þremenningarnir sem undirbjuggu kæruna á hendur Baugi – Jón Steinar Gunnlaugsson, Kjartan Gunnarsson og Styrmir Gunnarsson – hafa undanfarna daga reynt að skýra sinn hlut í málinu. Í þeim “útskýringum” stendur ekki steinn yfir steini þegar grannt er skoðað. Kjartans þáttur Kjartan Gunnarsson segist hafa átt fund með Styrmi og Jón Steinari “um mánaðamótin júní/júlí” 2002, til að ræða “hæfi og hæfni” Jóns Steinars sem lögmanns Sullenbergers. Þetta stenzt ekki lágmarksskoðun, hvorki fundarefnið né tímasetningin. Við vitum að það er ósatt að þeir hafi þurft að ræða “hæfni” Jóns Steinars sem lögmanns. Styrmir staðfesti það sjálfur. En þurfti að ræða “hæfi” hans? Og hvað merkir það þá? Hvernig gat hann hugsanlega verið vanhæfur? Eini vafinn um “hæfi” í þessu tilviki hlýtur að vakna vegna tengsla Jóns Steinars við Sjálfstæðisflokkinn og forsætisráðherra. En bíðum við – hvernig tengjast forsætisráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn kæru einstaklings á hendur fyrrum viðskiptafélögum? Getur Kjartan Gunnarsson útskýrt það? Og ekki hjálpar tímasetningin. Hvers vegna í ósköpunum ættu mennirnir að vera að ræða þetta um mánaðamótin júní/júlí, þegar búið var að bjóða Jón Steinar fram sem lögmann Sullenbergers strax í maí? Og beðið þá þegar með óþreyju eftir því að hann “taki tilboði Jóns Steinars” og “þiggi aðstoð” hans? Getur Kjartan Gunnarsson útskýrt þetta? Og ætlast Kjartan Gunnarsson ennþá til þess að einhver trúi þessum “skýringum”? Styrmis þáttur Helzta skýring Stymis á afskiptum hans og greiðasemi við Sullenberger er sú, að hann og Morgunblaðið hafi alltaf hjálpað lítilmagnanum. Undir þetta tekur stjórnarformaður Árvakurs. Þetta stenzt heldur ekki skoðun, hvorki efni né tímasetningar. Davíð Logi Sigurðsson blaðamaður hefur upplýst hvaða skjöl það voru, sem hann þýddi að beiðni Styrmis. Það voru tvær fréttir úr Morgunblaðinu, önnur um innrásina í Baug í ágúst 2002, hin um afsagnir úr stjórn Baugs í marz 2003. Skoðum þessar tímasetningar. Þetta gerðist ekki á meðan Sullenberger var enn að undirbúa kærur og þurfti á aðstoð að halda, eins og Styrmir sagði. Hálfu ári eftir að Sullenberger kærir er Styrmir ennþá að hjálpa honum (og raunar líka mánuði eftir að hann skrifaði yfirlætisfullan leiðara um “dylgjur” Ingibjargar Sólrúnar um óeðlileg afskipti stjórnmálamanna af einkafyrirtækjum). Þetta er líka hálfu ári eftir að Sullenberger og Baugur semja í einkamálinu, sem færði Sullenberger 120 milljónir, aftur að sögn Styrmis. Var það sá lítilmagni sem þurfti á aðstoð Morgunblaðsins að halda vegna fjárskorts? Ætlast Styrmir Gunnarsson ennþá til þess að einhver trúi þessum “skýringum”? Jóns þáttur Steinars Hæstaréttardómarinn lýsti því yfir að Sullenberger hefði haft samband við hann óforvarendis, eins og hver annar borgari, “sumarið 2002” og Jón Steinar hefði tekið að sér “venjuleg lögmannsstörf” fyrir hann. Enn þvælast bæði efni og tímasetningar fyrir sannleikanum. Í tölvubréfum kemur fram að aðstoð Jóns Steinars hafi verið boðin fram – ekki falazt eftir henni – snemma í maí 2002. Var það gert að honum forspurðum? Hafði hann ekkert heyrt af málinu? Hafði hann ekki samþykkt að taka það sér? Getur Jón Steinar útskýrt þetta? Og ef þetta voru bara “venjuleg lögmannsstörf”, af hverju þurfti hann að funda með framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins um þau? Ef þetta voru bara “venjuleg lögmannsstörf”, af hverju skipti þá máli ófrávíkjanlegur og innmúraður trúnaður Jóns Steinars við “ónefndan”? Hvernig tengdust Sjálfstæðisflokkurinn og Davíð Oddsson þessum “venjulegu lögmannsstörfum”? Ætlast Jón Steinar Gunnlaugsson ennþá til þess að einhver trúi þessum “skýringum”? Karl Th. Birgisson
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun