Jón Steinar kom að Baugsmáli í maí 24. september 2005 00:01 Samskipti Jóns Geralds Sullenberger og Jóns Steinars Gunnlaugssonar, þá hæstaréttarlögmanns, varðandi Baugsmálið ná að minnsta kosti aftur til 28. maí 2002. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hefur staðfest við Fréttablaðið að hafa verið milligöngumaður um að koma tengslum á þeirra á milli. Þá staðfestir Styrmir, sem og Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, að þeir tveir hafi fundað með Jóni Steinari um mánaðamótin júní og júlí sama ár um mál Jóns Geralds og Baugs. Samkvæmt yfirlýsingu sem Kjartan sendi frá sér í gær kemur fram að Styrmir hafi spurt Kjartan um mánaðamótin júní/júlí hvort mál Jóns Geralds væri ekki í höndum "vandaðs og heiðarlegs lögmanns" ef Jón Steinar tæki það að sér. Kjartan segir að þeir þrír hafi jafnframt fundað um málið. Samkvæmt tölvupóstsendingum milli Jónínu Benediktsdóttur, Jóns Geralds og Styrmis hófust samskipti Jóns Geralds og Jóns Steinars að minnsta kosti í lok maí, rúmum mánuði áður en Kjartan veitti Styrmi álit sitt um Jón Steinar. 9. maí 2002 sendi Jónína svohljóðandi tölvupóst til Jóns Geralds: "Elsku Jón minn. Nú er verið að rannsaka allt og alla í spillingunni hérna heima. Það er því mikilvægt að þú verðir á undan að biðja um aðstoð. Ég legg til að þú þiggir hjálp Jóns Steinars og farir bara í mál við Baug og fáir það sem þú átt skilið. Til þess að það geti gerst þarft þú að koma heim með einhver gögn og sýna honum. Þetta er allt í trúnaði og ef honum sýnist þú ekki hafa neina réttarstöðu þá veist þú um næst besta möguleikann. Það er svo gott að eiga þessa menn að." 20. maí sendir Styrmir Jónínu svohljóðandi tölvupóst: "Veiztu hvernig þetta stendur efnislega? Hafa þeir boðið honum hærri greiðslur? Er hann tilbúinn að tala við Jón Steinar?" 29. maí sendir Styrmir Jónínu svohljóðandi tölvupóst: "Jón Gerald hringdi í Jón Steinar seint í gærkvöldi að íslenzkum tíma. Jón Steinar bað hann um að hringja á skrifstofuna í dag þar sem hann átti ekki gott með að tala við hann og á von á því að hann hringi eftir hádegið." 20. júní áframsendir Jón Gerald með tölvupóstum ýmis gögn er varða samskipti hans og Tryggva Jónssonar hjá Baugi til Jóns Steinars, sem sendir þau áfram til Styrmis. Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Samskipti Jóns Geralds Sullenberger og Jóns Steinars Gunnlaugssonar, þá hæstaréttarlögmanns, varðandi Baugsmálið ná að minnsta kosti aftur til 28. maí 2002. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hefur staðfest við Fréttablaðið að hafa verið milligöngumaður um að koma tengslum á þeirra á milli. Þá staðfestir Styrmir, sem og Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, að þeir tveir hafi fundað með Jóni Steinari um mánaðamótin júní og júlí sama ár um mál Jóns Geralds og Baugs. Samkvæmt yfirlýsingu sem Kjartan sendi frá sér í gær kemur fram að Styrmir hafi spurt Kjartan um mánaðamótin júní/júlí hvort mál Jóns Geralds væri ekki í höndum "vandaðs og heiðarlegs lögmanns" ef Jón Steinar tæki það að sér. Kjartan segir að þeir þrír hafi jafnframt fundað um málið. Samkvæmt tölvupóstsendingum milli Jónínu Benediktsdóttur, Jóns Geralds og Styrmis hófust samskipti Jóns Geralds og Jóns Steinars að minnsta kosti í lok maí, rúmum mánuði áður en Kjartan veitti Styrmi álit sitt um Jón Steinar. 9. maí 2002 sendi Jónína svohljóðandi tölvupóst til Jóns Geralds: "Elsku Jón minn. Nú er verið að rannsaka allt og alla í spillingunni hérna heima. Það er því mikilvægt að þú verðir á undan að biðja um aðstoð. Ég legg til að þú þiggir hjálp Jóns Steinars og farir bara í mál við Baug og fáir það sem þú átt skilið. Til þess að það geti gerst þarft þú að koma heim með einhver gögn og sýna honum. Þetta er allt í trúnaði og ef honum sýnist þú ekki hafa neina réttarstöðu þá veist þú um næst besta möguleikann. Það er svo gott að eiga þessa menn að." 20. maí sendir Styrmir Jónínu svohljóðandi tölvupóst: "Veiztu hvernig þetta stendur efnislega? Hafa þeir boðið honum hærri greiðslur? Er hann tilbúinn að tala við Jón Steinar?" 29. maí sendir Styrmir Jónínu svohljóðandi tölvupóst: "Jón Gerald hringdi í Jón Steinar seint í gærkvöldi að íslenzkum tíma. Jón Steinar bað hann um að hringja á skrifstofuna í dag þar sem hann átti ekki gott með að tala við hann og á von á því að hann hringi eftir hádegið." 20. júní áframsendir Jón Gerald með tölvupóstum ýmis gögn er varða samskipti hans og Tryggva Jónssonar hjá Baugi til Jóns Steinars, sem sendir þau áfram til Styrmis.
Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira