Ásbjörn setti heimsmet um helgina 15. september 2005 00:01 Kraftlyftingamaðurinn ungi Ásbjörn Ólafsson, keppti á Heimsmeistaramóti drengja og unglinga í Fort Wayne í Bandaríkjunum um liðna helgi og setti þar glæsilegt heimsmet í flokki drengja 18 ára og yngri, þegar hann lyfti 205 kílóum í bekkpressu. Metið stóð að vísu ekki lengi, því það var bætt síðar á mótinu, en árangurinn er engu að síður glæsilegur. Þetta var í fyrsta skipti í yfir 20 ár sem Íslendingur setur heimsmet í kraftlyftingum, eða síðan heljarmennið Skúli Óskarsson setti heimsmet í réttstöðulyftu sem seint var slegið. Ásbjörn hafnaði í fimmta sæti í samanlögðu á mótinu með 715 kíló. Ásbjörn var mjög hógvær á árangur sinn þegar Vísir hafði samband við hann og sagðist ekki hafa verið nógu sáttur við árangurinn. "Þetta var nú bara mitt fyrsta stórmót, þannig að maður var dálítið stressaður og gerði nokkur mistök, en reyndir menn hafa sagt mér að þeir hafi verið í sömu sporum þegar þeir byrjuðu," sagði Ásbjörn, sem segist eiga nóg inni. "Ég náði ekki að taka "max" þyngdir þarna úti og það hjálpaði mér ekki að ég var dálítið meiddur eftir vinnuslys, en það var nokkuð góð stemming þarna úti." sagði Ásbjörn og bætti því við að þetta verði örugglega ekki síðasta heimsmetið sem hann slær á ferlinum. Sigfús Fossdal keppti einnig á þessu sama móti, en hann keppti í yfir 125 kg flokki eins og Ásbjörn, en í flokknum 19-23 ára. Sigfús hafnaði í fjórða sæti í sínum flokki með 805 kg í samanlögðu og var því árangur íslensku keppendanna prýðilegur. Íþróttir Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Sjá meira
Kraftlyftingamaðurinn ungi Ásbjörn Ólafsson, keppti á Heimsmeistaramóti drengja og unglinga í Fort Wayne í Bandaríkjunum um liðna helgi og setti þar glæsilegt heimsmet í flokki drengja 18 ára og yngri, þegar hann lyfti 205 kílóum í bekkpressu. Metið stóð að vísu ekki lengi, því það var bætt síðar á mótinu, en árangurinn er engu að síður glæsilegur. Þetta var í fyrsta skipti í yfir 20 ár sem Íslendingur setur heimsmet í kraftlyftingum, eða síðan heljarmennið Skúli Óskarsson setti heimsmet í réttstöðulyftu sem seint var slegið. Ásbjörn hafnaði í fimmta sæti í samanlögðu á mótinu með 715 kíló. Ásbjörn var mjög hógvær á árangur sinn þegar Vísir hafði samband við hann og sagðist ekki hafa verið nógu sáttur við árangurinn. "Þetta var nú bara mitt fyrsta stórmót, þannig að maður var dálítið stressaður og gerði nokkur mistök, en reyndir menn hafa sagt mér að þeir hafi verið í sömu sporum þegar þeir byrjuðu," sagði Ásbjörn, sem segist eiga nóg inni. "Ég náði ekki að taka "max" þyngdir þarna úti og það hjálpaði mér ekki að ég var dálítið meiddur eftir vinnuslys, en það var nokkuð góð stemming þarna úti." sagði Ásbjörn og bætti því við að þetta verði örugglega ekki síðasta heimsmetið sem hann slær á ferlinum. Sigfús Fossdal keppti einnig á þessu sama móti, en hann keppti í yfir 125 kg flokki eins og Ásbjörn, en í flokknum 19-23 ára. Sigfús hafnaði í fjórða sæti í sínum flokki með 805 kg í samanlögðu og var því árangur íslensku keppendanna prýðilegur.
Íþróttir Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Sjá meira