Knattspyrnufíkn Þjóðarinnar 5. september 2005 00:01 Knattspyrnufíkn Íslendinga virðist vera óseðjandi. Þegar Ríkissjónvarpið hóf útsendingar frá leikjum í enska boltanum var einn leikur sýndur klukkan 15.00. Bjarni Fel í rokna formi. Stöð 2 keypti svo deildina og hóf útsendingar á sama tíma. Bætti svo um betur þegar Sýn fór að senda út boltann. Á tíma mátti jafnvel sjá tvo leiki á laugardegi í beinni útsendingu. Skjár einn náði svo óvænt að klófesta enska boltann fyrir tveimur árum. Hann hafði í umsjá Stöðvar 2 og Sýnar orðið að einu vinsælasta sjónvarpsefni þjóðarinnar. Margir fögnuðu enda var hann nú ókeypis. Ekki tóku allir undir þau fagnaðaróp vegna þess að þeim fannst boltavitleysan trufla hefðbundna dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar. Það var því strax útlit fyrir að Adam yrði ekki lengi í Paradís, enski boltinn myndi rata inná áskriftarstöð. Það hefur nú og gerst. Enski boltinn er sjónvarpsstöð þar sem hægt er að skipta milli fimm rása og aðdáendur stærstu liðanna eiga að geta séð liðið sitt spila um hverja helgi. Ofan á þetta er Sýn með meistaradeild Evrópu, sterkustu deild heims, þar sem stærstu lið álfunnar etja kappi um einn mikilvægasta titil sem nokkurt félagslið getur unnið. Þar að auki eru beinar útsendingar frá ítalska boltanum og spænska boltanum. Sýn hefur einnig hafið útsendingar frá ensku fyrstu deildinni og þá geta aðdáendur skosku liðanna Glasgow Celtic og Glasgow Rangers alltaf séð viðureignir þeirra liða. Ekki má gleyma Ríkissjónvarpsinu sem hefur verið með beinar útsendingar frá þýska boltanum. Það má heldur ekki gleyma því að knattspyrna er vinsælasta íþrótt í heimi. Knattspyrnusamböndin FIFA og UEFA eru stór fyrirtæki sem skila milljörðum í gróða. Sjónvarpsútsendingar eru seldar fyrir himinháar fjárhæðir og sjónvarpsstöðvar komast í feitt ef þær tryggja sér slíkan rétt. Margir töldu daga Sýnar talda þegar hún missti af enska boltanum, en áskrifendur Sýnar hafa haldið tryggð við sitt félag og bara bætt íþróttastöð Skjás eins við sig. Fíknin er óseðjandi. Þá má heldur ekki gleyma þeim sem standa inni á vellinum. Á áttunda og níunda áratugnum voru knattspyrnumenn yfirleitt mjög asnalegir og enginn vissi neitt um þeirra einkalíf. Á tíunda áratugnum varð hins vegar gjörbylting. Manchester United braust fram á nýjan leik og varð stórfélag. Það hugsaði þó ekki bara um árangur inni á vellinum heldur einnig utan hans. Leikmenn liðsins urðu stórstjörnur og voru markaðssettar sem slíkar. Má þar nefna David Beckham og Ryan Giggs. Í dag eru afleiðingar þessarar markaðsvæðingar þær að leikmenn eru seldir og keyptir fyrir fjárhæðir sem þekktust ekki fyrir tuttugu árum. Þeir eru stórstjörnur sem leikmenn eins og George Best segja engu síðri en poppstjörnur. "Það tók Christiano Ronaldo tíu mínútur að koma inn á af því að hann þurfti að fjarlæga allt glingrið áður," lét Best hafa eftir sér. Sjálfur varð Best fórnarlamb frægðarinnar þegar hann tók Bakkus fram yfir boltann. Sjónvarpsfíklar fá því úr nógu að moða á næstu mánuðum þegar deildirnar fara að rúlla fyrir alvöru. Ofan á þetta bætist svo að þeir sem hafa engan áhuga á knattspyrnu verða sennilega einir á ferli á næsta ári. Útsendingar frá HM 2006 hefjast nefnilega skömmu eftir að öllum deildarkeppnum lýkur/> Freyr Gígja Gunnarsson -freyrgigja@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Innlent Í brennidepli Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Knattspyrnufíkn Íslendinga virðist vera óseðjandi. Þegar Ríkissjónvarpið hóf útsendingar frá leikjum í enska boltanum var einn leikur sýndur klukkan 15.00. Bjarni Fel í rokna formi. Stöð 2 keypti svo deildina og hóf útsendingar á sama tíma. Bætti svo um betur þegar Sýn fór að senda út boltann. Á tíma mátti jafnvel sjá tvo leiki á laugardegi í beinni útsendingu. Skjár einn náði svo óvænt að klófesta enska boltann fyrir tveimur árum. Hann hafði í umsjá Stöðvar 2 og Sýnar orðið að einu vinsælasta sjónvarpsefni þjóðarinnar. Margir fögnuðu enda var hann nú ókeypis. Ekki tóku allir undir þau fagnaðaróp vegna þess að þeim fannst boltavitleysan trufla hefðbundna dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar. Það var því strax útlit fyrir að Adam yrði ekki lengi í Paradís, enski boltinn myndi rata inná áskriftarstöð. Það hefur nú og gerst. Enski boltinn er sjónvarpsstöð þar sem hægt er að skipta milli fimm rása og aðdáendur stærstu liðanna eiga að geta séð liðið sitt spila um hverja helgi. Ofan á þetta er Sýn með meistaradeild Evrópu, sterkustu deild heims, þar sem stærstu lið álfunnar etja kappi um einn mikilvægasta titil sem nokkurt félagslið getur unnið. Þar að auki eru beinar útsendingar frá ítalska boltanum og spænska boltanum. Sýn hefur einnig hafið útsendingar frá ensku fyrstu deildinni og þá geta aðdáendur skosku liðanna Glasgow Celtic og Glasgow Rangers alltaf séð viðureignir þeirra liða. Ekki má gleyma Ríkissjónvarpsinu sem hefur verið með beinar útsendingar frá þýska boltanum. Það má heldur ekki gleyma því að knattspyrna er vinsælasta íþrótt í heimi. Knattspyrnusamböndin FIFA og UEFA eru stór fyrirtæki sem skila milljörðum í gróða. Sjónvarpsútsendingar eru seldar fyrir himinháar fjárhæðir og sjónvarpsstöðvar komast í feitt ef þær tryggja sér slíkan rétt. Margir töldu daga Sýnar talda þegar hún missti af enska boltanum, en áskrifendur Sýnar hafa haldið tryggð við sitt félag og bara bætt íþróttastöð Skjás eins við sig. Fíknin er óseðjandi. Þá má heldur ekki gleyma þeim sem standa inni á vellinum. Á áttunda og níunda áratugnum voru knattspyrnumenn yfirleitt mjög asnalegir og enginn vissi neitt um þeirra einkalíf. Á tíunda áratugnum varð hins vegar gjörbylting. Manchester United braust fram á nýjan leik og varð stórfélag. Það hugsaði þó ekki bara um árangur inni á vellinum heldur einnig utan hans. Leikmenn liðsins urðu stórstjörnur og voru markaðssettar sem slíkar. Má þar nefna David Beckham og Ryan Giggs. Í dag eru afleiðingar þessarar markaðsvæðingar þær að leikmenn eru seldir og keyptir fyrir fjárhæðir sem þekktust ekki fyrir tuttugu árum. Þeir eru stórstjörnur sem leikmenn eins og George Best segja engu síðri en poppstjörnur. "Það tók Christiano Ronaldo tíu mínútur að koma inn á af því að hann þurfti að fjarlæga allt glingrið áður," lét Best hafa eftir sér. Sjálfur varð Best fórnarlamb frægðarinnar þegar hann tók Bakkus fram yfir boltann. Sjónvarpsfíklar fá því úr nógu að moða á næstu mánuðum þegar deildirnar fara að rúlla fyrir alvöru. Ofan á þetta bætist svo að þeir sem hafa engan áhuga á knattspyrnu verða sennilega einir á ferli á næsta ári. Útsendingar frá HM 2006 hefjast nefnilega skömmu eftir að öllum deildarkeppnum lýkur/> Freyr Gígja Gunnarsson -freyrgigja@frettabladid.is
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar