Knattspyrnufíkn Þjóðarinnar 5. september 2005 00:01 Knattspyrnufíkn Íslendinga virðist vera óseðjandi. Þegar Ríkissjónvarpið hóf útsendingar frá leikjum í enska boltanum var einn leikur sýndur klukkan 15.00. Bjarni Fel í rokna formi. Stöð 2 keypti svo deildina og hóf útsendingar á sama tíma. Bætti svo um betur þegar Sýn fór að senda út boltann. Á tíma mátti jafnvel sjá tvo leiki á laugardegi í beinni útsendingu. Skjár einn náði svo óvænt að klófesta enska boltann fyrir tveimur árum. Hann hafði í umsjá Stöðvar 2 og Sýnar orðið að einu vinsælasta sjónvarpsefni þjóðarinnar. Margir fögnuðu enda var hann nú ókeypis. Ekki tóku allir undir þau fagnaðaróp vegna þess að þeim fannst boltavitleysan trufla hefðbundna dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar. Það var því strax útlit fyrir að Adam yrði ekki lengi í Paradís, enski boltinn myndi rata inná áskriftarstöð. Það hefur nú og gerst. Enski boltinn er sjónvarpsstöð þar sem hægt er að skipta milli fimm rása og aðdáendur stærstu liðanna eiga að geta séð liðið sitt spila um hverja helgi. Ofan á þetta er Sýn með meistaradeild Evrópu, sterkustu deild heims, þar sem stærstu lið álfunnar etja kappi um einn mikilvægasta titil sem nokkurt félagslið getur unnið. Þar að auki eru beinar útsendingar frá ítalska boltanum og spænska boltanum. Sýn hefur einnig hafið útsendingar frá ensku fyrstu deildinni og þá geta aðdáendur skosku liðanna Glasgow Celtic og Glasgow Rangers alltaf séð viðureignir þeirra liða. Ekki má gleyma Ríkissjónvarpsinu sem hefur verið með beinar útsendingar frá þýska boltanum. Það má heldur ekki gleyma því að knattspyrna er vinsælasta íþrótt í heimi. Knattspyrnusamböndin FIFA og UEFA eru stór fyrirtæki sem skila milljörðum í gróða. Sjónvarpsútsendingar eru seldar fyrir himinháar fjárhæðir og sjónvarpsstöðvar komast í feitt ef þær tryggja sér slíkan rétt. Margir töldu daga Sýnar talda þegar hún missti af enska boltanum, en áskrifendur Sýnar hafa haldið tryggð við sitt félag og bara bætt íþróttastöð Skjás eins við sig. Fíknin er óseðjandi. Þá má heldur ekki gleyma þeim sem standa inni á vellinum. Á áttunda og níunda áratugnum voru knattspyrnumenn yfirleitt mjög asnalegir og enginn vissi neitt um þeirra einkalíf. Á tíunda áratugnum varð hins vegar gjörbylting. Manchester United braust fram á nýjan leik og varð stórfélag. Það hugsaði þó ekki bara um árangur inni á vellinum heldur einnig utan hans. Leikmenn liðsins urðu stórstjörnur og voru markaðssettar sem slíkar. Má þar nefna David Beckham og Ryan Giggs. Í dag eru afleiðingar þessarar markaðsvæðingar þær að leikmenn eru seldir og keyptir fyrir fjárhæðir sem þekktust ekki fyrir tuttugu árum. Þeir eru stórstjörnur sem leikmenn eins og George Best segja engu síðri en poppstjörnur. "Það tók Christiano Ronaldo tíu mínútur að koma inn á af því að hann þurfti að fjarlæga allt glingrið áður," lét Best hafa eftir sér. Sjálfur varð Best fórnarlamb frægðarinnar þegar hann tók Bakkus fram yfir boltann. Sjónvarpsfíklar fá því úr nógu að moða á næstu mánuðum þegar deildirnar fara að rúlla fyrir alvöru. Ofan á þetta bætist svo að þeir sem hafa engan áhuga á knattspyrnu verða sennilega einir á ferli á næsta ári. Útsendingar frá HM 2006 hefjast nefnilega skömmu eftir að öllum deildarkeppnum lýkur/> Freyr Gígja Gunnarsson -freyrgigja@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Innlent Í brennidepli Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Knattspyrnufíkn Íslendinga virðist vera óseðjandi. Þegar Ríkissjónvarpið hóf útsendingar frá leikjum í enska boltanum var einn leikur sýndur klukkan 15.00. Bjarni Fel í rokna formi. Stöð 2 keypti svo deildina og hóf útsendingar á sama tíma. Bætti svo um betur þegar Sýn fór að senda út boltann. Á tíma mátti jafnvel sjá tvo leiki á laugardegi í beinni útsendingu. Skjár einn náði svo óvænt að klófesta enska boltann fyrir tveimur árum. Hann hafði í umsjá Stöðvar 2 og Sýnar orðið að einu vinsælasta sjónvarpsefni þjóðarinnar. Margir fögnuðu enda var hann nú ókeypis. Ekki tóku allir undir þau fagnaðaróp vegna þess að þeim fannst boltavitleysan trufla hefðbundna dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar. Það var því strax útlit fyrir að Adam yrði ekki lengi í Paradís, enski boltinn myndi rata inná áskriftarstöð. Það hefur nú og gerst. Enski boltinn er sjónvarpsstöð þar sem hægt er að skipta milli fimm rása og aðdáendur stærstu liðanna eiga að geta séð liðið sitt spila um hverja helgi. Ofan á þetta er Sýn með meistaradeild Evrópu, sterkustu deild heims, þar sem stærstu lið álfunnar etja kappi um einn mikilvægasta titil sem nokkurt félagslið getur unnið. Þar að auki eru beinar útsendingar frá ítalska boltanum og spænska boltanum. Sýn hefur einnig hafið útsendingar frá ensku fyrstu deildinni og þá geta aðdáendur skosku liðanna Glasgow Celtic og Glasgow Rangers alltaf séð viðureignir þeirra liða. Ekki má gleyma Ríkissjónvarpsinu sem hefur verið með beinar útsendingar frá þýska boltanum. Það má heldur ekki gleyma því að knattspyrna er vinsælasta íþrótt í heimi. Knattspyrnusamböndin FIFA og UEFA eru stór fyrirtæki sem skila milljörðum í gróða. Sjónvarpsútsendingar eru seldar fyrir himinháar fjárhæðir og sjónvarpsstöðvar komast í feitt ef þær tryggja sér slíkan rétt. Margir töldu daga Sýnar talda þegar hún missti af enska boltanum, en áskrifendur Sýnar hafa haldið tryggð við sitt félag og bara bætt íþróttastöð Skjás eins við sig. Fíknin er óseðjandi. Þá má heldur ekki gleyma þeim sem standa inni á vellinum. Á áttunda og níunda áratugnum voru knattspyrnumenn yfirleitt mjög asnalegir og enginn vissi neitt um þeirra einkalíf. Á tíunda áratugnum varð hins vegar gjörbylting. Manchester United braust fram á nýjan leik og varð stórfélag. Það hugsaði þó ekki bara um árangur inni á vellinum heldur einnig utan hans. Leikmenn liðsins urðu stórstjörnur og voru markaðssettar sem slíkar. Má þar nefna David Beckham og Ryan Giggs. Í dag eru afleiðingar þessarar markaðsvæðingar þær að leikmenn eru seldir og keyptir fyrir fjárhæðir sem þekktust ekki fyrir tuttugu árum. Þeir eru stórstjörnur sem leikmenn eins og George Best segja engu síðri en poppstjörnur. "Það tók Christiano Ronaldo tíu mínútur að koma inn á af því að hann þurfti að fjarlæga allt glingrið áður," lét Best hafa eftir sér. Sjálfur varð Best fórnarlamb frægðarinnar þegar hann tók Bakkus fram yfir boltann. Sjónvarpsfíklar fá því úr nógu að moða á næstu mánuðum þegar deildirnar fara að rúlla fyrir alvöru. Ofan á þetta bætist svo að þeir sem hafa engan áhuga á knattspyrnu verða sennilega einir á ferli á næsta ári. Útsendingar frá HM 2006 hefjast nefnilega skömmu eftir að öllum deildarkeppnum lýkur/> Freyr Gígja Gunnarsson -freyrgigja@frettabladid.is
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar