Ekkert barnaklám fannst í tölvum 17. ágúst 2005 00:01 Ekkert barnaklámsefni hefur fundist í tölvubúnaði Íslendings sem lögreglan í Reykjavík handtók um miðjan júní, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Málið er nú komið til lögfræðideildar lögreglustjórans í Reykjavík. Þaðan verður því vísað til ríkissaksóknara til ákvörðunar um hvort ákæra verður lögð fram eða því vísað frá. Það var í júní sem lögreglan í Reykjavík handtók 32 ára mann vegna gruns um að hann tengdist alþjóðlegum barnaklámhring. Handtakan tengdist umfangsmiklum aðgerðum gegn klámhringnum sem stjórnað var af Europol undir heitinu "Icebreaker". Náðu þær til um 150 manns í 13 löndum. Við rannsóknina ytra komu upp vísbendingar um að Íslendingurinn hefði tengst netbúnaði klámhringsins. Hann var yfirheyrður og látinn laus að því loknu. Hann hefur ekki komið við sögu lögreglu áður vegna aðildar að barnaklámi. Þá var ekki talið að hann hefði dreift slíku efni til annarra hér á landi. Lögreglan lagði hald á átta tölvur og fjöldann allan af disklingum og myndböndum á heimili mannsins. Undanfarnar vikur hefur farið fram "lúsarleit", eins og það var orðað við blaðið, í tölvunum en ekkert klámfengið efni fundist. Sigurbjörn Víðir Eggertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, sagði að málið hefði verið búið að vera um ár í vinnslu hjá Europol þegar beiðni þaðan hefði borist til lögreglunnar í Reykjavík varðandi hinn grunaða Íslending. Það gæti gert gæfumuninn varðandi það hvort gögn fyndust í tölvubúnaði eða ekki því miðlarnir sem geymdu þau hreinsuðu út hjá sér hýst efni með ákveðnu millibili. "Reglan er sú að það efni sem er inni á tölvu er á ábyrgð þess sem skráður er fyrir henni, nema að hann geti sýnt fram á að einhver annar hafi verið þar að verki," sagði Sigurbjörn Víðir. Barnaklámið sem maðurinn er grunaður um að hafa sótt var vistað á tölvu á Ítalíu. Ekki þurfti sérstakan aðgang að netkláminu heldur var hægt að komast inn á miðilinn með leit. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira
Ekkert barnaklámsefni hefur fundist í tölvubúnaði Íslendings sem lögreglan í Reykjavík handtók um miðjan júní, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Málið er nú komið til lögfræðideildar lögreglustjórans í Reykjavík. Þaðan verður því vísað til ríkissaksóknara til ákvörðunar um hvort ákæra verður lögð fram eða því vísað frá. Það var í júní sem lögreglan í Reykjavík handtók 32 ára mann vegna gruns um að hann tengdist alþjóðlegum barnaklámhring. Handtakan tengdist umfangsmiklum aðgerðum gegn klámhringnum sem stjórnað var af Europol undir heitinu "Icebreaker". Náðu þær til um 150 manns í 13 löndum. Við rannsóknina ytra komu upp vísbendingar um að Íslendingurinn hefði tengst netbúnaði klámhringsins. Hann var yfirheyrður og látinn laus að því loknu. Hann hefur ekki komið við sögu lögreglu áður vegna aðildar að barnaklámi. Þá var ekki talið að hann hefði dreift slíku efni til annarra hér á landi. Lögreglan lagði hald á átta tölvur og fjöldann allan af disklingum og myndböndum á heimili mannsins. Undanfarnar vikur hefur farið fram "lúsarleit", eins og það var orðað við blaðið, í tölvunum en ekkert klámfengið efni fundist. Sigurbjörn Víðir Eggertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, sagði að málið hefði verið búið að vera um ár í vinnslu hjá Europol þegar beiðni þaðan hefði borist til lögreglunnar í Reykjavík varðandi hinn grunaða Íslending. Það gæti gert gæfumuninn varðandi það hvort gögn fyndust í tölvubúnaði eða ekki því miðlarnir sem geymdu þau hreinsuðu út hjá sér hýst efni með ákveðnu millibili. "Reglan er sú að það efni sem er inni á tölvu er á ábyrgð þess sem skráður er fyrir henni, nema að hann geti sýnt fram á að einhver annar hafi verið þar að verki," sagði Sigurbjörn Víðir. Barnaklámið sem maðurinn er grunaður um að hafa sótt var vistað á tölvu á Ítalíu. Ekki þurfti sérstakan aðgang að netkláminu heldur var hægt að komast inn á miðilinn með leit.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira