Fjörutíu milljónir í Baugs-snekkju 14. ágúst 2005 00:01 Í fyrsta ákærulið Ríkislögreglustjóra gegn forsvarsmönnum og endurskoðendum Baugs hf., er fyrrverandi forstjóra og aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni, gefið að sök að hafa dregið sér og öðrum rúmlega fjörutíu milljónir króna á tímabilinu 30. apríl 1999 til 11. júní 2002. Peningunum var samkvæmt ákærunni varið til að greiða af lánum, mæta rekstrarkostnaði og mæta öðrum tilfallandi kostnaði snekkjunnar Thee Viking sem var Baugi óviðkomandi samkvæmt ákærunni en sameiginleg fjárfesting feðganna Jóns Ásgeirs og Jóhannesar Jónssonar og fyrrum viðskiptafélaga þeirra, Jóns Geralds Sullenberger. Snekkjan var keypt í Miami í Flórida í Bandaríkjunum og var þar staðsett en skráð eign fyrirtækisins New Viking Inc. Það fyrirtækið er skráð í Delaware í Bandaríkjunum og eign Jóns Geralds. Þannig munu hinir ákærðu hafa látið Baug greiða þrjátíu og fjóra reikninga sem gefnir voru út af fyrirtækinu Nordica Inc. Er hinum ákærðu gefið að sök að hafa gefið fyrirmæli um að reikningarnir skyldu greiddir af Baugi hf. enda þótt fyrirtækið hafi ekki haft yfirráð í snekkjunni heldur hafi snekkjan verið einkaeign forsvarsmanna Baugs. Þá er systur Jóns Ásgeirs, Kristínu Jóhannesdóttur og Jóhannesi Jónssyni gefið að sök að hafa haft vitund um og veitt hinum ákærðu liðsinni við greiðslu reikninganna. Segja snekkjuna Jóns Geralds Í athugasemdum sakborninga við þessum lið ákærunnar sem birtist í Fréttablaðinu á laugardaginn, segir að þessi ákæruliður eigi ekki við rök að styðjast enda hafi snekkjan Thee Viking alla tíð verið einkaeign Jóns Geralds og forsvarsmönnum Baugs og fjölskyldufyrirtækisins Gaums óviðkomandi. Hvorki Jón Ásgeir né fjölskyldufyrirtæki Jóhannesar Jónssonar og barna hans, Gaumur, hafi eignast hlutdeild í snekkjunni heldur hafi Gaumur lánað umtalsverða fjármuni til Jóns Geralds og Nordica vegna kaupa og reksturs á Thee Viking. Greiðslurnar sem um ræðir og fóru milli Baugs og Nordica hafi verið mánaðarlegar greiðslur vegna ráðgjafar og annarrar þjónustu sem Jón Gerald hafi veitt Baugi við innkaup og merkingar á vörum. Þannig telja hinir ákærðu vandséð að sjá hvaða auðgunarbrot hafi átt sér stað. Segir í athugasemd sakborninganna að þar sem Ríkislögreglustjóri telji að um lögbrot hafi verið að ræða, hefði embættinu skilyrðislaust borið að ákæra Jón Gerald fyrir hlutdeild í þeim brotum sem um ræðir. Til framfærslu fjölskyldu Jóns Geralds Sakborningarnir segja í athugasemdum sínum að ástæða þess greiðslurnar voru inntar af hendi, var einkum sú að þær voru nauðsynlegar til framfærslu á fjölskyldu Jóns Geralds enda hafi taprekstur verið á vöruhúsi Jóns Geralds. Hafi þetta komið fram í gögnum og þar á meðal bankareikningum sem aflað hafi verið í tengslum við málarekstur í Bandaríkjunum og ýti undir þá staðreynd þegar litið er til þess hvernig þeim var varið. Er Jón Ásgeir sagður hafa gerð ítarlega grein fyrir þessum atriðum í bréfum til Ríkislögreglustjóra. Er einnig tekið fram að þeim Kristínu og Jóhannesi er gefið að sök hlutdeild í fjárdrætti en ekki fjárdráttur eins og fram kemur í ákærunni. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
Í fyrsta ákærulið Ríkislögreglustjóra gegn forsvarsmönnum og endurskoðendum Baugs hf., er fyrrverandi forstjóra og aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni, gefið að sök að hafa dregið sér og öðrum rúmlega fjörutíu milljónir króna á tímabilinu 30. apríl 1999 til 11. júní 2002. Peningunum var samkvæmt ákærunni varið til að greiða af lánum, mæta rekstrarkostnaði og mæta öðrum tilfallandi kostnaði snekkjunnar Thee Viking sem var Baugi óviðkomandi samkvæmt ákærunni en sameiginleg fjárfesting feðganna Jóns Ásgeirs og Jóhannesar Jónssonar og fyrrum viðskiptafélaga þeirra, Jóns Geralds Sullenberger. Snekkjan var keypt í Miami í Flórida í Bandaríkjunum og var þar staðsett en skráð eign fyrirtækisins New Viking Inc. Það fyrirtækið er skráð í Delaware í Bandaríkjunum og eign Jóns Geralds. Þannig munu hinir ákærðu hafa látið Baug greiða þrjátíu og fjóra reikninga sem gefnir voru út af fyrirtækinu Nordica Inc. Er hinum ákærðu gefið að sök að hafa gefið fyrirmæli um að reikningarnir skyldu greiddir af Baugi hf. enda þótt fyrirtækið hafi ekki haft yfirráð í snekkjunni heldur hafi snekkjan verið einkaeign forsvarsmanna Baugs. Þá er systur Jóns Ásgeirs, Kristínu Jóhannesdóttur og Jóhannesi Jónssyni gefið að sök að hafa haft vitund um og veitt hinum ákærðu liðsinni við greiðslu reikninganna. Segja snekkjuna Jóns Geralds Í athugasemdum sakborninga við þessum lið ákærunnar sem birtist í Fréttablaðinu á laugardaginn, segir að þessi ákæruliður eigi ekki við rök að styðjast enda hafi snekkjan Thee Viking alla tíð verið einkaeign Jóns Geralds og forsvarsmönnum Baugs og fjölskyldufyrirtækisins Gaums óviðkomandi. Hvorki Jón Ásgeir né fjölskyldufyrirtæki Jóhannesar Jónssonar og barna hans, Gaumur, hafi eignast hlutdeild í snekkjunni heldur hafi Gaumur lánað umtalsverða fjármuni til Jóns Geralds og Nordica vegna kaupa og reksturs á Thee Viking. Greiðslurnar sem um ræðir og fóru milli Baugs og Nordica hafi verið mánaðarlegar greiðslur vegna ráðgjafar og annarrar þjónustu sem Jón Gerald hafi veitt Baugi við innkaup og merkingar á vörum. Þannig telja hinir ákærðu vandséð að sjá hvaða auðgunarbrot hafi átt sér stað. Segir í athugasemd sakborninganna að þar sem Ríkislögreglustjóri telji að um lögbrot hafi verið að ræða, hefði embættinu skilyrðislaust borið að ákæra Jón Gerald fyrir hlutdeild í þeim brotum sem um ræðir. Til framfærslu fjölskyldu Jóns Geralds Sakborningarnir segja í athugasemdum sínum að ástæða þess greiðslurnar voru inntar af hendi, var einkum sú að þær voru nauðsynlegar til framfærslu á fjölskyldu Jóns Geralds enda hafi taprekstur verið á vöruhúsi Jóns Geralds. Hafi þetta komið fram í gögnum og þar á meðal bankareikningum sem aflað hafi verið í tengslum við málarekstur í Bandaríkjunum og ýti undir þá staðreynd þegar litið er til þess hvernig þeim var varið. Er Jón Ásgeir sagður hafa gerð ítarlega grein fyrir þessum atriðum í bréfum til Ríkislögreglustjóra. Er einnig tekið fram að þeim Kristínu og Jóhannesi er gefið að sök hlutdeild í fjárdrætti en ekki fjárdráttur eins og fram kemur í ákærunni.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira