
Íbúðarlánasjóður í tilvistarkreppu
Lánar 80 milljarða króna
Íbúðalánasjóður hefur mætt síðastnefnda atriðinu með því að lána sparisjóðum og bönkum um áttatíu milljarða króna, sem stjórnendur segja að beri ásættanlega vexti. Samtök atvinnulífsins hafa hins vegar gefið í skyn að svo sé ekki og eigið fé sjóðsins að étast upp. Settu starfsmenn SA fram þá skoðun í pistli á vefsíðu samtakanna í síðustu viku að tap Íbúðalánasjóðs vegna uppgreiðslna eldri lána geti numið allt að fimmtán milljörðum króna frá síðasta hausti. Það sé ríflega tveimur milljörðum meira en allt eigið fé sjóðsins var í árslok 2004. SA telja að það samræmist tæpast starfsheimildum Íbúðalánasjóðs að "lána fjármálafyrirtækjum yfir áttatíu milljarða með ríkisábyrgð". Nánast sé öruggt að sjóðurinn muni tapa á þeim lánum. "SA ítreka að markaðsvæðing íbúðalána er eðlileg staðreynd sem ber að viðurkenna og að Íbúðalánasjóður á einkum að gegna félagslegu hlutverki. Mikilvægt er að brugðist verði við þeirri alvarlegu stöðu sem Íbúðalánasjóður er kominn í," segir á heimasíðu samtakanna.
Árni Páll Árnason sagði í lögfræðiáliti að ef Íbúðalánasjóður myndi afla fjár á fjármálamörkuðum með ríkisábyrgð og endurlána það bönkum eða fyrirtækjum myndi sjóðurinn brjóta ákvæði EES-samningsins. Slíkt myndi fela í sér ólögmætan ríkisstyrk við viðkomandi banka eða fyrirtæki. Á hinn bóginn væri það ljóst að Íbúðalánasjóður yrði að ástunda virka áhættustýringu með sama hætti og önnur fjármálafyrirtæki. Þar ætti ekki að gilda önnur viðmið um sjóðinn en aðrar fjármálastofnanir.
Fráleitt að um ríkisábyrgð sé að ræða
Árni segir fráleitt að halda því fram að lán Íbúaðlánasjóðs til sparisjóða og banka í gegnum svokallaða lánasamninga feli í sér lán með ríkisábyrgð. Ef Íbúðalánasjóður hefði aflað sér peninganna með skuldabréfaútboði og lánað sparisjóðunum væri um lán með ríkisábyrgð að ræða. Ef Íbúðalánasjóður lánar öðrum fjármálastofnunum hins vegar peninga vegna uppgreiðslna íbúðaeigenda á eldri lánum er ekki verið að lána fé með ríkisábyrgð.
Árni Páll útskýrir þessa afstöðu sína þannig: Þegar um uppgreiðslur er að ræða hefur lántaki, sem fékk lán sem var fjármagnað með ríkisábyrgð, kosið að greiða lánið upp hraðar en upphaflega var áætlað. Sjóðurinn þarf að ávaxta það fé þar til kemur að gjalddaga þeirra skuldabréfa sem að baki láninu standa. Það er því ótvírætt, að mati Árna, að ávöxtun uppgreiðslufjár í áhættustýringarskyni, eins og lán til bankanna, felur ekki í sér lán með ríkisábyrgð til viðkomandi banka.
Stjórnendur fara að lögum
Árni segir að samkvæmt lögum hvíli á Íbúðalánasjóði skýr lagaskylda til að varðveita og ávaxta það fé sem hann hefur umsjón með og halda jafnvægi milli inn- og útgreiðslna sjóðsins. Æskilegt sé að nýta uppgreiðslu íbúðalána til að endurgreiða lán sem Íbúðalánasjóður hafi tekið og til nýrra útlána, ef kostur sé. Hins vegar ef uppgreiðslur séu meiri en svo að sjóðurinn geti ráðstafað þeim í þessa veru þá hljóti sjóðurinn í samræmi við lagaskyldur sínar að þurfa að leita eins góðrar ávöxtunar og kostur er fyrir það fé og forðast misvægi milli líftíma eigna og skulda. Að öðrum kosti séu stjórnendur sjóðsins ekki að sinna þeirri lagaskyldu sem á þeim hvíli.
Lögfræðiálit Árna kemur í kjölfarið á því að Samtök atvinnulífsins settu fram gagnrýni á sjóðinn. Haldið var fram í fréttabréfi samtakanna að áætla mætti að Íbúðalánasjóður hefði tapað fimmtán milljörðum króna vegna uppgreiðslna eldri lána. Í stuttu máli má segja að Samtök atvinnulífsins hafi sett fram þá skoðun að Íbúðalánasjóður geti tæpast lánað peninga með ásættanlegum vöxtum fyrir sjóðinn miðað við hvað hann þarf að borga til að fá sömu peninga lánaða. Lítill hluti greinarinnar var um hvort Íbúðalánasjóði væri heimilt að lána áttatíu milljarða til sparisjóða. Var sagt að það samræmdist tæpast starfsheimildum sjóðsins, að lána háar fjárhæðir með ríkisábyrgð.
Forsendur SA rangar
Í svari Íbúðalánasjóðs segir að Samtök atvinnulífsins noti rangar forsendur við þessa útreikninga. Starfsmenn samtakanna hafi ekki kynnt sér göng um sjóðinn til hlýtar. Sem dæmi noti SA rangar vaxtaforsendur bæði hvað varðar meðalútlánavexti Íbúðalánasjóðs en einnig hvað varði þá vexti sem sjóðurinn fái þegar hann endurfjárfestir fyrir peningana sem koma inn vegna uppgreiðslna lána. Þá segir einnig að Samtök atvinnulífsins taki ekki tillit til þess að hægt sé að mæta hluta uppgreiðslna með því að greiða upp óhagstæðar skuldir.
Í svari SA segir að viðbrögð starfsmanna Íbúðalánasjóðs við málefnalegri umræðu SA um stöðu sjóðsins hafi einkennst af skætingi. Niðurstöður SA byggi á varfærnum forsendum sem skýrt komi fram í greinargerðinni og það hafi engin efnisleg gagnrýni hefur komið fram á þær. Sú útvíkkun á starfsemi Íbúðalánasjóðs og stóraukin notkun ríkisábyrgðar sem hún feli í sér geti vart verið í samræmi við stefnu stjórnvalda um þátttöku ríkisins í atvinnulífinu og ábyrga stjórn ríkisfjármála. Samtökin segjast fagna þess vegna fréttum um að staða sjóðsins sé til skoðunar hjá ráðuneytum fjármála og félagsmála, fjármálaeftirlitinu og fleiri aðilum.
Björgvin Guðmundsson -bjorgvin@frettabladid.is
Skoðun

Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst?
Davíð Bergmann. skrifar

Baráttan um kjör eldra fólks
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið
Karen Rúnarsdóttir skrifar

Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík
Dagmar Valsdóttir skrifar

Svigrúm Eydísar á fölskum grunni
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál
Ólafur Stephensen skrifar

Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Lík brennd í Grafarvogi
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Er handahlaup valdeflandi?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Á jaðrinum með Jesú
Daníel Ágúst Gautason skrifar

Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Gervigreindin beisluð
Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér
Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn
Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar

Geislameðferð sem lífsbjörg
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stöðvum helvíti á jörðu
Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Hversu mikið er nóg?
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Til þeirra sem fagna
Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar

Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis
Elliði Vignisson skrifar

Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni
Ellen Calmon skrifar

Að flokka hver vinnur og hver tapar
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi
Jón Kaldal skrifar

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar