Á leið til ófarnaðar 22. júní 2005 00:01 Svar við ádrepu Örvars Marteinssonar - Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður Á sjómannadaginn setti ég fram hugmyndir um breytingar í sjávarútvegi. Þær eiga að leiða til þess að nýir menn geti haslað sér völl í atvinnugreininni og keppt við þá sem fyrir eru. Með því móti verður auðlindin í sjónum nýtt á hagkvæman hátt og byggðarlögin munu njóta nálægrar auðlindar. Til þess að ná þessu fram legg ég til að veiðiheimildir verði tímabundnar og miðist við ákveðið magn. Auk þess legg ég til að sveitarfélög ráðstafi verulegu magni gegn leigugjaldi sem renni í sveitarsjóð. Breytingarnar verði gerðar á löngum tíma en tiltekin sveitarfélög fái strax veiðiheimildir til mótvægis við uppgang sem er annars staðar á landinu, það verði þeirra álver. Fyrir nokkru andmælti Örvar Marteinsson, sjómaður í Ólafsvík þessum hugmyndum í Fréttablaðinu. Hann telur að stöðugleiki þurfi að vera í lagaumhverfi greinarinnar svo fyrirtæki geti horft til framtíðar í rekstri sínum og fjárfestingum. Tillögur mínar geri fyrirtækjunum erfitt fyrir, fjárfesting í veiðiheimildum geti ekki borgað sig þegar heimildirnar eru skertar. Veiðiheimildir einum færðar séu af öðrum teknar og það veiki byggðirnar. Um þetta er það að segja að þótt kvótakerfið hafi verið við lýði í 20 ár, þá hefur það aldrei verið lokað fyrr en núna. Með lögum hefur ítrekað verið gripið inn í upphaflega úthlutun aflaheimilda til þess að hleypa nýjum aðilum inn í greinina. Lætur nærri að um 25 prósent af heimildum í þorski hafi verið fluttar frá upphaflegum aðilum til nýrra aðila, auk heimilda í öðrum tegundum. Þeir eru líklega 1500 til 2000 samtals útgerðarmennirnir, sem þannig hafa komið inn í kerfið án þess að kaupa veiðiheimildirnar. Þessar tölur eru að vísu eftir minni, svo einhverju getur skeikað, en ekki miklu. Þessu til viðbótar er byggðakvóti í nokkrum mismunandi útgáfum, kannski 1 til 1,5 prósent af botnfisktegundum. Einn af þeim sem hefur barist fyrir því að komast inn í kerfið er Örvar Marteinsson. Hann hefur notið þess árum saman að geta gert út í sóknardagakerfi á smábát án þess að kaupa veiðiheimildir. Á síðasta ári fannst honum nóg komið af því og vildi leggja niður sóknardagakerfið og fá kvóta. Honum varð að ósk sinni. Kvótakerfinu var loksins lokað, um 300 sóknardagabátar fengu úthlutað um 10 þúsund tonna kvóta í þorski. Örvar sjálfur fékk um 40 tonna kvóta úthlutað, ókeypis. Þennan kvóta getur Örvar selt fyrir um 35 til 40 milljónir króna. Þessi kvóti var að mestu tekinn af öðrum. Þeir voru skertir, bótalaust. Það fannst Örvari í lagi. Nú vill hann ekki neina leið fyrir nýja menn inn í greinina og alls ekki þá leið sem hann fékk að fara. Nú verða þeir að kaupa allan kvóta fullu verði. Af honum. Eftir stendur óleyst, hvernig á endurnýjunin og samkeppnin að vera í sjávarútveginum. Hvernig á að stöðva samþjöppunina í greininni? Ég set fram mínar tillögur vegna þess vanda sem lokað kvótakerfi leiðir af sér. Vandi sem verður ekki leystur nema með því að opna kerfið og það verður aðeins gert með aðgangi að veiðiheimildum. Óbreytt kerfi leiðir til ófarnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Svar við ádrepu Örvars Marteinssonar - Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður Á sjómannadaginn setti ég fram hugmyndir um breytingar í sjávarútvegi. Þær eiga að leiða til þess að nýir menn geti haslað sér völl í atvinnugreininni og keppt við þá sem fyrir eru. Með því móti verður auðlindin í sjónum nýtt á hagkvæman hátt og byggðarlögin munu njóta nálægrar auðlindar. Til þess að ná þessu fram legg ég til að veiðiheimildir verði tímabundnar og miðist við ákveðið magn. Auk þess legg ég til að sveitarfélög ráðstafi verulegu magni gegn leigugjaldi sem renni í sveitarsjóð. Breytingarnar verði gerðar á löngum tíma en tiltekin sveitarfélög fái strax veiðiheimildir til mótvægis við uppgang sem er annars staðar á landinu, það verði þeirra álver. Fyrir nokkru andmælti Örvar Marteinsson, sjómaður í Ólafsvík þessum hugmyndum í Fréttablaðinu. Hann telur að stöðugleiki þurfi að vera í lagaumhverfi greinarinnar svo fyrirtæki geti horft til framtíðar í rekstri sínum og fjárfestingum. Tillögur mínar geri fyrirtækjunum erfitt fyrir, fjárfesting í veiðiheimildum geti ekki borgað sig þegar heimildirnar eru skertar. Veiðiheimildir einum færðar séu af öðrum teknar og það veiki byggðirnar. Um þetta er það að segja að þótt kvótakerfið hafi verið við lýði í 20 ár, þá hefur það aldrei verið lokað fyrr en núna. Með lögum hefur ítrekað verið gripið inn í upphaflega úthlutun aflaheimilda til þess að hleypa nýjum aðilum inn í greinina. Lætur nærri að um 25 prósent af heimildum í þorski hafi verið fluttar frá upphaflegum aðilum til nýrra aðila, auk heimilda í öðrum tegundum. Þeir eru líklega 1500 til 2000 samtals útgerðarmennirnir, sem þannig hafa komið inn í kerfið án þess að kaupa veiðiheimildirnar. Þessar tölur eru að vísu eftir minni, svo einhverju getur skeikað, en ekki miklu. Þessu til viðbótar er byggðakvóti í nokkrum mismunandi útgáfum, kannski 1 til 1,5 prósent af botnfisktegundum. Einn af þeim sem hefur barist fyrir því að komast inn í kerfið er Örvar Marteinsson. Hann hefur notið þess árum saman að geta gert út í sóknardagakerfi á smábát án þess að kaupa veiðiheimildir. Á síðasta ári fannst honum nóg komið af því og vildi leggja niður sóknardagakerfið og fá kvóta. Honum varð að ósk sinni. Kvótakerfinu var loksins lokað, um 300 sóknardagabátar fengu úthlutað um 10 þúsund tonna kvóta í þorski. Örvar sjálfur fékk um 40 tonna kvóta úthlutað, ókeypis. Þennan kvóta getur Örvar selt fyrir um 35 til 40 milljónir króna. Þessi kvóti var að mestu tekinn af öðrum. Þeir voru skertir, bótalaust. Það fannst Örvari í lagi. Nú vill hann ekki neina leið fyrir nýja menn inn í greinina og alls ekki þá leið sem hann fékk að fara. Nú verða þeir að kaupa allan kvóta fullu verði. Af honum. Eftir stendur óleyst, hvernig á endurnýjunin og samkeppnin að vera í sjávarútveginum. Hvernig á að stöðva samþjöppunina í greininni? Ég set fram mínar tillögur vegna þess vanda sem lokað kvótakerfi leiðir af sér. Vandi sem verður ekki leystur nema með því að opna kerfið og það verður aðeins gert með aðgangi að veiðiheimildum. Óbreytt kerfi leiðir til ófarnaðar.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun