San Antonio 2 - Detroit 2 17. júní 2005 00:01 Það mætti aðeins eitt lið til leiks í nótt í fjórða leik Detroit og San Antonio í fjórða leik lokaúrslitanna, því strax frá byrjun var ljóst að heimamenn myndu valta yfir daufa gestina og jafna metin í einvíginu eftir slæm töp í fyrstu tveimur leikjunum. Lokastaðan 102-71. San Antonio sá aldrei til sólar í leiknum og það var fyrst og fremst hörkuvörn Detroit, ásamt fjölbreyttum sóknarleik, sem skóp sigur þeirra. Liðin spila fimmta leikinn í Detroit á sunnudagskvöldið og ef fer sem horfir, mun San Antonio snúa aftur til Texas 3-2 undir. "Þeir pressuðu okkur mjög stíft og við fundum engin svör við vörn þeirra. Við verðum að finna svar við þeim strax, annars erum við í ansi vondum málum," sagði Tony Parker hjá San Antonio, en þjálfari hans var ekki jafn myrkur í máli. "Fyrri hálfleikurinn var lélegasti hálfleikur sem ég hef séð hjá nokkru liði í úrslitakeppni á minni löngu æfi," öskraði hann á leikmenn sína þegar þeir fengu tebollann sinn í hálfleik, en allt kom fyrir ekki. Larry Brown þjálfari Detroit var öllu sáttari við sína menn. "Ég held að þessi leikur hafi verið best spilaði leikur á þessu stigi úrslitakeppninnar hjá nokkru liði sem ég hef þjálfað;" sagði hann. Þeir Antonio McDyess og Lindsay Hunter komu af bekknum hjá Detroit og léku eins og englar, sem aðeins jók á niðurlægingu San Antonio. Sjö leikmenn Detroit skoruðu yfir 10 stig í leiknum. "Þeir komu grimmir til leiks, en við vorum fljótir að kreista úr þeim loftið og ég vona að þessi meðbyr haldi áfram," sagði McDyess. "Ég myndi ekki segja að ég væri vonsvikinn, það er ekki orð til að lýsa tilfinningum mínum eftir þennan leik," sagði Gregg Popovich eftir leikinn, greinilega í ansi slæmu skapi. SAN ANTONIODETROITStig71102Skot-skot reynd, %26-70 (.371)41-90 (.456)3ja stiga skot-skot reynd,%5-15 (.333)2-9 (.222)Víti-víti reynd, %14-24 (.583)18-23 (.783)Fráköst(í sókn-heildar)12-4413-47Stoðsendingar1523Tapaðir boltar173Stolnir boltar113Varin skot96Stig úr hraðaupphlaupum1022Villur (Tækni/ásetnings)21 (0/0)22 (0/0)Mesta forysta í leik431Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 16 stig (16 frák), Manu Ginobili 12 stig, Tony Parker 12 stig, Devin Brown 8 stig, Bruce Bowen 6 stig, Robert Horry 5 stig, Beno Udrih 5 stig.Atkvæðamestir hjá Detroit:Chauncey Billups 17 stig (7 stoðs, 5 frák), Lindsay Hunter 17 stig (5 stoðs), Rasheed Wallace 14 stig (8 frák), Tayshaun Prince 13 stig, Antonio McDyess 13 stig (7 frák), Rip Hamilton 12 stig (9 frák), Ben Wallace 11 stig (13 frák, 3 varin, 3 stolnir). NBA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Krossbandið hélt en annars „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Sjá meira
Það mætti aðeins eitt lið til leiks í nótt í fjórða leik Detroit og San Antonio í fjórða leik lokaúrslitanna, því strax frá byrjun var ljóst að heimamenn myndu valta yfir daufa gestina og jafna metin í einvíginu eftir slæm töp í fyrstu tveimur leikjunum. Lokastaðan 102-71. San Antonio sá aldrei til sólar í leiknum og það var fyrst og fremst hörkuvörn Detroit, ásamt fjölbreyttum sóknarleik, sem skóp sigur þeirra. Liðin spila fimmta leikinn í Detroit á sunnudagskvöldið og ef fer sem horfir, mun San Antonio snúa aftur til Texas 3-2 undir. "Þeir pressuðu okkur mjög stíft og við fundum engin svör við vörn þeirra. Við verðum að finna svar við þeim strax, annars erum við í ansi vondum málum," sagði Tony Parker hjá San Antonio, en þjálfari hans var ekki jafn myrkur í máli. "Fyrri hálfleikurinn var lélegasti hálfleikur sem ég hef séð hjá nokkru liði í úrslitakeppni á minni löngu æfi," öskraði hann á leikmenn sína þegar þeir fengu tebollann sinn í hálfleik, en allt kom fyrir ekki. Larry Brown þjálfari Detroit var öllu sáttari við sína menn. "Ég held að þessi leikur hafi verið best spilaði leikur á þessu stigi úrslitakeppninnar hjá nokkru liði sem ég hef þjálfað;" sagði hann. Þeir Antonio McDyess og Lindsay Hunter komu af bekknum hjá Detroit og léku eins og englar, sem aðeins jók á niðurlægingu San Antonio. Sjö leikmenn Detroit skoruðu yfir 10 stig í leiknum. "Þeir komu grimmir til leiks, en við vorum fljótir að kreista úr þeim loftið og ég vona að þessi meðbyr haldi áfram," sagði McDyess. "Ég myndi ekki segja að ég væri vonsvikinn, það er ekki orð til að lýsa tilfinningum mínum eftir þennan leik," sagði Gregg Popovich eftir leikinn, greinilega í ansi slæmu skapi. SAN ANTONIODETROITStig71102Skot-skot reynd, %26-70 (.371)41-90 (.456)3ja stiga skot-skot reynd,%5-15 (.333)2-9 (.222)Víti-víti reynd, %14-24 (.583)18-23 (.783)Fráköst(í sókn-heildar)12-4413-47Stoðsendingar1523Tapaðir boltar173Stolnir boltar113Varin skot96Stig úr hraðaupphlaupum1022Villur (Tækni/ásetnings)21 (0/0)22 (0/0)Mesta forysta í leik431Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 16 stig (16 frák), Manu Ginobili 12 stig, Tony Parker 12 stig, Devin Brown 8 stig, Bruce Bowen 6 stig, Robert Horry 5 stig, Beno Udrih 5 stig.Atkvæðamestir hjá Detroit:Chauncey Billups 17 stig (7 stoðs, 5 frák), Lindsay Hunter 17 stig (5 stoðs), Rasheed Wallace 14 stig (8 frák), Tayshaun Prince 13 stig, Antonio McDyess 13 stig (7 frák), Rip Hamilton 12 stig (9 frák), Ben Wallace 11 stig (13 frák, 3 varin, 3 stolnir).
NBA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Krossbandið hélt en annars „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Sjá meira