Eurovision 2005 - Dagur 4 - Frábær blaðamannafundur Pjetur Sigurðsson skrifar 14. maí 2005 00:01 Í dag var önnur æfing Selmu Björnsdóttir á sviðinu í Kiev og nú notaði hún handheldan hljóðnema í stað þess sem var hengdur á höfuð hennar. Það er nú skemmst frá því að segja að hún rúllaði fjórum sinnum í gegnum lagið og tókst það mjög vel. Það var talsvert mikið af blaðamönnum á staðnum og er óhætt að segja að Selma fékk frábærar viðtökur hjá þeim. Það er því ljóst að lagið verður flutt með þessum hætti. Ég get ekki látið hjá líða að minnast á þátttöku Regínu bakraddasöngkonu, því hún sést ekki á sviðinu, enda er hún ekki á því. Hún stendur upp á palli inn í horni í svartamyrkri og er eins og stúlka sem rekin hefur verið að heiman. Þetta er þó meðvituð ákvörðun til að leggja áherslu á hið frábæra dansatriði sem íslensku stúlkurnar fara með á sviðinu. Miðað við frammistöðuna í dag, þá er það ekki Selmu að kenna né dönsurum og bakrödd, ef að íslenska lagið fær ekki brautargengi í komandi kosningum. Þá var komið að blaðamannafundinum sem var hreint út sagt frábær og hef ég nú setið þá nokkra hér. Selma fór á kostum bæði í tilsvörum, auk þess sem hún söng þrjú lög. Þar á meðal söng hún "All out of luck", þar sem hún söng viðlagið á þýsku og einnig söng hún Króatískt lag. Þetta vakti mikla lukku og reyndar fær íslenski hópurinn mikla athygli hér í Kiev, hvað svo sem það þýðir þegar að kosningum kemur, en það í það minnsta skaðar ekki. Selma átti þessa menn með húð og hári. Selma mun ekki æfa formlega fyrr en á miðvikudag, en þá verður öll dagskráin keyrð í gegn tvívegis í búningum og með endanlegri lýsingu. Af öðrum málum verð ég að nefna þátttöku Íslandsvinarins Angelicu frá Hvíta Rússlandi, en hún kom til Íslands á dögunum. Hún er gift eldri manni, rússneskum milljónamæringi af dýrari gerðinni, sem eys peningum í baráttu hennar til að vinna þessa keppni og gæti alveg tekist það. Gallinn er sá að hún getur ekki sungið fyrir fimmaur og meira segja ég heyri það. Hún býr á lystisnekkju hér í borg, tók með sér heilt tonn af kynningarefni og það líður ekki sá dagur sem kynningarefni ekki í pósthólfinu hjá mér og öðrum blaðamönnum. Þá heldur hún miklar veislur á degi hverjum um borð í snekkjunni, þar sem flýtur allt í brennivíni og matur er ekki af skornum skammti. Þetta hef ég eftir nokkuð traustum heimildum, en þegar allt er skoðað og hvernig þessi mál virka öll sömul, þá gæti hún alveg unnið, en hún getur samt ekki sungið. Af öðrum sem eiga bágt með að syngja, þá er það aumingja írska fermingarbarnið sem fengið var til að syngja hér ásamt systur sinni. Rosalega vorkenni ég þeim dreng. Hann á bágt með að syngja og á enn verr með að dansa. Þetta var öðruvísi hér á árum áður, hjá þessari miklu Eurovision þjóð, en það hefur engin þjóð unnið keppnina eins oft. Það var eins og mann grunaði að það er ekki allt með felldu hér í borg og berast nú þær fregnir að maður þurfi að passa sig á veskjum á götunum. Þannig er mál með vexti að einhverjir óprúttnir borgarbúar stunda það að skilja eftir tóm vexti á götunum og þegar einhver tekur það upp koma nokkrir menn og spyrja um veskið. Þegar maður afhendir það þá segja þeir að það hafi verið fullt af peningum og vilja fá þá og það strax. Þá getur orðið fátt um svör, sérstaklega þegar tungumálavandræðin eru eins og þau eru. Þetta hefur þó ekki komið fyrir mig enn og ég mun ekki beygja mig eftir neinum veskjum í þessu landi. Ætli maður fari ekki að segja þetta gott í dag, enda komið kvöld. Það þó vel verið að kíki í einn kaldan á heimleiðinni, enda laugardagskvöld hér sem annars staðar. Það er engin dagskrá hjá íslenska hópnum á morgun, en á mánudaginn ætla ég með Selmu og félögum í skoðunarferð. Kveðja frá Kiev Ps. Ég er enn að spá í þetta norska lag og það kæmi mér ekki á óvart að ísraelska lagið muni fara nokkuð langt í þessari keppni. Munið það. Eurovision Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
Í dag var önnur æfing Selmu Björnsdóttir á sviðinu í Kiev og nú notaði hún handheldan hljóðnema í stað þess sem var hengdur á höfuð hennar. Það er nú skemmst frá því að segja að hún rúllaði fjórum sinnum í gegnum lagið og tókst það mjög vel. Það var talsvert mikið af blaðamönnum á staðnum og er óhætt að segja að Selma fékk frábærar viðtökur hjá þeim. Það er því ljóst að lagið verður flutt með þessum hætti. Ég get ekki látið hjá líða að minnast á þátttöku Regínu bakraddasöngkonu, því hún sést ekki á sviðinu, enda er hún ekki á því. Hún stendur upp á palli inn í horni í svartamyrkri og er eins og stúlka sem rekin hefur verið að heiman. Þetta er þó meðvituð ákvörðun til að leggja áherslu á hið frábæra dansatriði sem íslensku stúlkurnar fara með á sviðinu. Miðað við frammistöðuna í dag, þá er það ekki Selmu að kenna né dönsurum og bakrödd, ef að íslenska lagið fær ekki brautargengi í komandi kosningum. Þá var komið að blaðamannafundinum sem var hreint út sagt frábær og hef ég nú setið þá nokkra hér. Selma fór á kostum bæði í tilsvörum, auk þess sem hún söng þrjú lög. Þar á meðal söng hún "All out of luck", þar sem hún söng viðlagið á þýsku og einnig söng hún Króatískt lag. Þetta vakti mikla lukku og reyndar fær íslenski hópurinn mikla athygli hér í Kiev, hvað svo sem það þýðir þegar að kosningum kemur, en það í það minnsta skaðar ekki. Selma átti þessa menn með húð og hári. Selma mun ekki æfa formlega fyrr en á miðvikudag, en þá verður öll dagskráin keyrð í gegn tvívegis í búningum og með endanlegri lýsingu. Af öðrum málum verð ég að nefna þátttöku Íslandsvinarins Angelicu frá Hvíta Rússlandi, en hún kom til Íslands á dögunum. Hún er gift eldri manni, rússneskum milljónamæringi af dýrari gerðinni, sem eys peningum í baráttu hennar til að vinna þessa keppni og gæti alveg tekist það. Gallinn er sá að hún getur ekki sungið fyrir fimmaur og meira segja ég heyri það. Hún býr á lystisnekkju hér í borg, tók með sér heilt tonn af kynningarefni og það líður ekki sá dagur sem kynningarefni ekki í pósthólfinu hjá mér og öðrum blaðamönnum. Þá heldur hún miklar veislur á degi hverjum um borð í snekkjunni, þar sem flýtur allt í brennivíni og matur er ekki af skornum skammti. Þetta hef ég eftir nokkuð traustum heimildum, en þegar allt er skoðað og hvernig þessi mál virka öll sömul, þá gæti hún alveg unnið, en hún getur samt ekki sungið. Af öðrum sem eiga bágt með að syngja, þá er það aumingja írska fermingarbarnið sem fengið var til að syngja hér ásamt systur sinni. Rosalega vorkenni ég þeim dreng. Hann á bágt með að syngja og á enn verr með að dansa. Þetta var öðruvísi hér á árum áður, hjá þessari miklu Eurovision þjóð, en það hefur engin þjóð unnið keppnina eins oft. Það var eins og mann grunaði að það er ekki allt með felldu hér í borg og berast nú þær fregnir að maður þurfi að passa sig á veskjum á götunum. Þannig er mál með vexti að einhverjir óprúttnir borgarbúar stunda það að skilja eftir tóm vexti á götunum og þegar einhver tekur það upp koma nokkrir menn og spyrja um veskið. Þegar maður afhendir það þá segja þeir að það hafi verið fullt af peningum og vilja fá þá og það strax. Þá getur orðið fátt um svör, sérstaklega þegar tungumálavandræðin eru eins og þau eru. Þetta hefur þó ekki komið fyrir mig enn og ég mun ekki beygja mig eftir neinum veskjum í þessu landi. Ætli maður fari ekki að segja þetta gott í dag, enda komið kvöld. Það þó vel verið að kíki í einn kaldan á heimleiðinni, enda laugardagskvöld hér sem annars staðar. Það er engin dagskrá hjá íslenska hópnum á morgun, en á mánudaginn ætla ég með Selmu og félögum í skoðunarferð. Kveðja frá Kiev Ps. Ég er enn að spá í þetta norska lag og það kæmi mér ekki á óvart að ísraelska lagið muni fara nokkuð langt í þessari keppni. Munið það.
Eurovision Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira