Ratzinger verður Benedikt XVI 19. apríl 2005 00:01 Mikil fagnaðarlæti brutust út á Péturstorginu í Róm síðdegis þegar hvítur reykur steig upp úr reykháfi á Sixtínsku kapellunni. Skömmu síðast hringdu kirkjuklukkur inn nýjan páfa, Benedikt sextánda. Aðeins rétt rúmum sólarhring eftir að páfakjörið hófst brutust út fagnaðarlæti utan Sixtínsku kapellunnar. Ástæðan var sú að þvert á það sem búist hafði verið við virtist sem hvítur reykur stigi upp frá reykháfnum á þaki kapellunnar en það þýddi að nýr páfi hafði verið kjörinn. Í fyrstu var óljóst hvort að reykurinn væri í raun hvítur en þegar kirkjuklukkur hringdu fór ekki á milli mála að kjörinu var lokið. Innan stundar birtist svo chíleski kardinálinn Jorge Arturo Medina Estevez sem tilkynnti val páfa. Hann sagði að Ratzinger kardínáli hefði orðið fyrir valinu við mikinn fögnuð viðstaddra. Hundrað þúsund manns fylgdust með og fögnuðu á Péturstorginu og milljónir manna fylgdust með beinni útsendingu í sjónvarpi. Joseph Ratzinger tekur sér nafnið Benedikt sextándi og hann ávarpaði mannfjöldann. Hann sagði:„Kæru bræður og systur. Á eftir hinum mikla páfa Jóhannesi Páli öðrum hafa kardínálar valið mig, einfaldan og auðmjúkan verkamann, í víngarði drottins.“ Að Joseph Ratzinger skyldi verða kjörinn páfi kom ekki endilega á óvart en að ekki þyrfti lengri tíma til bendir til þess að íhaldssamir kardinálar hafi haft töluvert forskot á þá frjálslyndari við páfakjörið. Hann var meðal þeirra sem oftast voru nefndir fyrir páfakjörið en talið var að hann væri of einstrengingslegur til þess að hljóta tvo þriðju hluta atkvæða og að lokum yrði fundin málamiðlum sem allir gætu sætt sig við. Val hans á nafninu Benedikt kemur nokkuð á óvart því að síðasti Benedikt páfi þótti frjálslyndur og diplómatískur, reyndi að binda enda á fyrri heimsstyrjöldina og lét senda svo mikið af hjálpargögnum til Tyrklands að stytta var reist þar honum til heiðurs. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Sjá meira
Mikil fagnaðarlæti brutust út á Péturstorginu í Róm síðdegis þegar hvítur reykur steig upp úr reykháfi á Sixtínsku kapellunni. Skömmu síðast hringdu kirkjuklukkur inn nýjan páfa, Benedikt sextánda. Aðeins rétt rúmum sólarhring eftir að páfakjörið hófst brutust út fagnaðarlæti utan Sixtínsku kapellunnar. Ástæðan var sú að þvert á það sem búist hafði verið við virtist sem hvítur reykur stigi upp frá reykháfnum á þaki kapellunnar en það þýddi að nýr páfi hafði verið kjörinn. Í fyrstu var óljóst hvort að reykurinn væri í raun hvítur en þegar kirkjuklukkur hringdu fór ekki á milli mála að kjörinu var lokið. Innan stundar birtist svo chíleski kardinálinn Jorge Arturo Medina Estevez sem tilkynnti val páfa. Hann sagði að Ratzinger kardínáli hefði orðið fyrir valinu við mikinn fögnuð viðstaddra. Hundrað þúsund manns fylgdust með og fögnuðu á Péturstorginu og milljónir manna fylgdust með beinni útsendingu í sjónvarpi. Joseph Ratzinger tekur sér nafnið Benedikt sextándi og hann ávarpaði mannfjöldann. Hann sagði:„Kæru bræður og systur. Á eftir hinum mikla páfa Jóhannesi Páli öðrum hafa kardínálar valið mig, einfaldan og auðmjúkan verkamann, í víngarði drottins.“ Að Joseph Ratzinger skyldi verða kjörinn páfi kom ekki endilega á óvart en að ekki þyrfti lengri tíma til bendir til þess að íhaldssamir kardinálar hafi haft töluvert forskot á þá frjálslyndari við páfakjörið. Hann var meðal þeirra sem oftast voru nefndir fyrir páfakjörið en talið var að hann væri of einstrengingslegur til þess að hljóta tvo þriðju hluta atkvæða og að lokum yrði fundin málamiðlum sem allir gætu sætt sig við. Val hans á nafninu Benedikt kemur nokkuð á óvart því að síðasti Benedikt páfi þótti frjálslyndur og diplómatískur, reyndi að binda enda á fyrri heimsstyrjöldina og lét senda svo mikið af hjálpargögnum til Tyrklands að stytta var reist þar honum til heiðurs.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Sjá meira