Reykur upp úr strompinum 18. apríl 2005 00:01 Þær fréttir voru að berast frá Róm að svartur reykur hefði stigið upp um strompinn á Sixtínsku kapellunni. Það þýðir að þegar hefur verið gengið til einnar atkvæðagreiðslu um nýjan páfa en enginn hefur fengið tilskilinn meirihluta. Kardínálar kaþólsku kirkjunnar læstu sig inni í Sixtínsku kapellunni síðdegis og koma ekki þaðan út fyrr en þeir hafa kosið nýjan páfa. Það getur gerst hvenær sem er. Þegar kardínálarnir voru komnir inn í kapelluna hrópaði Piero Marini erkibiskup, „Extra Omnes“, sem þýðir að allir aðrir en kardínálarnir áttu að fara út. Síðan var voldugum eikardyrunum lokað. Um stromp kapellunnar, sem er líklega frægasti strompur í heimi, berast skilaboð um gang páfakjörsins. Kardínálarnir greiða atkvæði aftur og aftur þar til nýr páfi hefur verið kjörinn. Eftir hverja kosningu eru atkvæðaseðlarnir brenndir. Ef reykurinn er svartur hefur ekki náðst samstaða; ef hann er hvítur hefur páfi verið kjörinn. Í fyrstu sjötíu og tveim atkvæðagreiðslunum þarf nýr páfi að fá tvo þriðju atkvæða. Eftir það dugar einfaldur meirihluti. Lengst hefur það tekið þrjú ár að kjósa nýjan páfa en í þeim átta páfakjörum sem voru á tuttugustu öldinni tók ekkert lengur en fimm daga. Flestir sérfræðingar í málefnum páfagarðs búast ekki við að þetta kjör taki langan tíma. Þeir eiga von á því að hvítur reykur standi upp úr strompinum á miðvikudags- eða fimmtudagskvöld. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Þær fréttir voru að berast frá Róm að svartur reykur hefði stigið upp um strompinn á Sixtínsku kapellunni. Það þýðir að þegar hefur verið gengið til einnar atkvæðagreiðslu um nýjan páfa en enginn hefur fengið tilskilinn meirihluta. Kardínálar kaþólsku kirkjunnar læstu sig inni í Sixtínsku kapellunni síðdegis og koma ekki þaðan út fyrr en þeir hafa kosið nýjan páfa. Það getur gerst hvenær sem er. Þegar kardínálarnir voru komnir inn í kapelluna hrópaði Piero Marini erkibiskup, „Extra Omnes“, sem þýðir að allir aðrir en kardínálarnir áttu að fara út. Síðan var voldugum eikardyrunum lokað. Um stromp kapellunnar, sem er líklega frægasti strompur í heimi, berast skilaboð um gang páfakjörsins. Kardínálarnir greiða atkvæði aftur og aftur þar til nýr páfi hefur verið kjörinn. Eftir hverja kosningu eru atkvæðaseðlarnir brenndir. Ef reykurinn er svartur hefur ekki náðst samstaða; ef hann er hvítur hefur páfi verið kjörinn. Í fyrstu sjötíu og tveim atkvæðagreiðslunum þarf nýr páfi að fá tvo þriðju atkvæða. Eftir það dugar einfaldur meirihluti. Lengst hefur það tekið þrjú ár að kjósa nýjan páfa en í þeim átta páfakjörum sem voru á tuttugustu öldinni tók ekkert lengur en fimm daga. Flestir sérfræðingar í málefnum páfagarðs búast ekki við að þetta kjör taki langan tíma. Þeir eiga von á því að hvítur reykur standi upp úr strompinum á miðvikudags- eða fimmtudagskvöld.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira