Páfi: Niðurbrot líkamans hindrað 5. apríl 2005 00:01 Löng hefð er fyrir því að lík páfa standi uppi í Vatíkaninu í Róm í nokkra daga fyrir jarðaför þeirra svo að almenningur geti vottað hinum látna virðingu sína. Gripið er til ýmissa ráðstafana til að hefta niðurbrot líkamans. Tugþúsundir manna streyma nú í Péturskirkjuna í Róm til að kveðja Jóhannes Pál páfa II. Gríðarlangar biðraðir hafa myndast úti á Péturstorginu og er búist við að allt að tvær milljónir manna leggi leið sína í kirkjuna fyrir föstudagsmorgun þegar páfinn verður jarðsunginn. Það er vandasamt verk að meðhöndla lík á þann hátt að þau geti staðið uppi í þetta langan tíma. Rúnar Geirmundsson útfararstjóri þekkir til verka og segir að byrja þurfi meðhöndlunina nánast strax eftir andlátið því rotnunin hefjist um leið. Hann segir páfa mjög líklega smurðan eins og gjarnan er gert í heitum löndum. Þá er blóði líkamans skipt út fyrir formalín til að vernda hann gegn rotnun og niðurbroti. Loks er að öllum líkindum kæliplötur undir líkinu til að halda því köldu. Svipaðar aðferðir hafa verið notaðar í Páfagarði við fráfall annarra páfa til að hægt sé að hafa lík þeirra til sýnis fyrir almenning. Og ef vel er að verki staðið geta líkin varðveist jafnvel í áraraðir. Það vakti reyndar mikla athygli fyrir nokkrum árum þegar jarðneskar leyfar Jóhannesar páfa tuttugasta og þriðja voru grafnar upp til að flytja í aðra gröf að hann leit þá nákvæmlega eins út og daginn sem hann dó, þrjátíu og átta árum áður. Hins vegar mistókst varðveisla páfans þar á undan, Píusar tólfta, svo illilega að skipta þurfti um vaktmenn við líkið á kortersfresti, svo stæk var nályktin. Mikil framþróun hefur orðið síðan þá og Rúnar segist gera ráð fyrir að páfagarður noti nú allt það nýjasta og besta sem boðið er upp á á þessu sviði. Líkið stirðnar við formalínið og því er mikilvægt að búið sé að leggja það til áður, festa hendurnar saman og jafnvel sauma munninn saman. „En það mun að lokum alltaf finnast einhver lykt ... Mjög sennilega kæla þeir hann aftur niður á nóttunni, alveg niður undir frostmark þess vegna, til að reyna að halda honum í „sýningarhæfu“ formi,“ segir Rúnar. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra verður viðstaddur jarðarför Jóhannesar Páls páfa ásamt Herði Bjarnasyni, sendiherra Íslands gagnvart Vatíkaninu. Páfi verður jarðsunginn snemma á föstudagsmorgun og hefst athöfnin klukkan átta að íslenskum tíma. Búist er við að um 200 þjóðarleiðtogar verði við jarðarförina, meðal annars Bush Bandaríkjaforseti, Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Schröder, kanslari Þýskalands. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Löng hefð er fyrir því að lík páfa standi uppi í Vatíkaninu í Róm í nokkra daga fyrir jarðaför þeirra svo að almenningur geti vottað hinum látna virðingu sína. Gripið er til ýmissa ráðstafana til að hefta niðurbrot líkamans. Tugþúsundir manna streyma nú í Péturskirkjuna í Róm til að kveðja Jóhannes Pál páfa II. Gríðarlangar biðraðir hafa myndast úti á Péturstorginu og er búist við að allt að tvær milljónir manna leggi leið sína í kirkjuna fyrir föstudagsmorgun þegar páfinn verður jarðsunginn. Það er vandasamt verk að meðhöndla lík á þann hátt að þau geti staðið uppi í þetta langan tíma. Rúnar Geirmundsson útfararstjóri þekkir til verka og segir að byrja þurfi meðhöndlunina nánast strax eftir andlátið því rotnunin hefjist um leið. Hann segir páfa mjög líklega smurðan eins og gjarnan er gert í heitum löndum. Þá er blóði líkamans skipt út fyrir formalín til að vernda hann gegn rotnun og niðurbroti. Loks er að öllum líkindum kæliplötur undir líkinu til að halda því köldu. Svipaðar aðferðir hafa verið notaðar í Páfagarði við fráfall annarra páfa til að hægt sé að hafa lík þeirra til sýnis fyrir almenning. Og ef vel er að verki staðið geta líkin varðveist jafnvel í áraraðir. Það vakti reyndar mikla athygli fyrir nokkrum árum þegar jarðneskar leyfar Jóhannesar páfa tuttugasta og þriðja voru grafnar upp til að flytja í aðra gröf að hann leit þá nákvæmlega eins út og daginn sem hann dó, þrjátíu og átta árum áður. Hins vegar mistókst varðveisla páfans þar á undan, Píusar tólfta, svo illilega að skipta þurfti um vaktmenn við líkið á kortersfresti, svo stæk var nályktin. Mikil framþróun hefur orðið síðan þá og Rúnar segist gera ráð fyrir að páfagarður noti nú allt það nýjasta og besta sem boðið er upp á á þessu sviði. Líkið stirðnar við formalínið og því er mikilvægt að búið sé að leggja það til áður, festa hendurnar saman og jafnvel sauma munninn saman. „En það mun að lokum alltaf finnast einhver lykt ... Mjög sennilega kæla þeir hann aftur niður á nóttunni, alveg niður undir frostmark þess vegna, til að reyna að halda honum í „sýningarhæfu“ formi,“ segir Rúnar. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra verður viðstaddur jarðarför Jóhannesar Páls páfa ásamt Herði Bjarnasyni, sendiherra Íslands gagnvart Vatíkaninu. Páfi verður jarðsunginn snemma á föstudagsmorgun og hefst athöfnin klukkan átta að íslenskum tíma. Búist er við að um 200 þjóðarleiðtogar verði við jarðarförina, meðal annars Bush Bandaríkjaforseti, Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Schröder, kanslari Þýskalands.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira